Kynning á tengslum á virkni vísindastarfs og birtingum í Óslo

Í byrjun október hélt Nordisk institutt of studier af innovasjon, forskning og utdannig ásamt NordForsk ráðstefnu um virkni vísinda. Heiti ráðstefnunnar var "20. norræna ráðstefnan um bibliometrics og rannsóknastefnu". Á ráðstefnunni voru um 70 sérfræðingar frá 12 löndum og voru fluttar um 30 fyrirlestrar um viðfangsefni sem tengjast viðfangsefni ráðstefnunnar.

Framkvæmdastjóri Greiningarstofu nýsköpunar flutti erindi um tengsl útgjalda til rannsókna og þróunar hjá opinberum aðilum við fjölda birtinga ritrýndra vísindagreina. Niðurstaðan var að þróun þessara stærða hélst í hendur frá 2000 til 2009 en þá virðist eitthvað hafa gerst. Rannsóknaútgjöld í opinbera geiranum hríðféllu en birtingar virtust nánast halda sínu striki. Miðað við að svo virðist sem breytingar í útgjöldum til rannsókna og þróunar í opinbera geiranum leiði til breytinga í fjölda birtinga 2 til 4 árum seinna. Hægt var því að sjá örlitla fækkun birtra greina eftir 2009 sem tengja má við niðurskurð til opinberra aðila í efnahagshruninu.

Haldi svo áfram sem horfir að útgjöld opinberra aðila til rannsókna og þróunar hafi lækkað verulega má búast við að fjöldi vísindagreina verði einnig minni á næstu árum. Þetta mun hafa mikil áhrif á vísindasamfélagið ef rétt reynist. Búast má við að dragi úr samstarfi við erlenda aðila og þar með tekjum frá erlendum sjóðum. Það kann þó að vera hugsanlegt að Hagstofa Íslands hafi vanmetið útgjöld opinberra aðila til rannsókna og þróunar á síðustu árum. En framlög hins opinbera til þessara stofnana virðist ekki styðja þá þróun sem stofnunin dregur fram.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband