Færsluflokkur: Bloggar
Evrópskt samstarf um handbók fyrir kennara um tilfinningar nemenda
12.6.2019 | 13:42
Nýlega gaf samstarfshópur um framfarir í endur- og símenntun út ritið Emotions- How to cope in Learning environments. Markmið með útgáfu þessarar handbókar er að læra af kennurum og öðrum sem þjálfa nemendur hvað varðar virðingu fyrir umhverfi sínu, þolinmæði við samskipti milli fólks og að forðast mistúlkun og erfið samskipti milli nemenda og kennara. Tilfinningar eru í brennidepli þessarar handbókar og hvernig skuli taka á margvíslegum vandamálum sem upp koma í tengslum við þær.
Höfundar söfnuðu saman reynslusögum frá kennurum, leiðbeinendum og öðrum þeim aðilum sem koma að þjálfun í sí- og endurmenntun á daglegum grunni og í ljósi þessarar reynslu voru teknar saman ýmsar aðferðir og dæmi um leiðbeiningar og tækni til að takast á við tilfinningatengd vandamál í kennslu.
Greiningstofa nýsköpunar á Íslandi tók þátt í verkefninu.
Að handbókinni stóð hópur aðila frá Íslandi, Danmörku, Færeyjum, Litháen og Lettlandi. Starfið við Handbókina var styrkt af NordPlus. Hægt er að nálgast handabókina í pdf formi í skrár tengdar bloggfærslu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)