Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Rannsóknir, þróun og nýsköpun, stefna til árangurs
25.4.2013 | 19:01
Rannsóknir, þróun og nýsköpun er forsenda tæknibreytinga og þar með forsenda hagvaxtar í nútíma efnahagskerfum. Rannsóknir og þróun hefur þó víðara hlutverk enda hefur árangur af þeirri starfsemi áhrif á þekkingarsköpun og dreifingu á meðan hlutverk nýsköpunar er meira á sviði endurnýjunar á afurðum fyrirtækja. Hlutverk Íslendinga í rannsóknum, þróun og nýsköpun er mikilvægur. Árangur þessa starfs er sérlega mikilvægur fyrir alla geira atvinnulífsins enda eru hverskonar breytingar byggðar á því. Tekið hefur verið eftir því hver öflug rannsókna og þróunarstarfsemi er í landinu enda birta íslenskir vísindamenn fleiri ritrýndar vísindagreinar en gengur og gerist í heiminum, miðað við mannfjölda. Gagnsemi þessara vísindagreina eru hægt að sjá á því hve mikið er vitnað í þær af öðrum vísindamönnum.
Íslenskt atvinnulíf er öflugt þegar kemur að rannsókna og nýsköpunarstarfi. Eins og fram kemur á vefsíðunni http://www.rannis.is/greining/toelfraedi-rannis/ eru öflugar rannsóknir í landinu tengdar tölvum og hugbúnaði, efna og lyfjaiðnaði og líftækni. Raunar er atvinnulíf á Íslandi ekki jafn umfangsmikið og í öðrum löndum. Fremur fáar greinar gera sig gildandi hvað varðar rannsóknir og nýsköpun. Árangur af nýsköpun mætti vera meir en eftir því er tekið hve lítill hluti af útflutningi telst til hátækni á Íslandi.
Það er mjög mismunandi hve háðar ólíkar greinar eru rannsóknum og nýsköpun þegar kemur að endurnýjun afurða og aukningu í samkeppni. Sjávarútvegur, ferðamál og álvinnsla eru greinar sem kalla síður eftir rannsóknum og nýsköpun en aðrar greinar á hærra tæknistigi. Þegar skoðaður er hagvöxtur á Íslandi eru þessar greinar allar fremur áberandi en segja má að þar sé byggt meira á magni en verðmætum á hverja einingu.
Í ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um vísindi og nýsköpun kom meðal annars fram: Menntun, vísindi og nýsköpun gegna lykilhlutverki á Íslandi í næstu framtíð. Fjárfesting í þekkingu og mannauði skapar verðmæti og er undirstaða samkeppnishæfni. Áríðandi er því að skilyrði til menntunar, rannsókna og nýsköpunar standist samkeppni á alþjóðavettvangi. Ennfremur að Íslenskt samfélag ver töluvert hærra hlutfalli vergrar landsframleiðslu til rannsókna og þróunar en mörg samanburðarlönd. Afrakstur vísindastarfs vekur athygli en verðmætasköpun ekki jafn hröð og vænta mætti. Fjárveitingar til þróunar og nýsköpunar verða að hafa verðmætasköpun á markaðslegum forsendum að markmiði.
Ljóst er að málefni rannsókna, þróunar og nýsköpunar verður að gera hátt undir höfði. Sofi menn á verðinum er samkeppnishæfni og hagvöxtur í hættu. Til að skoða árangur Íslands í samanburði við önnur lönd er hægt að líta á fjöldann allan af greiningarskýrslum sem eru að finna á vefsíðunni http://thorvald.blog.is/blog/thorvald/entry/1291261/
Vísindi og fræði | Breytt 18.12.2015 kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stefna í málefnum vísinda, tækni og nýsköpunar (Science, technology and innovation policy in Iceland)
3.4.2013 | 13:00
Innlendar og erlendar stofnanir hafa í gegnum árin skoðað stefnumið þjóða á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Gefnar hafa verið út skýrslur af ýmsu tagi sem varða þennan málaflokk. Hér eru gefin nokkur dæmi um greiningu á stefnu Íslands á þessu sviði:
(National and foreign organisations have studied and published data and information about policy in field of science, technology and innovation for Iceland. Reports on these matters are available on the internet. Here are some examples). Compiled by Thorvald Finnbjörnsson, expert on science, technology and innovation policy research, analysis, evaluation, entrepreneur studies and related actions.
Evrópusambandið og stofnanir þess: (EU and different institutions and services)
Meusring European Identity, Discussion on Iceland
The Researchers Report 2012, Country Profile: Iceland
Research and Innovation performance in EU Member States and Associated countries 2013
Socieal Sciences and Humanities in Iceland - 2011 Report
European Trend Chart on Innvation - Iceland
2002
Research and Innovation Observatory (RIO) gefið út af Joint Research Centre.
https://rio.jrc.ec.europa.eu/en
Hér er um að ræða vefsíu með lykil upplýsingum fyrir aðila í stefnumótun og þá sem hafa áhuga af Rannsókna og Nýsköpunarstefnu. Þar er að finna greiningu, umfjöllun, tölfræði og aðferðafræði við hönnun og finnfærlsu rannsókna og nýsköpunarstefnu ásamt mati á þeim málum.
EraWatch Country Report and Country pages EraWatch er hætt að koma út en í staðinn er bent á Research and Innovation Observatory - Horizon 2020 Policy Support Facility (hér fyrir ofan).
2006 (Specialisation report)
Innovation Union competitiveness report - Iceland Öll skýrslan með ESB/EES landa skýrslum
Innovation Union Scoreboard (þar er að finna stöðu og þróun ESB/EES landanna um nýsköpun)
Innovation Union Scoreboard - rafrænt viðmót
Innovation and Innovation policy in Iceland (efni um nýsköpunarmál á Íslandi á vefsíðu Pro Inno)
EU
REsearch and Innovation Projects and results
Innobarometer fyrir 2016
Yfirlit yfir fyrri útgáfur er að finna á síðunni.
OECD
Measuring Tax Support for R&D and Innovation
OECD
OECD STAN DAtabase for Structural Analysis
OECD Science, Technology and Innovation Outlook 2016, On-line útgáfa, má lesa af skjá
OECD Science, Technology and Innovation Outolook 2016, country porifile Iceland
OECD Science, Technology and Innovation Outlook 2012, On-line útgáfa, má lesa af skjá
OECD Science, Technology and Innovation Outolook 2012, country porifile Iceland
Policy mix for Innovation in Iceland - 2006
OECD Science, Technology and Industry Scoreboard - online versions
2016
2015
Education, Research and Innovation policy - A new direction for Iceland
Listi yfir útgáfur frá 1998 til 2015
Measuring Science, Technology and Innovation 2016
OECD Blue Sky Forum on Science and Innovation Indicators
Measuring the Link between Public Procurement and Innovation
ANBERD (Analytical Business Enterprise Research and Development) database
OECD Global Forum on Productivity
MAIN SCIENCE AND TECHNOLOGY INDICATORS
McKinsey Scandinavia
Charting a Growth Path for Iceland
World Economic Forum
The Global competitiveness Report 2015 - 2016 PDF report
The Global competitiveness Report 2014 - 2015 PDF report
The Global competitiveness Report 2013 - 2014 PDF report
The Global Competitiveness Report 2012 - 2013 PDF report
The Global Competitiveness Report 2011 - 2012 PDF report
IMD World Competitiveness Center
IMD World Competitiveness Yearbook 2014 Results Online report 2010 to 2014
World Bank Group and OECD
Innovation Policy Platform (IPP) er samstarfsverkefni World Bank og OECD og er birt á vefsíðu verkefnisins. Þar er að finna þekkingu, mælikvarða og upplýsingar um aðferðir, hönnun, innfærlsu og mat á nýsköpunarstefnu. Hé er hægt að læra hverngi nýsköpunarkerfið vinnur, bera kennsl á góðar aðferðir og gera tölfræðilega greininug og samanburð auk þess að nýta efnið til stefnumótunar í nýsköpun.
STI Outlook 2016 Ísland, upplýsingar á vefsíðu
Bloomberg LP
These are the wrold+s Most Innovative Economics
Vísindi og fræði | Breytt 3.4.2018 kl. 13:28 | Slóð | Facebook
Samfélagslegar áskoranir
1.11.2011 | 22:03
Á síðustu mánuðum hefur borið á umræðu og aðgerðum, í Evrópu og á Norðurlöndunum, varðandi miklar áskoranir gagnvart samfélögum heimsins. Meðal þeirra eru:
- Heilbrigðismál, öldrun, lýðfræðilegar breytingar og velferð
- Fæðuöryggi, sjálfbær landbúnaður og lífrænu efnahagskerfi
- Trygg, hrein og skilvirk orka
- Snjallir, grænir og samþættir flutningar
- Loftslagsbreytingar og skilvirk nýting gæða, þar með talin hráefni
- Öryggi og nýsköpun í samheldnu samfélagi
Þó að hér sé um að ræða umfangsmikil vandamál er hægt að bregðast við þeim og jafnvel skapa þar með ákveðin tækifæri, jákvæð fyrir mörg lönd. En ekkert land, jafnvel meðal þeirra stærstu, er þess umkomið að mæta þessum áskorunum eitt og sér. Því þurfa lönd að sameinast gegn þessum breytingum, áður en þær verða öllum ofviða. Einkennandi fyrir stórar áskoranir er að þær steðja að mjög mörgum löndum, þær eru umfangsmiklar og lausnir þeirra kalla á samstarf landa og svæða um rannsóknir og nýsköpun.
Það hafa dunið á mjög erfiðar efnahagslegar þrengingar á síðustu árum, sem ekki sér fyrir endann á. Efnahagsmálin hafa mikil áhrif á allar þær áskoranir sem nefndar hafa verið. En ljóst er að kostnaður við að mæta þessum áskorunum mun vera umtalsverðaur. Áskoranir þessar kalla einnig á umfangsmikið samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar. Svo umfangsmikið að samfélög heimsins verða að sameinast um að finna á þeim lausnir. En það eru einmitt lausnirnar sem hafa í för með sér ákveðin tækifæri. Á þessu er tekið í stórum áætlunum um rannsóknir og nýsköpun, sem hópar landa hafa, eða eru að koma sér saman um, að framkvæma. Evrópusambandið hefur hinar stóru samfélagslegu áskoranir í brennidepli við hönnun á nýrri rammaáætlun um rannsóknir og nýsköpun sem tekur gildi eftir þrjú ár. Fram til þessa er tekið á áskorunum með margvíslegum hætti.
Norðurlöndin eru að vinna að svipuðum málum svo sem með stórri rannsóknaráætlun um loftslagsbreytingar. Einnig hafa heilbrigðismálin verið þar ofarlega á baugi ásamt viðfangsefnum svo sem varða nýsköpun og velferð. Norrænn samstarfshópur á vegum NordForsk, Rannsóknarráðs Norðurlanda, hefur skilgreint eðli hinna stóru árskoranna þannig: 1) Viðbrögð við hinum stóru áskonunum með rannsóknum og nýsköpun er leið til að framleiða þekkingu með möguleika á að snúa við stórum og aðsteðjandi vandamálum við og gera þau að möguleikum. 2) Ekkert land getur tekist á við áskoranirnar eitt og sér. 3) Það er breið samstaða í Evrópu til að bregðast við áskornunum með rannsóknum og nýsköpun og 4) þessháttar frumkvæði gerir Evrópu að áhugaverðum samstarfsaðila á alþjóðavísu á sviði rannsókna og nýsköpunar til að koma á viðvarandi þróun og ferli á hnattvísu.
OECD löndin hafa látið málið til sín taka. Meðal verkefna OECD á sviðinu er s.k. Ný nálgun og stjórnkerfi fjölþjóða samvinnu á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar til að takast á við hinar stóru áskoranir". Rökstuðningur OECD er sá að mannkynið stendur frammi fyrir fjölda alvarlegra hnattrænna áskorana, svo sem á sviði loftslagsbreytinga, öryggis matvæla og orku og á sviði heilbrigðismála. Aðeins er hægt að taka á þessum viðfangsefnum í hnattrænu samstarfi þar sem bæði uppbygging, eðli og áhrif þessara áskorana eru hnattrænar. Vísindi, tækni og nýsköpun hafa stóru hlutverki að gegna í viðbrögðum við hinar stóru áskoranir. Samræming og regluverk alþjóðastarfs á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar er mjög mismunandi og þarf að samræma, en það er hlutverk verkefnis OECD sem nefnt var. Markmið þessa samstarfs OECD ríkjanna er að koma á leiðbeiningum og dreifa þekkingu og upplýsingum um hvernig best er að taka á málum.
Spurning er hvort allar áskoranir séu stórar áskoranir. Hugtakið á uppruna sinn í hinni s.k. Lundar yfirlýsingur frá því í júlí 2009 þegar Svíar voru í forsæti Evrópusambandsins. Þar kom fram að áskoranirnar eru samfélagslegar í eðli sínu þó þær geti átt uppruna sinn í náttúrinni, viðskiptalífinu eða hinu félagslega kerfi. Spurning er líka gagnvart hverjum eru þessar áskoranir. Eru þær gagnvart heiminum öllum eða e.t.v. vissum heimsálfum eða jafnvel smærri heildum.
Í Lundaryfirlýsingunni, frá sérfræðingahópi Evrópska rannsóknasvæðisins, undir stjórn Prófessors Luke Georghiou, kemur fram að rannsóknir og þróun í Evrópu verði að hafa hinar stóru áskoranir í brennidepli og að grípa verði til nýrra aðferða til að sporna við þeim. Þetta kallar á nýjan sáttmála meðal landa í Evrópu og stofnana þeirra sem byggir á samstarfi og trausti. Það þarf að bera kennsl á og bergðast við hinum stóru áskorunum með því að virkja bæði opinbera geirann og einkageirann í samstarfi. Síðan er hvatt til þátttöku í samstarfi við að sporna við hinum stóru áskorunum.
Ljóst er að rannsóknir og þróun í heiminum eru að taka meira og meira mið af hinum stóru áskorunum. Stór hagkerfi eins og Evrópusambandið eru að þróa áætlanir til að takast á við hinar stóru áskoranir. Hin s.k. Sameiginlega átaksáætlunin (Joint Programming) og Tæknilega samstarfsstefnan (Technology Platform) eru góð dæmi um það en þar eiga Íslendingar aðgang. Íslendingar geta tekið þátt í hinu hnattræna samstarfi t.d. í gegnum ríkjahópa sem þeir tilheyra. Þetta getur verið á vettvangi Norðurlanda, EES landa, OECD eða annað sem við á. Þá þurfa íslendingar að skilgreia hlutverk sitt og aðkomu. Bent er á að mikilvægt sé að takast á við verkefni eins og Framtíðarsýn eða sviðsmyndir til að undirbúa slíkt starf. Ísland hefur raunar tekið þátt í Norrænu samstarfi um að spyrna við hinum stóru áskorunum. Þetta með þátttöku í Topprannsókna frumkvæði Norrænu ráðherranefndarinnar (Toppforsknings initiative). Þetta er Norrænt samstarf sem nær yfir allt hið Norræna samstarfsnet.
Íslendingar hafa ekki tekið skipulega á málum sem varða hinar stóru áskoranir á sama hátt og margar aðrar þjóðir eru að gera. Nokkur lönd hafa þegar sett á stofn aðgerðir gegn þessum áskorunum inn í tengslum við rannsókna- og nýsköpunarstefnu sína og hafa skipulagt aðgerðir til að sporna við þeim. Sem fyrr segir eru þessar áskoranir um leið ávísun á vissa möguleika í atvinnulífi þjóða. Sem dæmi má nefna að loftslagsbreytingar eru að valda minnkun á ísmagni í norðurhöfum og því opnun siglingarleiða. Jafnframt hefur lífríki í sjónum tekið breytingum við hlýnun loftslags. Þeir þættir sem falla innan skilgreiningar á hinum stóru áskornunum eru raunar meðal viðfangsefna margra landa á ýmsum sviðum. Víða er unnið að grænum hagvexti og grænni nýsköpun, heilbrigðismálum, félagsmálum og fjölda annarra viðfangsefna þó ekki sé endilega tekið á hinum stóru áskorunum í heild.
Íslendingar geta skilgreint verkefni um framsýni og sviðsmyndir til að auka skilning sinn á þeim afleiðingum sem hinar stóru áskoranir geta haft. Þá getur hið opinbera tekið þessa þætti til greina við stefnumótun á sviðum rannsókna og nýsöpunar, félagsmála, efnahagsmála, heilbrigðismála, umhverfismála og almennt á þeim vettvangi sem passar hverju viðfangsefni hvað best. Mjög góð leið er þó að taka þátt í rannsókna- og nýsköpunarstarfi þjóða á Norðurlöndum og í Evrópu.
Viðauki til upplýsingar:
Heilbrigðismál, öldrun, lýðfræðilegar breytingar og velferð
Hin mikla áskorun í þessum flokki er að bæta heilbrigði á líftíma fólks og velmegun almennt.
Lýðfræðileg vandamál eru svo sem öldrun, búferlaflutningar, fátækt, úflokun og ýmiss heilbrigðisvandamál. Einnig er að skilja afgerandi viðfangsefni heilbrigðismála, bæta heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma. Önnur markmið eru að bæta forvarnir, eftirlit og skilning á sjúkdómum en einnig sjúkdómsgreiningu og meðferð sjúkra og að upplýsingar um heilbrigðismál komi að sem bestu gagni. Þá má nefna tæki, tól og aðferðir við meðhöndlun, að gera öldruðum kleift að sjá um sig sjálfa sem lengst og fleira.
Fæðuöryggi, sjálfbær landbúnaður og lífrænu efnahagskerfi
Áskorunin hér er að koma á sjálfbæru framboði á öruggum og hágæða matvælum og öðrum lífrænum afurðum gegnum skilvirka framleiðslu. Þá skal stefnt að því að breyta afurðum að lág-kolefna afurðum sem unnin eru á lífrænan hátt.
Markmið eru meðal annarra að bæta framleiðsluaðferðir og að fást við loftslagsbreytingar þar sem gætt er hugtaka svo sem sjálfbærni og þol. Matvæli skulu vera örugg og heilsusamleg fæða fyrir alla. Fiskveiðar skulu vera umhverfisvænar og sjálfbærar og fiskeldi verði samkeppnishæft. Áherslur skal leggja á nýsköpun í tengslum við afurðir úr hafinu.
Trygg, hrein og skilvirk orka
Áskorunin hér er að tryggja umbreytingu að áreiðanlegum, sjálfærum og samkeppnishæfum orkukerfum. Leitast skal við að draga úr orkuskorti auka orkuþörf og huga að loftslagsbreytingum.
Grænt hagkerfi með endurnýjanlegum orkugjöfum bæði af hagrænum og umhverfisástæðum og skilvís notkun á orku.
Markmiður að auka stórlega tækni og þjónustu fyrir snjalla og skilvirka orkunotkun. Hvetja til að stunda snjallan rekstur borga og samfélaga. Taka nýja orkugjafa í notkun, svo sem vind og sólarorku og vinna að samkeppnishæfum og umhverfisvænni tækni til að draga úr kolefnisnotkun. Lífræn orka er áhugaverður valkostur ef hún er samkeppnishæf og sjáfær.
Snjallir, grænir og samþættir flutningar
Áskorunin er að koma á flutningakerfi sem er skilvirkt og umhverfisvænt en um leið öruggt og til hagsbóta fyrir einstaklinga, hagkerfið og samfélagið.
Meðal markmiða er að gera flugvélar, bíla og skip kleyft að ganga á hreinum orkugjöfum og bæta þar með umhverfisáhrif núverandi flutninga. Þróa snjallar lausnir í tækjum, búnaði og innviðum og bæta flutninga í dreifbýli. Draga verulega úr umferðarhnútum og bæta hreyfanleika fólks og afurða. Koma þarf á nýrri stjórnun fyrir flutninga og draga úr slysum í umferðinni. Huga þarf að næstu kynslóð af flutningatækjum og markaður fyrir þau skal komið á.
Loftslagsbreytingar og skilvirk nýting gæða, þar með talin hráefni
Hér má sjá áskoranir sem að uppná skilvirkni og hagkerfi óháð loftslagsbreytingum sem mætir þörf á vaxandi fjölda íbúa í heiminum. Aðgerðir ættu að auka samkeppnishæfni og bæta velmegun íbúanna á meðan umhverfisáhrifum er haldið í lágmarki.
Með þessu má uppná markmiðum svo sem að bæta skilning á loftslagsbreytingum og koma á góðum spá aðferðum fyrir breytingar á loftslagi. Þá þarf að styðja við stefnu um flutninga fólks á milli svæða. Bæta skilning á vistkerfinu og samskiptum þess við félagleg kerfi og hlutverk efnahagslífs í velferðarmálum. Þá þarf að bæta skilning á aðföngum að hráefni og tala fyrir sjálfbæru framboði og notkun á hráefnum og finna valkosti við notkun þeirra. Þá þarf að styrkja græna nýsköpun og tækni, ferla og þjónustu til að auka markaðsþátt þeirra. Vinna þar fyrir um stefnu í nýsköpunarmálum og huga að breytingum á samfélaginu í tengslum við það. Leggja áherslu á að koma á grænum hagkerfum .
Öryggi og nýsköpun í samheldnu samfélagi
Meðal áskorana er að koma í veg fyrir útilokun og koma á nýskapandi og öruggum samfélögum í tengslum við ófyrirséðar en neikvæðar breytingar af ýmsu tagi.
Hér er átt við að hvetja til snjallra lausn um sjálfæran vöxt samfélaga. Mikilvægt er að í samfélögum séu ekki hópar sem hvergi eiga heima og eru utanvið samfélag fólks. Bæta þarf samstarf um rannsóknir og nýsköpun meðal þjóða. Þá þarf að styrkja við ný form af nýsköpun þar með talin félagsleg nýsköpun og sköpunarvilja. Samfélagið þarf að virkja í tengslum við rannsóknir og nýsköpun og koma þarf á virkum samskiputm milli þjóða, jafnvel fjarlægra. Takast á við glæpi og hryðjuverk og gera landamæri örugg. Þá þarf að bregðast við margvíslegum kreppum og ógnunum
Önnur flokkun er:
(Northern Climate and Environment)
(Sustainable Energy)
(Dialogue of Cultures)
(A Healthy Everyday Life for All)
(Knowledge and Know-how in the Media Society)
(Ageing Population and Individuals).
Umræða var um hinar miklu samfélagslegu áskoranir á Nýsköpunarþingi 1 nóvember 2011.
Umfjöllin Rannís
Umfjöllun Nýsköpunarmiðstöðvar
Umfjöllun mbl.is
Umfjöllun visir.is
Umfjöllun ruv.is
Umfjöllun iðnaðarráðuneytis
Umfjöllun iðnaðarráðuneytis um samfélagsáskoranir
Vísindi og fræði | Breytt 18.12.2015 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)