Bloggfćrslur mánađarins, desember 2017

OECD gefur út árangur í vísindum, tćkni og atvinnulífi 2017.

OECD birti í nóvember skýrslu um Vísindi, tćkni og atvinnulíf (Science, Technology and Industry Scoreboard) fyrir áriđ 2017. Í sérstöku yfirliti um Ísland koma í ljós ýmsar upplýsingar um vísindi, tćkni og nýsköpun sem einkennir Ísland.

http://www.oecd.org/sti/scoreboard.htm?utm_source=Adestra&utm_medium=email&utm_content=OECD%20Science%2C%20Technology%20and%20Industry%20%28STI%29%20Scoreboard&utm_campaign=OECD%20Science%2C%20Technology%20%26%20Innovation%20News%2012%2F2017&utm_term=demo

Á Íslandi stunda lítil og međalstór fyrirtćki um 90% af rannsókna og ţróunarvinnu á Íslandi. Ţví má segja ađ stór fyrirtćki, eđa ţau sem hafa fleiri en 250 starfsmenn, verja um 3,2 milljörđum til rannsókna og ţróunar. Í flestum löndum OECD eru ţađ einmitt stór fyrirtćki sem stunda hvađ mestar rannsóknir og er ţá spurt hvort stóru rannsókna og ţróunarfyrirtćkin okkar svo sem Marel, Össur, Íslensk erfđagreining séu ekki ađ reiknast hćrra. Hagstofan gefur engar skýringar á vefsíđu sinni, enda stundar stofnunin almennt ekki greiningu á gögnum sínum. Ţetta er verulega umhugsunarvert og kallar á gegnsći í birtingu gagna.

Tćp 80% af rannsóknum og ţróun eiga sér stađ í ţjónustugeiranum. Á Íslandi eru ţađ einmitt ţjónustufyrirtćki sem eru hvađ mest áberandi í ţekkingargeiranum. Atvinnulíf á Íslandi er verulega háđ erlendri eftirspurn. Tćp 60% af störfum í einkageiranum eru í greinum ţar sem afgerandi er erlend eftirspurn. Ţar má vísast telja ađ ferđaiđnađur sé mjög áberandi. Á sama tíma er framleiđni vinnuafls fremur lág og er tekiđ dćmi af ţví ađ í upplýsingatćkni er framleiđni lćgri en í öđrum iđngreinum. Ţetta vekur upp margar spurningar, sem vísast fást engin svör viđ. Ţađ verđur ađ vera hćgt ađ segja ţegnum ţessa lands hvađ er vel gert og hvađ miđur vel og hvađ veldur.

En Íslendingar eru framarlega ţegar talađ er um notkun á internetinu. Nánast allir Íslendingar (98%) nota internetiđ. Ţá eru Íslendingar öflugir ađ nota netiđ í samskiptum viđ hiđ opinbera og eru ţar fremstir í flokki međ Dönum. Ţá vekur athygli sá árangur sem íslenskir vísindamenn hafa náđ, mćlt í samstarfi viđ erlenda vísindamenn um skrif á vísindagreinum og ţar međ um samstarf í vísindum. Íslenskt vísindakerfi er fremur lítiđ og leit ađ samstarfsađilum leiđir vísindamenn oftast fljótt til útlanda. Auk ţess eru allmargir vísindamenn menntađir í útlöndum og ţví međ góđ tengsl ţegar heim er komiđ.

Ţađ má ţví segja ađ ţađ gangi vel og miđur vel í málefnum vísinda, tćkni og atvinnulífs á Íslandi. Vonandi er ađ ný ríkisstjórn, sem leggur áherslur á ţessi máli, leggi í ţá vinnu ađ greina stöđu og ţróun ţessara mála en láta sér ekki nćgja ţá skýringu ađ hlutirnir séu bara svona.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband