Bloggfćrslur mánađarins, september 2015

Ritrýndar vísindagreinar gefa mynd af virkni vísindastarfs.

Norrćnir sérfrćđingar í málefnum vísinda hafa á síđustu árum gefiđ út fjórar skýrslur um virkni vísinda í löndunum. Á ráđstefnu í fyrrahaust héldu ţessir ađilar vinnufund í hátíđarsal Háskóla Íslands ţar sem fariđ var yfir virkni vísindastarf og mćlingar ţví tengdu. Frá ţví Ísland dró úr mćlingum á virkni rannsókna og ţróunar er erfitt ađ gera sér grein fyrir ţví mikla starfi sem unniđ er á ţessu sviđi. En ţó gefa upplýsingar um útgáfu vísindagreina einhverja mynd af ţessu máli.

Á árunum 2000 til 2012 gáfu íslenskir vísindamenn út um 3.100 greinar sem birtar hafa veriđ í ritrýndum ritum. Ţetta er um 0,025% af öllum vísindagreinum sem gefnar eru út í heiminum á ţessum tíma. Ţetta er mun hćrra hlutfall en sem nemur fjölda íslendinga í heiminum. Árlegur vöxtur í útgáfu á hverju ári er um 9% sem er einsdćmi. Međaltals árleg aukning á öllum Norđurlöndunum er um 3% svo ađ mikil gróska er í vísindastarfi á Íslandi, sé tekiđ miđ af ţessum tölum.

Ţegar sérfrćđingar telja 3.100 greinar frá Íslandi er átt viđ framlag íslenskra vísindamanna. Til dćmis ef íslenskur vísindamađur er einn af ţremur höfundum greinar ásamt tveimur erlendum vísindamönnum, telst einungis 1/3 greinarinnar vera íslensk. Ţađ ţarf ţví talsverđa virkni í vísindum til ađ ná ţessum árangri. Ţessi ađferđ er kölluđ hlutdeildartalning.

Um ţriđjungur vísindagreina á tímabilinu eru á sviđi heilbrigđisvísinda, en ţađ er svipađ hlutfall og á öđrum Norđurlöndum. Nokkur vísindasviđ eru međ um 10% af heildinni en ţar má telja líflćknisfrćđi, verkfrćđi, jarđfrćđi, eđlisfrćđi og félag og hugvísindi. Önnur vísindasviđ eru međ lćgra hlutfall.

Ţess má geta ađ fjöldi greina er ekki eina vísbendingin um virkni í vísindastarfi. Fjöldi tilvitnana annarra vísindamanna í ţessar greinar gefa til kynna gćđi ţessara greina og áhrif ţeirra. Hlutfallslegur tilvitnunarstuđull vísindagreina frá háskólum og háskólasjúkrahúsum á Íslandi var á bilinu 1,05 til 1,11 á tímabilinu 2004 til 2012 en ţá er miđađ viđ tilvísunarstuđul allra vísindagreina í heiminum sem fá ţá gildiđ 1,00.

Fulltrúar Greiningarstofu nýsköpunar og Landspítala hafa tekiđ ţátt í starfi norrćna sérfrćđingahópsins og hafa skrifađ úrdrátt úr skýrslunum fjórum sem gefnar hafa veriđ út. Ţessi stutti úrdráttur er viđhengi međ ţessum skrifum hér.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband