Framlölg til heilbrigđismála í 11% af VLF

Mikil umrćđa hefur veriđ um útgjöld til heilbrigđismála í ađdraganda kosninga en einnig á síđustu árum. Krafa hefur veriđ um 11% framlög til ţessara mála af vergri landsframleiđslu. Raddir hafa heyrst um ađ í ţeim löndum sem viđ kjósum ađ bera okkur saman viđ sé hlutfall útgjalda af heilbrigđismálum einmitt 11%.

Međal framlag til heilbrigđismála í OECD ríkjunum er um 9% áriđ 2016 en á Íslandi um 8,6% eins og sjá má í úttekt OECD Health at a Glance 2017 (http://www.keepeek.com/Digital-Asset-Management/oecd/social-issues-migration-health/health-at-a-glance-2017_health_glance-2017-en#page1) á blađsíđu 137.

Spurning er hvađ er „framlag“ en OECD skiptir framlögum í opinber framlög og frjáls framlög af ýmsu tagi. Opinber framlög til heilbrigđismála á Íslandi voru um 7% af VLF áriđ 2016 á međan ţetta framlag var rúmlega 6% ađ međaltali hjá OECD. Hjá ţeim löndum sem viđ berum okkur saman viđ er opinbert framlag til heilbrigđismála um 8%. Raunar er ţađ svo ađ önnur framlög til heilbrigđismála en hin opinberu, eru jafnan fremur lćgra hlutfall af heildinni hjá ţeim sem fá hvađ mest.

Eflaust hafa allir sína skođun á ţví hve hátt framlag ćtti ađ vera til heilbrigđismála. Ţeir sem best ţekkja segja ađ heilbrigđiskerfiđ sé komiđ ađ ţolmörkum. Ţađ er vissulega mjög alvarleg stađa en spurning er hvert ćtti framlagiđ ađ vera? Hćsta opinbera framlag til heilbrigđismála er í Ţýskalandi eđa rúm 9% miđađ viđ 7% á Íslandi. Bćđi löndin hafa mjög gott heilbrigđiskerfi en hćgt er ađ velta ţví fyrir sér hvort hagkvćmni stćrđarinn hafi ţarna áhrif. Opinbert framlag til heilbrigđismála á Norđurlöndum er talsvert hćrra en á Íslandi eđa um 9% en frjálsu framlögin kringum 1,5 til 2,0% eitthvađ ađeins hćrra en á Íslandi. Spurning er hvort markiđ ćtti ađ vera 9% af opinberu fé eđa um 11% af öllu fé. Ţađ er talsverđur munur á ţessum markmiđum.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband