Framlölg til heilbrigðismála í 11% af VLF

Mikil umræða hefur verið um útgjöld til heilbrigðismála í aðdraganda kosninga en einnig á síðustu árum. Krafa hefur verið um 11% framlög til þessara mála af vergri landsframleiðslu. Raddir hafa heyrst um að í þeim löndum sem við kjósum að bera okkur saman við sé hlutfall útgjalda af heilbrigðismálum einmitt 11%.

Meðal framlag til heilbrigðismála í OECD ríkjunum er um 9% árið 2016 en á Íslandi um 8,6% eins og sjá má í úttekt OECD Health at a Glance 2017 (http://www.keepeek.com/Digital-Asset-Management/oecd/social-issues-migration-health/health-at-a-glance-2017_health_glance-2017-en#page1) á blaðsíðu 137.

Spurning er hvað er „framlag“ en OECD skiptir framlögum í opinber framlög og frjáls framlög af ýmsu tagi. Opinber framlög til heilbrigðismála á Íslandi voru um 7% af VLF árið 2016 á meðan þetta framlag var rúmlega 6% að meðaltali hjá OECD. Hjá þeim löndum sem við berum okkur saman við er opinbert framlag til heilbrigðismála um 8%. Raunar er það svo að önnur framlög til heilbrigðismála en hin opinberu, eru jafnan fremur lægra hlutfall af heildinni hjá þeim sem fá hvað mest.

Eflaust hafa allir sína skoðun á því hve hátt framlag ætti að vera til heilbrigðismála. Þeir sem best þekkja segja að heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum. Það er vissulega mjög alvarleg staða en spurning er hvert ætti framlagið að vera? Hæsta opinbera framlag til heilbrigðismála er í Þýskalandi eða rúm 9% miðað við 7% á Íslandi. Bæði löndin hafa mjög gott heilbrigðiskerfi en hægt er að velta því fyrir sér hvort hagkvæmni stærðarinn hafi þarna áhrif. Opinbert framlag til heilbrigðismála á Norðurlöndum er talsvert hærra en á Íslandi eða um 9% en frjálsu framlögin kringum 1,5 til 2,0% eitthvað aðeins hærra en á Íslandi. Spurning er hvort markið ætti að vera 9% af opinberu fé eða um 11% af öllu fé. Það er talsverður munur á þessum markmiðum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband