Stjórnmálamenn, nauðsynlegir óvitar eða bjargvættir þjóðar.

Upp á síðkastið hefur dunið á stjórnmálamönnum og -konum, ýmiskonar ádeila, gagnrýni og pirringur vegna mála sem þeir gera ekki, gera illa eða gera ekki eins og fólki hentar best. Þó Seðlabankinn sjái um að hækka vexti sem gerir fjármálastofnanir stærri og sterkari en áður og skuldarar eiga erfiðara um vika að lifa af launum sínum, þá eru það ætíð stjórnmálamenn sem eru þar að baki. Jafnvel þótt þeir segir Seðlabankann sjálfstæðan og taki ákvarðanir sjálfur. Til dæmi hefur Seðlabankinn einungis eitt verkfæri til að fást við verðbólguna, en það eru vextir. Þó eru til fjölmargar aðrar leiðir sem hægt er að fara. Þarna er það stjórnmálamennirnir sem með sannfæringu sinni setja lög. Þetta er ef til vill fólk eins og við hin, en þeir ráða sem sé öllu.

En hvað knýr stjórnmálamenn áfram. Það kann stundum að vera erfitt að sjá. Sumir sjá í þeim siðleysingja aðrir bjargvætti. Þeir skipta svo um ham fyrir kosningar en leggjast þó oft annað hvort í hýði eða reyna að fremsta megni að sinna athyglisþörf sinni. Flestum líður rosa vel í umhverfi alþjóðlegra stjórnmála þar sem þeir geta faðmað og látið vel að erlendum stjórnmálamönnum fyrir framan myndavélarnar, með betri prófílinn að linsunni. Fyrir þetta hljóta þeir verskuldaðan kjánahroll samborgarana.

Stjórnmálamenn eru fólk sem sækist eftir opinberum störfum og vill hafa áhrif á opinbera stefnu. Þeir hafa oft ólíka hvata og markmið, en þeir hafa líka persónueinkenni sem segja má að sameini þá að nokkru leiti. Þessi persónueinkenni geta verið eftirfarandi:

Karakter: Þetta er hæfileikinn til að laða að og hvetja aðra með sjarma, sjálfstrausti og jafnvel framtíðarsýn. Stjórnmálamenn með karakter geta tengst kjósendum og áunnið sér traust þeirra og stuðning.

Traust: Þetta er trúin á eigin getu og gildi. Stjórnmálamenn sem sýna öryggi í fasi, sýnast hafa vald, hæfni og trúverðugleika. Þeir geta líka tekist á við gagnrýni og áskoranir án þess að missa sig.

Ákveðni: Hér er rætt um þrautseigju og þann drifkraft sem þarf til að ná markmiðum þrátt fyrir hindranir og erfiðleika. Sumir stjórnmálamenn geta sigrast á áföllum og jafnframt fylgt framtíðarsýn sinni af ástríðu og festu.

Innsæi: Þetta er hæfileikinn til að skilja sjálfan sig en líka aðra. Þetta á líka við um flóknar aðstæður og málefni. Stjórnmálamenn með innsæi geta skilið ólík sjónarhorn, séð fyrir vandamál og tækifæri og tekið skynsamlegar ákvarðanir.

Sannfæringarkraftur: Hér er til umræðu hæfileikinn til að hafa áhrif á skoðanir og gjörðir annarra með rökfræði, vísan í tilfinningar og svipað. Stjórnmálamenn með sannfæringarkraft geta sannfært fólk um að styðja stefnu þeirra, tillögur eða málstað.

Hreinskilni: Þetta er viljinn til að prófa nýja hluti og tileinka sér nýjar hugmyndir. Stjórnmálamenn sem eru með opinn huga geta lagað sig að breyttum aðstæðum, lært af endurgjöf og nýtt sér lausnir.

Samviskusemi: Hér er átt við það að vera skipulagður, ábyrgur og duglegur. Samviskusamir stjórnmálamenn geta skipulagt fram í tímann, fylgt eftir málum og skilað árangri1.

Þetta eru nokkur af þeim persónueinkennum sem geta hjálpað stjórnmálamönnum að ná árangri á ferli sínum. Hins vegar eru þessir eiginleikar ekki meðfæddir. Hægt er að þróa þá og bæta sig með tíma og með reynslu, aukinni menntun og þjálfun. Þessir eiginleikar eru þó alls ekki nægjanlegir fyrir pólitískan árangur. Aðrir þættir eins og færni, þekking, gildi, tengslanet, auðlindir, heppni og samhengi geta einnig gegnt hlutverki í mótun pólitískra niðurstaðna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband