Norska Forskningspolitikk gerir grein fyrir nýrri sýn á nýsköpun.

Norska rannsóknarráðið hefur fengið í hendurnar nýja skýrslu frá hinu fjölþjóðlega ráðgjafafyrirtæki Technopolis. Stuðst er við nýja skýrslu OECD um úttekt á nýsköpun í Noregi. Norðmenn láta taka reglulega út rannsókna- og nýsköpunarkerfið í landinu, líkt og Íslendingar gerðu um árabil.

Helstu skilaboð í skýrslunni til stefnumótandi aðila í Noregi eru þrennskonar:

  • Breytingar í átt að fjölbreyttara og öflugra hagkerfi.
  • Þróun nýsköpunarkerfisins í átt að samkeppnishæfni, skilvirkni og hagkvæmni.
  • Stuðningur við rannsóknir og nýsköpun sem gera betur kleift að mæta félagslegum árskorunum.

Þessi skilaboð Technopolis taka mið af því sem OECD kallar „þriðja kynslóð nýsköpunarstefnu“.  En í gegnum árin hefur sýn sérfræðinga í stefnumálum nýsköpunar gengið í gegnum tvær kynslóðir:

  1. Fyrsta kynslóðin byggist á línulegum skilning á nýsköpun, þar sem nýsköpun er flutt frá rannsóknarstofnunum eða háskólum til atvinnulífsins. Opinber fjárfesting í rannsóknum og þróun er hér réttlætanleg vegna markaðsbrests, það er að fyrirtækin hafa ekki næga burði til að stunda rannsóknir til að niðurstöður þeirra komi fram sem nýsköpun. Hugmyndin er sú, að fyrirtæki leggja áherslu á rannsóknir og þróun vegna þess að þau geta annars ekki viðhaldið nægilegri arðsemi.
  2. Önnur kynslóðin byggist á að fyrirtækið er í brennidepli í skilningi á nýsköpun, þar sem maður sér samspil mismunandi aðila í samfélaginu og hvernig þeir læra af hverju öðrum. Hér er verkefni hins opinbera að vinna gegn vankanta kerfisins með því að tryggja fjármögnun, skipulag og ramma sem fólk og fyrirtæki þurfa að tileinka sér.
  3. Þriðja kynslóð nýsköpunarstefna er ný hugmynd, sem er enn í þróun. Flestir sem vinna að þessu málum eru sammála um að þessi ramma inniheldur að minnsta kosti þessa þætti:

 

  • Stefna sem varðar félagsleg og alþjóðlegar áskoranir, sem má tengja markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni.
  • Hugmynd er uppi um að þessar helstu áskoranir krefjast meira en nýrra uppfinningar og nýrra hugmynda. (í ljósi þess að þetta starf getur skapað eins mörg vandamál og það leysir). Það kann að koma upp þörf fyrir endurskipulagningu hagkerfisins, framleiðslunnar og jafnvel hins félagslega kerfis til að tryggja sjálfbæra framtíð.
  • Í ljósi þess að rannsóknir og nýsköpun geta skapað eins mörg vandamál og hún
    leysir verður ábyrgð og sjálfbærni verða að vera hluti af hugsun fyrirtækja og vísindamanna frá fyrsta degi. Stefnumótandi aðilar þurfa því að taka tillit til sjálfbærni og ábyrgðar í skipulagningu, fjármögnun og eftirfylgni.
  • Margir af þeim áskorunum sem við vinnum að eiga verða til í framtíðinni og allt sem maður gerir hefur afleiðingar fyrir framtíðina. Enginn getur sagt til um framtíðina, en vísindamenn og stefnumótandi aðilar geta búið til mismunandi sviðsmyndir um framtíðina og skilgreina þannig áskoranir og tækifæri sem hægt er að undirbúa.
  • Allir sem málið varðar ættu að taka þátt í stefnumótun, ekki bara þeir sem hefð hefur verið fyrir að sjái um þau mál svo sem faglegir og pólitískir sérfræðingar.

Sjálfbærni er mikilvægur þáttur í viðleitni þjóða til að ná félagslegum og efnahagslegum markmiðum sínum. Það er því mikilvægt að vanda vel til verka við stefnumótun í nýsköpunarmálum.

 


Evrópskt samstarf um handbók fyrir kennara um tilfinningar nemenda

Nýlega gaf samstarfshópur um framfarir í endur- og símenntun út ritið Emotions- How to cope in Learning environments. Markmið með útgáfu þessarar handbókar er að læra af kennurum og öðrum sem þjálfa nemendur hvað varðar virðingu fyrir umhverfi sínu, þolinmæði við samskipti milli fólks og að forðast mistúlkun og erfið samskipti milli nemenda og kennara. Tilfinningar eru í brennidepli þessarar handbókar og hvernig skuli taka á margvíslegum vandamálum sem upp koma í tengslum við þær. 

Höfundar söfnuðu saman reynslusögum frá kennurum, leiðbeinendum og öðrum þeim aðilum sem koma að þjálfun í sí- og endurmenntun á daglegum grunni og í ljósi þessarar reynslu voru teknar saman ýmsar aðferðir og dæmi um leiðbeiningar og tækni til að takast á við tilfinningatengd vandamál í kennslu.

Greiningstofa nýsköpunar á Íslandi tók þátt í verkefninu.

Að handbókinni stóð hópur aðila frá Íslandi, Danmörku, Færeyjum, Litháen og Lettlandi. Starfið við Handbókina var styrkt af NordPlus. Hægt er að nálgast handabókina í pdf formi í skrár tengdar bloggfærslu.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband