Atvinnumálastefna Sjálfstæðisflokksins, fyrir kosningar 2013

Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á þessu ári kom fram að „Sjálfstæðismenn vita að öflugt og gott atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðarkerfisins.  grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins er að frumkvæði einstaklingsins fái notið sín samfara ábyrgð á eigin athöfnum“.

Atvinnulífá Íslandi hefur liðið verulega á tímabilinu frá hruni, en fyrir þann tíma höfðu ýmsar hindranir staðið í vegi fyrir starfsemi fyrirtækja. Má þar nefna óstöðugt efnahagslíf með háu vaxtastigi svo að eitthvað sé nefnt. Skattar höfðu verið lækkaðir verulega í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins en þeir hafa hækkað á síðustu árum. Forsendur atvinnurekstrar hafa þó ekki verið í öllu slæmar þar sem reglugerðarumhverfi og aðrir ytri þættir hafa verið í þokkalegu lagi.

 

 Í stefnu Sjálfstæðisflokksins eru jákvæðar hugmyndir um að bæta umhverfi og rekstrarskilyrði atvinnulífsins. Þar ber raunar hæst afnám gjaldeyrishafta sem hafa sett verulega strik í reikninginn varðandi alþjóðaviðskipti, en þau eru raunar forsenda fyrir því að atvinnulíf geti þrifist. Lækkun skatta og gjalda er hugmynd sem hefur mjög oft komið fram og kallar á skjótar aðgerðir. Það er kominn tími til þess að draga til baka hækkanir síðustu ára enda er atvinnulífið til þess fallið að skapa samfélaginu meiri arð með kröftugri starfsemi. Þá er efling einkaframtaks og nýsköpunar á stefnu flokksins. Hér hefur verið pottur brotinn varðandi nýliðun í atvinnuflóru landsmanna. Stoðkerfi nýsköpunar er nokkuð vel skipulagt og kemur mörgum nýjum fyrirtækjum til góða. Áherslan hefur þó verið allt of mikil á að hvetja til að nýjar hugmyndir verði að fyrirtækjum, frekar en að hvetja til þess að góðar hugmyndir verði að fyrirtækjum. Stoðkerfið nær alls ekki til allra fyrirtækja heldur eru valin út fyrirtæki eftir staðsetningu, starfsemi eða hver stendur að stofnun þess.

 

Að lokum má nefna hér stöðugt umhverfi fyrir atvinnulíf. Segja má að atvinnulíf hafi ekki notið stöðugleika í efnahags- eða stjórnmálalegu tilliti um áratuga skeið. Því er afar mikilvægt að þetta takist. Vitanlega þarf að taka margt með í reikninginn í þessum málum, svo sem þætti sem varða ytri skilyrði. Þetta kallar því á að þar þarf að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband