Saga Guðrúnar Fíu Árórudóttur frumkvöðuls.

Guðrún hafði unnið í fiskvinnslu í Þorlákshöf frá því hún var tvítug en langaði að gera eitthvað sjálf og að stofan um það rekstur. En hvað kunni hún. Jú að verka fisk, elda mat og reka heimili. Hvað átti hún að gera með þessa færni?

Hún hafði heyrt um fjölda fólks sem stofnaði sprota, fór  í ýmiskonar hraðla og vann til verðlauna fyrir frábærar hugmyndir. Hún hafði svo sem ekki heyrt mikið um hvað varð um þessar frábæru viðskiptahugmyndir. Tölfræðin sagði henni að það væru fleiri þúsund lítil fyrirtæki í landinu sem framfleyttu enn stærri fjölda einstaklinga og heimila. Einhversstaðar voru þessar verðlaunahugmyndir að mala gull í hagkerfinu. Hún gæti ef til vill gert það sama. Hún gæti hugsanlega gert app fyrir fiskvinnslu, eldamennsku eða rekstur heimilis. Þetta væru svo sem góðar hugmyndir. En að gera app var ekki á hennar færi, en hún gat skrifað um það sem hún vildi. Átti bara gott með að koma á framfæri hugsunum sínum.

Eftir að hafa velt fyrir sér ýmsum hugmyndum um hvernig hún gæti bætt aðferðir í fiskvinnslu, matseld og rekstri heimilis, komst hún að því að hvernig það er að reka heimili er eitthvað sem allir kunna en kannski ekki allt. Því ákvað hún að skrifa bók um rekstur hins skilvirka heimilis þar sem góð ráð um skipulag, þrif og allt annað sem kom að heimilsrekstri yrði nefnt til sögunnar. Hvað má fara betur, hvaða nýju hugmyndir eru til um þrif, eldamennsku og allt hvað það er.

Að skrifa bókina sá hún ekki sem stórt vandamál en hvernig í ósköpunum átti hún að afla efnis í hana? Hún þurfti að skoða hvaða lausnir hún ætlaði að bjóða uppá, hvaðan ættu þær að koma og hvernig ætti hún að setja þær fram? Það voru mörg skref sem hún þurfti að taka. Svo var líka hægt að setja upp vefsíðu, en hún hafði verið á námskeiði hjá NVS um vefsíðugerð. Raunar hafði hún tekið þátt í verkefnisstjórnunar námskeiði við Endurmenntun HI þar sem komið var inn á hvernig átti að undirbúa og framkvæma ýmiskonar verkefni.

Hún hringdi því í vinkonur sínar og ræddi málin við þær. Þar komu fram ýmiskonar hugmyndir um hvað ætti að leggja áherslu á og hvernig ætti að koma því á framfæri. Einnig hafði hún samband við frænda mannsins sína, sem starfaði á skrifstofu og bað hann að fara aðeins yfir hvaða skref hún ætti að taka. Jú það stóð ekki á svörum. Farðu og komdu þér í hópa eins og Korku, FKA og fleira. Sækja svo um fjárstuðning hjá Vinnumálastofnun, Rannsóknamiðstöð og best er að sækja strax í Rammaáætlun ESB. Best þó að fara í bankann og fá lán fyrir nýsköpuninni. Það er svo auðvelt og vextir í lágmarki.

Á haustmánuðum setti Guðrún svo af stað með frumkvöðlaverkefnið.

Hvernig gekk henni?

Af hverju?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband