Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Málefni aldraðra mættu fá meiri umræðu fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkur með skynsamar tillögur í málefnum aldraðra.

Fjárfestingar sem varða aldraða virðast ekki vaxa í takt við fjölgun þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru Íslendingar á aldrinum 65 til 95 ára rúmlega 40 þúsund í fyrra. Samkvæmt mannaflaspám er áætlað að þessi hópur verði kominn upp í rúmlega 52 þúsunda árið 2020 eða meðalfjölgun um fimmtán hundruð á ári frá 2012. Hópurinn verður kominn í tæplega 62 þúsund árið 2025 en fjölgun á ári eru tæplega sautján hundruð manns frá því í fyrra. Það má því búast við að fjölgun einstaklinga á þessu aldursbili verði um 54% frá 2012 til 2025.

 

Ef erfitt er fyrir hið opinbera til að sjá öldruðum einstaklingum fyrir vistunarrými í dag má búast við miklum vandræðagangi eftir því sem tíminn líður. Stefnan er sú að reynt er að búa svo um fyrir að aldraðir geti verið heima hjá sér sem lengst og eru heilbrigðiskerfið og sveitarfélög með þjónustu í formi aðgengi að mat, dagvistun, heilbrigðisstarfsmönnum og fleira. En þegar tími er kominn til að komast í endanlegt vistunarrými, hefst mikil samkeppni. Þá er gjaldtaka ekki mjög gagnsæ en þeir einstaklingar sem eiga fé þurfa að greiða talsvert háar upphæðir til að fá inni í það vistunarrými sem er fyrir hendi.

Í málefnavinnu Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi 2013 kemur meðal annars fram að stefnt sé að því að aldraðir hafi fjárhagslegt sjálfstæði og að skerðingar sem þeir hafi orðið fyrir hverfi. Þá er gert ráð fyrir að þeir fái þá vistun sem þeir þurfa en njóti þjónystu heima sé það kostur. Þá verði „vasapeningafyrirkomulagið“ afnumið að tafarlaust verði að hækkaðar þær greiðslur, sem einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum hafa til ráðstöfunar í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga. En um leið er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að það sé mögulegt og eftirsóknarvert fyrir aldraða að vera lengur úti á vinnumarkaðnum. Með því móti verða lífsgæði þeirra meiri. Fleiri mikilvægar tillögur koma fram í ályktuninni.

 

Það er mikilvægt fyrir fólkið í landinu og ekki minnst þá sem hafa náð háum aldri að valkostir séu fyrir hendi hvað varðar búsetu, atvinnumöguleika og fjárhag einstaklinga. Mikilvægt er að skapa grundvöll fyrir þessa valkosti með fjárfestingu í þeim innviðum sem tryggja öldruðum mikil lífsgæði. Þessi mál hafa of lengi verið í skugga annarra mikilvægra mála sem stjórnvöld þurfa að vinna bót á.

 


Rannsóknir, þróun og nýsköpun, stefna til árangurs

Rannsóknir, þróun og nýsköpun er forsenda tæknibreytinga og þar með forsenda hagvaxtar í nútíma efnahagskerfum. Rannsóknir og þróun hefur þó víðara hlutverk enda hefur árangur af þeirri starfsemi áhrif á þekkingarsköpun og dreifingu á meðan hlutverk nýsköpunar er meira á sviði endurnýjunar á afurðum fyrirtækja. Hlutverk Íslendinga í rannsóknum, þróun og nýsköpun er mikilvægur. Árangur þessa starfs er sérlega mikilvægur fyrir alla geira atvinnulífsins enda eru hverskonar breytingar byggðar á því. Tekið hefur verið eftir því hver öflug rannsókna og þróunarstarfsemi er í landinu enda birta íslenskir vísindamenn fleiri ritrýndar vísindagreinar en gengur og gerist í heiminum, miðað við mannfjölda. Gagnsemi þessara vísindagreina eru hægt að sjá á því hve mikið er vitnað í þær af öðrum vísindamönnum.

 

Íslenskt atvinnulíf er öflugt þegar kemur að rannsókna og nýsköpunarstarfi. Eins og fram kemur á vefsíðunni http://www.rannis.is/greining/toelfraedi-rannis/ eru öflugar rannsóknir í landinu tengdar tölvum og hugbúnaði, efna og lyfjaiðnaði og líftækni. Raunar er atvinnulíf á Íslandi ekki jafn umfangsmikið og í öðrum löndum. Fremur fáar greinar gera sig gildandi hvað varðar rannsóknir og nýsköpun. Árangur af nýsköpun mætti vera meir en eftir því er tekið hve lítill hluti af útflutningi telst til hátækni á Íslandi.

 

Það er mjög mismunandi hve háðar ólíkar greinar eru rannsóknum og nýsköpun þegar kemur að endurnýjun afurða og aukningu í samkeppni. Sjávarútvegur, ferðamál og álvinnsla eru greinar sem kalla síður eftir rannsóknum og nýsköpun en aðrar greinar á hærra tæknistigi. Þegar skoðaður er hagvöxtur á Íslandi eru þessar greinar allar fremur áberandi en segja má að þar sé byggt meira á magni en verðmætum á hverja einingu.

 

Í ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um vísindi og nýsköpun kom meðal annars fram: Menntun, vísindi og nýsköpun gegna lykilhlutverki á Íslandi í næstu framtíð. Fjárfesting í þekkingu og mannauði skapar verðmæti og er undirstaða samkeppnishæfni. Áríðandi er því að skilyrði til menntunar, rannsókna og nýsköpunar standist samkeppni á alþjóða­vettvangi. Ennfremur að Íslenskt samfélag ver töluvert hærra hlutfalli vergrar landsframleiðslu til rannsókna og þróunar en mörg samanburðarlönd. Afrakstur vísindastarfs vekur athygli en verðmætasköpun ekki jafn hröð og vænta mætti. Fjárveitingar til þróunar og nýsköpunar verða að hafa verðmætasköpun á markaðslegum forsendum að markmiði.  

 

Ljóst er að málefni rannsókna, þróunar og nýsköpunar verður að gera hátt undir höfði. Sofi menn á verðinum er samkeppnishæfni og hagvöxtur í hættu. Til að skoða árangur Íslands í samanburði við önnur lönd er hægt að líta á fjöldann allan af greiningarskýrslum sem eru að finna á vefsíðunni http://thorvald.blog.is/blog/thorvald/entry/1291261/

 


Aðgengi að réttri færni til nýsköpunar bætir samkeppnisgetu og arðsemi atvinnulífsins

Færni til nýsköpunar er forsenda þess að atvinnulífið nái þeirri samkeppnisstöðu og arðsemi sem því er nauðsynlegt til að standa undir hagvexti í landinu. Hagvöxtur er forsenda þeirrar endurreisnar sem þörf er á. Nefnt hefur verið til sögunnar að fjárfestingar séu í lágmarki og þurfi að vaxa til að atvinnulífið nái flugi. Það er vitanlega rétt en það skal varast að laga einn flöskuháls sem atvinnulífið hefur verið að glíma við, bara til þess að næsti flöskuháls taki við.

 

Að atvinnulíf á Íslandi nái einhverjum styrk kallar á að heildarsýn ráði aðgerðum hins opinbera og atvinnulífsins sjálfs. Það þarf að takast á við aðföng þess í formi hráefna, þjónustu, starfsfólks með rétta færni, fjármagns og annarra þeirra ytri aðstæðna sem fyrirtækin starfa í. Einn þessara þátta er framboð og eftirspurn eftir fólki með rétta færni til nýsköpunarstarfa. Á meðan tækniþekking og notkun hennar vex hröðum skrefum verður til þörf fyrir aðgengi að starfsfólki sem getur tileinkað sér þessa tækni til að stunda nýsköpun. Nýsköpun er forsenda endurnýjunar í atvinnulífinu og hefur mikil áhrif á möguleika til að bæta samkeppnisstöðu og arðsemi.

 

Sjálfstæðisflokkurinn bendir á í ályktun Landsfundar 2013 um atvinnumál að stuðla þurfi að umhveri þar sem mannauður íslensku þjóðarinnar fær notið sín. Þjóðin er framtaksöm, hugmyndarík og vel menntuð. Tryggja þarf að svo verði áfram með öflugu menntakerfi sem vinnur í samstarfi við atvinnulífið með þarfir þess að leiðarljósi.

 

Það er þó ekki bara menntakerfið sem þarf að takast á við að auka færni starfsfólks í landinu. Að þessum málum kemur fjöldi annarra aðila og má þar nefna atvinnulífið sjálft. Greining á starfsemi fyrirtækja hefur leitt í ljós að skortur er á starfsfólki með vissa menntun. Rætt er um tæknimenntun og menntun á sviði raunvísinda. Þetta er vitanlega rétt en til að geta lagt mat á þörf atvinnulífsins fyrir færni í framtíðinni verður að líta heilstætt á þessi mál. Það má raunar segja að breið nálgun á þróun menntunar er nauðsynleg enda er hagkerfi landsins fremur flókið og kallar á ýmis konar færni.

 

Í Landsfundarályktuninni er einnig fjallað um nauðsyn á að auka framleiðni hér á landi. Það er forsenda hagvaxtar að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar í starfandi fyrirtækjum, opinberum rekstri og nýjum fyrirtækjum. Nýsköpun skapar atvinnu, eykur skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýsköpun er þróun, ekki aðeins á tæknisviði heldur víðar.

 

Ljóst er að þróa þarf kerfi sem tekst á við að auka færni starfsfólks í atvinnulífinu. Fjölmargir aðilar þurfa að leggja hönd á plóg til að af því geti orðið. Varast verður að reyna að koma atvinnulífinu á flug með lausnum á mest áberandi vandamálunum heldur skal tekið á öllum þáttum sem geta leitt til þess að betri aðgangur sé að fólki með færni til að leysa flókin mál nýsköpunar.

 


Stefna í menntamálum fyrir kosningar 2013

Af almennri umræðu um þessar mundir má ráða að áhersla á menntun hefur vaxið. Í kjölfar efnahagshrunsins töpuðust fjölmörg störf en þau störf sem eru að koma til baka eru ekki endilega þau sömu og töpuðust. Þörf er á að líta á menntamál sem langtíma fjárfestingu einstaklinga og samfélagsins sem á að skila sér með arði. Hvort sem sá arður er í formi efnahagslegra gæða, aukinnar þekkingar, menningar og lista eða annarra þátta sem auka velsæld og hagsæld.

 

 Íslendingar eiga nokkuð í land að standa jafnfætis þeim þjóðum sem standa fremst hvað varðar menntun. Þessu þarf að breyta og skal tekið tillit til allra þeirra aðila sem láta sig málið varða. Íslenskt atvinnulíf kallar eftir starfsfólki með tiltekna menntun. Ekki er í öllum tilfellum til fólk sem uppfyllir öll þau skilyrði sem sett eru fram. Þetta er þó misjafnt á milli fræðagreina. Segja má að aðgangur að fólki með félags- og hugvísindamenntun sé nokkuð betri en þeirra sem vinna að tæknimálum og viðfangsefnum sem byggja á menntun í raunvísindum.

 

 Lausnin liggur ekki endilega í að laða fólk í ákveðnar námsgreinar. Einstaklingar eru venjulega löngu búnir að marka sér framtíð áður en þeir standa frammi fyrir vali á námsbraut eða viðfangsefni. Það virkar ekki lofandi að lokka námsmanninn sem ætlar að verða sagnfræðingur inn í verkfræði þegar hann mætir uppí háskóla. Hann er búinn að undirbúa sig um árabil og verður líklegast ekki haggað. Það þarf að bjóða fólki valkosti í menntamálum með löngum fyrirvara. Þetta er ekki fjarri þeim boðskap sem Samtök iðnaðarins nefna í sínum málflutningi um menntamál.

 

 Í stefnu sinni um menntun og menningu tekur Sjálfstæðisflokkurinn fram að sveigjanleiki, fjölbreytni, ábyrgð og valfrelsi þurfi að fá að njóta sín í öllu menntakerfinu. Að nemendur þurfi raunverulegt val um skóla, einkarekinn eða á vegum hins opinbera enda fylgi fjárframlög nemandanum í gegnum öll skólastig. Þá er lagt til að sveitarfélög geti rekið framhaldsskóla enda passar það ágætlega inn í hvernig námsmenn flæða milli skóla. Hér er valfrelsi og gegnsæi í brennidepli enda líklegast til árangurs.

 

 En námsframboð þarf að taka mið af framtíðaþörf atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða fyrirtæki landsins eða opinberar stofnanir sem hafa skilgreint hlutverk í efnahagslífi landsmanna. Menntakerfið þarf að sjá fyrirtækjum og stofnunum fyrir þeim starfskröftum sem kallað er eftir innan nokkurra ára. Breytingar á þörf fyrirtækja og stofnana fyrir starfsfólk með rétta færni,ermjög hröð. Því þarf að huga að réttu námsframboði með góðum fyrirvara.

 Það tekur vísast tíu til fimmtán ár að koma málefnum menntamála í mjög gott horf. Því er best að byrja á að endurskipuleggja menntunar og þjálfunarmál hið fyrsta. Það skal vissulega gætt að því að halda í það sem vel er gert nú og stíga varlega til jarðar við endurskoðun á menntakerfinu.


Atvinnumálastefna Sjálfstæðisflokksins, fyrir kosningar 2013

Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á þessu ári kom fram að „Sjálfstæðismenn vita að öflugt og gott atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðarkerfisins.  grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins er að frumkvæði einstaklingsins fái notið sín samfara ábyrgð á eigin athöfnum“.

Atvinnulífá Íslandi hefur liðið verulega á tímabilinu frá hruni, en fyrir þann tíma höfðu ýmsar hindranir staðið í vegi fyrir starfsemi fyrirtækja. Má þar nefna óstöðugt efnahagslíf með háu vaxtastigi svo að eitthvað sé nefnt. Skattar höfðu verið lækkaðir verulega í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins en þeir hafa hækkað á síðustu árum. Forsendur atvinnurekstrar hafa þó ekki verið í öllu slæmar þar sem reglugerðarumhverfi og aðrir ytri þættir hafa verið í þokkalegu lagi.

 

 Í stefnu Sjálfstæðisflokksins eru jákvæðar hugmyndir um að bæta umhverfi og rekstrarskilyrði atvinnulífsins. Þar ber raunar hæst afnám gjaldeyrishafta sem hafa sett verulega strik í reikninginn varðandi alþjóðaviðskipti, en þau eru raunar forsenda fyrir því að atvinnulíf geti þrifist. Lækkun skatta og gjalda er hugmynd sem hefur mjög oft komið fram og kallar á skjótar aðgerðir. Það er kominn tími til þess að draga til baka hækkanir síðustu ára enda er atvinnulífið til þess fallið að skapa samfélaginu meiri arð með kröftugri starfsemi. Þá er efling einkaframtaks og nýsköpunar á stefnu flokksins. Hér hefur verið pottur brotinn varðandi nýliðun í atvinnuflóru landsmanna. Stoðkerfi nýsköpunar er nokkuð vel skipulagt og kemur mörgum nýjum fyrirtækjum til góða. Áherslan hefur þó verið allt of mikil á að hvetja til að nýjar hugmyndir verði að fyrirtækjum, frekar en að hvetja til þess að góðar hugmyndir verði að fyrirtækjum. Stoðkerfið nær alls ekki til allra fyrirtækja heldur eru valin út fyrirtæki eftir staðsetningu, starfsemi eða hver stendur að stofnun þess.

 

Að lokum má nefna hér stöðugt umhverfi fyrir atvinnulíf. Segja má að atvinnulíf hafi ekki notið stöðugleika í efnahags- eða stjórnmálalegu tilliti um áratuga skeið. Því er afar mikilvægt að þetta takist. Vitanlega þarf að taka margt með í reikninginn í þessum málum, svo sem þætti sem varða ytri skilyrði. Þetta kallar því á að þar þarf að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífsins.


Tillögur Sjálfstæðisflokksins til að bæta hag lánþega húsnæðislána

Flestir, ef ekki allir flokkar hafa á stefnuskrá sinni, einhverskonar leiðréttingu hinna stökkbreyttu húsnæðislána. Eðlilega er þetta eitt af helstu málefnum heimilanna eftirefnahagshrunið sem leiddi meðal annars til óeðlilega mikillar hækkunar þessara lána. Vitanlega hefur verðtrygging lána verið umdeild enda hefur hún komið mjög misjafnlega niður á fólki um leið og lán þess hafa hækkað verulega án þess að það hafi sjálft haft nokkra möguleika til að sporna við því.

Ekki skal farið mörgum orðum um tillögur ólíkra framboða en flest byggja þau á að kröfuhafar hinna föllnu banka skuli verða af hluta hagnaðar sem rekja má til hrunsins. Ekki er óeðlilegt að kröfuhafarnir þurfi að gefa eftir eins og allir aðrir enda er um mjög háar upphæðir að ræða sem ekki er létt að sjá fyrir hvernig þeir ættu að leysa til sín.

Að leysa skuldavanda heimilanna með þessu móti virðist nokkur einföldun á flóknu máli. Til að efnahagslíf landsmanna, þar með talin skuldavandi og eignauppbygging, komist í viðunandi horf þarf margt að koma til. Undirstaðan af því að koma á eðlilegu ástandi er að byggja upp arðbært atvinnulíf. Þúsundir starfa hurfu í hruninu og koma aldrei til baka aftur. Það gerast hinsvegar önnur störf sem kalla á fjárfestingu, aðgang að starfsfólki með rétta færni, stöðugleiki í efnahagslífi og heppilegar forsendur til atvinnurekstrar. Önnur mál varða menntun og þjálfun fólks, eðlileg alþjóðaviðskipti, skattamál, nýtingu náttúruauðlinda á skynsaman hátt, til að nefna einhver dæmi.

Tillögur sjálfstæðismanna til að leysa skuldavandann og auka eignamyndun fólks og þar með sparnað, virðast um margt skynsamlegar. Þessar tillögur eru í meginatriðum í tveimur liðum: 1) lækkun á höfuðstól með skattaafslætti og 2) lækkun höfuðstóls lána með séreignarsparnaði. Hér er um að ræða í fyrra tilfellinu að allt að 40 þúsund króna á mánuði komi fólki til góða með sérstökum skattaafslætti sem allir hafa rétt á að fá. Þetta er um 480 þúsund krónur á ári sem er talsverð upphæð þó vísast megi deila um hvort þetta sé hin rétta upphæð. Hinsvegar má nota séreignasparnað til að greiða niður höfuðstól láns. Þetta er einnig skattfrjáls ráðstöfun fjár. Því má segja að um 4% launa fari inn á höfuðstól húsnæðisláns í kerfi sem stendur öllum opið.

Eins og staðan er nú er úttekt á séreignarsparnaði skattlögð.  Í staðinn fyrir að borga skatta af sparnaðinum nýtist hann beinlínis til að varðveita sparnaðinn áfram í formi eignar í fasteign. Þetta virðist ákjósanleg leið til að auka sparnað og einnig ráðstöfunarfé einstaklinga.

 


Stefna í málefnum vísinda, tækni og nýsköpunar (Science, technology and innovation policy in Iceland)

Innlendar og erlendar stofnanir hafa í gegnum árin skoðað stefnumið þjóða á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Gefnar hafa verið út skýrslur af ýmsu tagi sem varða þennan málaflokk. Hér eru gefin nokkur dæmi um greiningu á stefnu Íslands á þessu sviði:

(National and foreign organisations have studied and published data and information about policy in field of science, technology and innovation for Iceland. Reports on these matters are available on the internet. Here are some examples).  Compiled by Thorvald Finnbjörnsson, expert on science, technology and innovation policy research, analysis, evaluation, entrepreneur studies and related actions. 

 

Evrópusambandið og stofnanir þess:  (EU and different institutions and services)

Meusring  European Identity, Discussion on Iceland

The Researchers Report 2012,  Country Profile: Iceland  

Research and Innovation performance in EU Member States and Associated countries 2013

Mini Country report Iceland 

Socieal Sciences and Humanities in Iceland - 2011 Report 

European Trend Chart on Innvation - Iceland

         2001

         2002

Research and Innovation Observatory (RIO) gefið út af Joint Research Centre.

https://rio.jrc.ec.europa.eu/en 

Hér er um að ræða vefsíu með lykil upplýsingum fyrir aðila í stefnumótun og þá sem hafa áhuga af Rannsókna og Nýsköpunarstefnu. Þar er að finna greiningu, umfjöllun, tölfræði og aðferðafræði við hönnun og finnfærlsu rannsókna og nýsköpunarstefnu ásamt mati á þeim málum.

2015

 

EraWatch Country Report and Country pages   EraWatch er hætt að koma út en í staðinn er bent á Research and Innovation Observatory - Horizon 2020 Policy Support Facility (hér fyrir ofan).

 2013

 2012

2011 

2010 

2009 

2006 (Specialisation report) 

Innovation Union competitiveness report - Iceland      Öll skýrslan með ESB/EES landa skýrslum 

Innovation Union Scoreboard (þar er að finna stöðu og þróun ESB/EES landanna um nýsköpun)

Innovation Union Scoreboard - rafrænt viðmót 

 2017

 2016

 2015

 2014

2013 

2011

2010

2009 

2008

2007 

Innovation and Innovation policy in Iceland (efni um nýsköpunarmál á Íslandi á vefsíðu Pro Inno)

 

EU

REsearch and Innovation Projects and results

Innobarometer fyrir 2016

Yfirlit yfir fyrri útgáfur er að finna á síðunni. 

OECD

Gögn um Ísland

Measuring Tax Support for R&D and Innovation

OECD

OECD STAN DAtabase for Structural Analysis

 

OECD Science, Technology and Innovation Outlook 2016, On-line útgáfa, má lesa af skjá

OECD Science, Technology and Innovation Outolook 2016, country porifile Iceland

 

OECD Science, Technology and Innovation Outlook 2012, On-line útgáfa, má lesa af skjá

OECD Science, Technology and Innovation Outolook 2012, country porifile Iceland

 

Policy mix for Innovation in Iceland - 2006 

OECD Science, Technology and Industry Scoreboard - online versions 

2017                 Digital               Iceland

2016

2015

2014

2013

2011

2009

2007 Pappírseintak

2005 Pappírseintak

2003 Pappírseintak

2001 Pappírseintak

1999  Pappírseintak

 Education, Research and Innovation policy - A new direction for Iceland

OECD better live index

 

OECD Education at a glance

Listi yfir útgáfur frá 1998 til 2015

Measuring Science, Technology and Innovation 2016

OECD Blue Sky Forum on Science and Innovation Indicators

Measuring the Link between Public Procurement and Innovation

ANBERD (Analytical Business Enterprise Research and Development) database

OECD Global Forum on Productivity

MAIN SCIENCE AND TECHNOLOGY INDICATORS

2017/2

2016

McKinsey Scandinavia

Charting a Growth Path for Iceland 

 

World Economic Forum

World Economic Forum

Global Risks 2015

The Global competitiveness Report 2015 - 2016      PDF report

The Global competitiveness Report 2014 - 2015      PDF report

The Global competitiveness Report 2013 - 2014      PDF report

The Global Competitiveness Report 2012 - 2013      PDF report

The Global Competitiveness Report 2011 - 2012      PDF report

 

IMD World Competitiveness Center

IMD World Competitiveness Yearbook 2014 Results    Online report 2010 to 2014

 

 

World Bank Group and OECD

Innovation Policy Platform (IPP) er samstarfsverkefni World Bank og OECD og er birt á vefsíðu verkefnisins. Þar er að finna þekkingu, mælikvarða og upplýsingar um aðferðir, hönnun, innfærlsu og mat á nýsköpunarstefnu. Hé er hægt að læra hverngi nýsköpunarkerfið vinnur, bera kennsl á góðar aðferðir og gera tölfræðilega greininug og samanburð auk þess að nýta efnið til stefnumótunar í nýsköpun. 

Innovation Policy Platform

STI Outlook 2016 Ísland, upplýsingar á vefsíðu

 

Bloomberg LP 

These are the wrold+s Most Innovative Economics

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband