Bloggfćrslur mánađarins, október 2015

Kynning á tengslum á virkni vísindastarfs og birtingum í Óslo

Í byrjun október hélt Nordisk institutt of studier af innovasjon, forskning og utdannig ásamt NordForsk ráđstefnu um virkni vísinda. Heiti ráđstefnunnar var "20. norrćna ráđstefnan um bibliometrics og rannsóknastefnu". Á ráđstefnunni voru um 70 sérfrćđingar frá 12 löndum og voru fluttar um 30 fyrirlestrar um viđfangsefni sem tengjast viđfangsefni ráđstefnunnar.

Framkvćmdastjóri Greiningarstofu nýsköpunar flutti erindi um tengsl útgjalda til rannsókna og ţróunar hjá opinberum ađilum viđ fjölda birtinga ritrýndra vísindagreina. Niđurstađan var ađ ţróun ţessara stćrđa hélst í hendur frá 2000 til 2009 en ţá virđist eitthvađ hafa gerst. Rannsóknaútgjöld í opinbera geiranum hríđféllu en birtingar virtust nánast halda sínu striki. Miđađ viđ ađ svo virđist sem breytingar í útgjöldum til rannsókna og ţróunar í opinbera geiranum leiđi til breytinga í fjölda birtinga 2 til 4 árum seinna. Hćgt var ţví ađ sjá örlitla fćkkun birtra greina eftir 2009 sem tengja má viđ niđurskurđ til opinberra ađila í efnahagshruninu.

Haldi svo áfram sem horfir ađ útgjöld opinberra ađila til rannsókna og ţróunar hafi lćkkađ verulega má búast viđ ađ fjöldi vísindagreina verđi einnig minni á nćstu árum. Ţetta mun hafa mikil áhrif á vísindasamfélagiđ ef rétt reynist. Búast má viđ ađ dragi úr samstarfi viđ erlenda ađila og ţar međ tekjum frá erlendum sjóđum. Ţađ kann ţó ađ vera hugsanlegt ađ Hagstofa Íslands hafi vanmetiđ útgjöld opinberra ađila til rannsókna og ţróunar á síđustu árum. En framlög hins opinbera til ţessara stofnana virđist ekki styđja ţá ţróun sem stofnunin dregur fram.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband