Hvers vegna er Ísland með hæstu verðbólgu fyrir matvæli í ríkjum OECD?

Á vef OECD er gefin upp verðbólga fyrir matvæli í  OECD löndunum, fyrir nóvember á síðasta ári. Verðbólga í öllum ríkjum OECD er 6,7% og fór niður úr 7,4% sem hún var í október í fyrra. Verðbólga í OECD og Evru löndunum er svipuð og í OECD. Verðbólga matvæla á Íslandi á sama tíma er 11,1% sem er talsvert ofar en næsta land á eftir Íslandi. Í fyrsta sæti er sem fyrr Tyrkland með rúmlega 67%.

Maður velti fyrir sér hvers vegna verðbólga fyrir matvæli er svona mikið hærri á Íslandi en annarsstaðar. Þau lönd sem eru með hvað hæsta verðbólgu matvæla eru bæði utan ESB, eins og Ísland, en það eru Bretland og Noregur. Íslenskir neytendur hafa fundið verulega fyrir hækkunum á matvælum. Íslenskar landbúnaðarvörur eru að hækka verulega á sama tíma og bændur kvarta undan lágu afurðaverði. Hvert fara peningarnir sem neytendur greiða fyrir landbúnaðarafurðir? Því bændur virðast fá mjög lágt verð. Það er eins og að einhversstaðar sé rangt gefið. Það væri ekki úr vegi að óháðir aðilar með þekkingu á matvælamarkaði segðu okkur frá því hvernig átta þúsund krónu á kílóið fyrir nautasteik skiptist.

Það er í raun óþolandi að íslenskir neytendur þurfi að borga talsvert meira fyrir matvæli en aðrar þjóðir. Það er vísast flókið kerfi á bakvið það hvers vegna verðlagið er eins og það er. Ég kalla bara eftir að þetta verði skýrt fyrir neytendum.

https://www.oecd.org/sdd/prices-ppp/consumer-prices-oecd-01-2024.pdf

https://www.facebook.com/100064873504853/posts/781636684008775/


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Evran, pundið og norska krónan hafa ekki breyst mikið innbyrðis. En krónan hefur lækkað miðað við þá gjaldmiðla. Þannig að ofan á verðbólgu, hærra verð, í þeim gjaldmiðlum bætist hærra verð á gjaldeyri.

Hærri laun allra sem höndla med kjötid, hæstu laun í Evrópu, orsaka svo að kjötid kostar neytendur meira.

Vagn (IP-tala skráð) 18.1.2024 kl. 13:38

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Velkominn á Moggabloggið!

Birgir Loftsson, 19.1.2024 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband