Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Frumkvöðlastarf kvenna
27.3.2020 | 11:17
Greiningarstofa nýsköpunar í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sjö Evrópulöndum; Ísland, Ítalía, Spánn, Frakkland, Kýpur Þýskaland og Svíþjóð undirbýr nú verkefnið Women at work eða W@W.
Markmið verkefnisins að auðvelda konum að starfa sem frumkvöðlar en einnig að bæta þekkingu og hæfni þeirra á því sviði . Verkefnið miðar að því að ná til kvenna sem hafa nokkra reynslu af atvinnulífi annað hvort sem launafólk eða með eigin starfsemi.
Hópi kvenna verður boðinn aðgangur að verkefninu án endurgjalds sem felst í því að fá þjálfun og aðgengi að verkfærum til að auka þekkingu þeirra á viðfangsefnum frumkvöðlastarfsemi. Með verkfærum er átt við aðgengi að gögnum á netinu. Dæmi um þessi viðfangsefni eru ; mannleg færni (Soft skills), viðskiptafærni (Hard skills) og færni sem varðar tölvur og snjalltæki (Digital skills).
Í upphafi verður byrjað á því að kanna þekkingu kvenna á umhverfi frumkvöðlamála. Þá er tekið mið af frumkvöðlaumhverfi í hverju landi. Með þetta í huga er síðan hannað námsefni og verkfæri fyrir konurnar til að hagnýta sér í starfsemi sinni.
Í framhaldi er haldið námskeið, en markmið námskeiðsins er að auka og dýpka þekkingu kvenna með því að þjálfa þær í að reka lítið fyrirtæki. Meðal þess sem tekið verður fyrir á námskeiðinu er; stjórnun, færni í markaðsmálum, gæðamál, eigin framleiðslu, þátttaka í vörusýningum og ýmiskonar kostnaðar og tekjureikningar svo eitthvað sé nefnt.
Verkfærin verður hægt að nálgast á vefsíðu þar sem er að finna gagnlegt efni fyrir konur um frumkvöðlamál. Á síðunni verður einnig hægt að eiga samskipti og skiptast á þekkingu og einnig leita leiðsagnar um viðfangsefni frumkvöðlastarfs. Þar verður einnig hægt að selja eigin afurðir í gegnum vefsölu.
Annað verkfæri verður hægt að nálgast á vefsíðunni, en það er styrkleikamat sem metur þekkingu og styrk á sviði frumkvöðlastarfsemi. Konur sem ljúka styrkleikamatinu geta nálgast niðurstöður sínar í gegnum vefsíðuna. Þessar niðurstöður eru afar gagnlegar fyrir konur sem hugleiða að verða frumkvöðlar enda kemur þar fram hve vel þær eru undirbúnar.
Facebook: https://www.facebook.com/WomenAtWorkproject
Vefsíða: http://womenatwork-project.eu/
Instragram: Women_workproject
Könnun meðal kvenna í frumkvöðlastarfi er hér.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Baráttan um störfin
5.3.2019 | 11:48
Efnahagsstaða hverrar þjóðar byggist á því að hafa nægt framboð starfa sem standa undir góðum lífskjörum. Að skapa ný störf og og stuðla að frumkvöðlahugsun ásamt því að móta heildstæða atvinnu-, mennta- og vinnumarkaðs stefnu ætti að vera sameiginlegt verkefni stjórnvalda, samtaka launafólks og atvinnurekenda. Stjórnendur framhaldsskóla og háskóla þurfa einnig , með meira afgerandi hætti, að taka þátt í mótun atvinnulífs og hugsa út fyrir aðalsnámskrá. Nemendur vilja ekki bara útskrifast, þeir vilja menntun sem leiðir til atvinnutækifæra. Því er mikilvægt að yfirvöld skólamála sjái fyrir þær breytingar sem verða á kröfum atvinnulífs til færni og miði námsframboð að því.
Skýrari stefnu er þörf þegar horft er til uppbyggingar atvinnulífs hér á landi. Ljóst er að efla þarf færni í raungreinum og fjölga tæknimenntuðu fólki ef íslenskt efnahagslíf á að þrífast á 21. öldinni og íslenskur markaður að vera samkeppnisfær.
Stefnan byggir meðal annars á því að við spyrjum okkur hverskonar samfélag við viljum vera. Viljum við vera hálauna eða láglaunasamfélag. Við höfum að nokkru leiti valið okkur leið sem láglaunaland á meðan áhersla á að skapa hálaunastörf hefur ekki verið fylgt eftir. Þá ber að fagna orðum forráðamanna ríkisstjórnarinnar að stefnumótun í málefnum rannsókna og nýsköpunar sé á dagskránni. Hér hefur verið slegið slöku við um árabil. Stefna í málefnum rannsókna og þróunar hefur vissulega verið mörkuð en í málefnum nýsköpunar hafa frumkvöðlar og fyrirtæki búið við lítinn skilning stjórnvalda. Bent er á að sjóðir í eigu landsmanna séu góður hvati til nýsköpunar og sköpunar verðmætra starfs. En þess má geta að þessir fáu sjóðir eru litlir og afar takmarkaður hvati í samkeppni við önnur lönd. En það er þó ekki þörf á að vanþakka það sem þó er gert. Mælingum að aðföngum til rannsókna og nýsköpunar hefur varla verið gefinn gaumur síðustu 10 árin, sem þýðir að við mælum þessa þætti í ótímabæru gorti stjórnvalda. Slakar mælingar og þar með birting upplýsinga um rannsóknir og nýsköpun standa íslenskum vísindum og nýsköpun fyrir þrifum.
Ísland er hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem hörð samkeppni ríkir um góð störf og sú samkeppni mun fara vaxandi ef tekið er mið af þróun atvinnutækifæra hér á landi undanfarin ár. Þegar horft er til stöðunnar á vinnumarkaði á heimsvísu kemur fram áhugaverð tölfræði. Af um það bil sjö milljörðum einstaklinga í heiminum í dag er talið að um það bil þrír milljarðar einstaklinga skapi verðmæti af einhverju tagi eða eru að leita að slíku starfi þar sem það er hægt. Vandinn felst í því að einungis eru um 1.2 milljarða heilsdagsstarfa á vinnumarkaðinum á heimsvísu sem þýðir að hugsanlega vantar 1.8 milljarða starfa fyrir atvinnubæra einstaklinga og/eða í atvinnuleit. Þetta samsvarar því að um það bil 25% af fólksfjölda jarðarinnar eru að leita sér að starfi. Barátta um störf þarfnast allra mögulegra úrræða sem hægt er að grípa til.
Á Íslandi var staðan árið 2018 sú að atvinnuþátttaka var um 76%, hlutfall starfandi 72% og atvinnuleysi 5,5,%.
Skortur á störfum, sem standa undir góðum lífskjörum, hefur löngum verið ástæða hungurs, mikilla fólksflutninga, illrar meðferðar náttúruauðlinda, öfga, og breikkandi bils á milli ríkra og fátækra. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda hvar sem er í heiminum er að taka á þessu vaxandi ójafnvægi í heiminum og takast á við nýtt verkefni þ.e. að skapa störf. Árið 2010 gerði Gallup könnun sem bar heitið; The state of global workplace: A worldwide study og employee engagement and wellbeing. Megin niðurstöður þessarar könnunar eru eftirfarandi:
- Framhaldskólar, tækniskólar og háskólar eru lykiluppspretta fyrir sköpun starfa.
- Stærsta vandamálið sem alheimurinn horfist í augu við er takmarkað framboð starfa.
- Frumkvöðlun er mikilvægari en nýsköpun.
- Brottfall í skólum er kostnaðarsamt hverju samfélagi.
- Störf verða til þar sem nýir viðskiptavinir birtast.
- Útflutningur er undirstaða velgengni.
Ef þessi samantekt er sett í samhengi við íslenskan veruleika þá er ljóst að stjórnvöld á Íslandi komast ekki hjá því að taka þátt í baráttunni um að efla atvinnutækifæri hér á landi þar sem að öðrum kosti munu lífskjör hér á landi versna í alþjóðlegum samanburði. Meiri verðmætasköpunar er þörf til að hægt sé að búa við þau lífskjör sem við teljum ásættanleg. Ljóst er að hlúa þarf að frumkvöðlum fólki sem skapar verðmætan rekstur og störf út frá hugmyndum. Hlúa þarf að þætti frumkvöðlahugsunar hjá núverandi kynslóð, börnunum okkar. Annars er nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi tilviljanakennd og jafnvel háð heppni. Ef við orðum þetta á annan hátt ,,Góðir viðskiptamenn skipta meira máli en nýjar hugmyndir. Við erum að renna út á tíma ef bíða á eftir góðu augnabliki eða heppninni. Átaks er þörf til að fjölga störfum með auknum umsvifum í atvinnulífinu. Er staðan sú að hlúð er meira að nýsköpun heldur en frumkvöðlastarfsemi?
Við þurfum öfluga leiðtoga bæði innan ríkistjórnar og í viðskiptalífinu því þeir munu hafa mótandi áhrif á atvinnulíf borga og sveitarfélaga. Hægt er að leiða hugann að tveimur borgum sem staðsettar eru í sitthvorum heimshlutanum: Singapore og Havana. Lee Kuan Yew (staða hans, þjóðarleiðtogi, stjórnmálamaður?) lagði grunnin að Singapore og Fidel Castro (þjóðarleiðtogi) lagði grunninn að Havana um það bil á sama tíma og við álíka aðstæður. Singapore er í dag eitt af framsæknustu nútímasamfélögunum með sterkt efnahagslífi og framboð á störfum. Líta má á Havana sem efnahags- og samfélagslegt slys. Ein borgin virkar en hinn virkar ekki. Munurinn á þessum borgum felst í sýn og stjórnun leiðtoga þeirra sem lögðu grunnin í upphafi.
Baráttan um störfin milli 1970-2000 breytti öllu í heiminum, við lesum ekki um það í sögubókum en við getum lært margt af þessu tímabili. Allt hófst þetta með því að í Kaliforníu söfnuðust saman frumkvöðlar sem byggðu upp tækniiðnað sem leiddi til þess að milljón starfa urðu til. Lærum af þessum tíma, hvað fór þar fram sem gerði það að verkum að milljón starfa urðu til/sköpuðust.
Það sem einkennir samkeppnishæfni ríkja er að þau nýta tækni, menntun, innviði, efnahagsstjórn og fjárfestingaumhverfi og byggja á þessum innviðum. Ein vinningsleiðin er sú að byggja á sterkum innviðum og setja meira hugvit en keppinautarnir í það sem búið er til í hverju landi.
Íslenskt atvinnulíf þarf að búa til fleiri og betri störf og til þess eru margir möguleikar. Sækja þarf enn betur fram á sviði iðnar og tækni og mennta og útskrifa einstaklinga sem geta nýtt þau tækifæri sem þegar eru fyrir hendi og skapað enn fleiri tækifæri. Því miður er það svo í dag að sá algengi misskilningur er fyrir hendi að iðn- og tækni menntun sé ekki álitin nægilega góð menntun og því sækja of fáir hæfileikaríkir einstaklingar í nám á þessu sviði. Þessu viðhorfi þarf að breyta. Til að upplýsa betur um stöðu iðn- og tæknimenntunar hér á landi þá eru það um 15% háskólanema sem útskrifast með raunvísinda- og tækni menntun en sambærileg tala er 21% í Evrópu. Það er mikilvægt að mennta fólk á háskólastigi en við þurfum líka fólk sem lærir að vinna en lærir ekki bara vísindi og kenningar. Menntakerfið í Finnlandi er álitið með þeim betri í heiminum en samt er atvinnuleysi ungs fólks þar um 19%. Þetta er fólkið sem á að byggja upp framtíð Finnlands, hvað ef það fær ekki tækifæri til að vinna og læra nýja færni. Þar hefur atvinnuleysi ungs fólk verið um 20%.
Mikilvægt er að standa sig vel í samkeppni sem á sér stað milli landa. Til að svo geti orðið þarf að huga að lífskjörum landsmanna og starfsumhverfi þeirra. Það þarf að skapa verðmæti og þar með landsframleiðslu sem getur leitt til þessara þátta. Samkeppni er um ný störf. Starfskjör frumkvöðla ráða þarna miklu um. Þeir skapa ný störf sem þá leiða til verðmætasköpunar og arðsemi. Það er í raun samkeppni um hvert nýtt starf sem kemur til.
Viðskipti og fjármál | Breytt 8.3.2019 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sprotafyrirtæki eða ekki sprotafyrirtæki
20.7.2016 | 08:58
Það virðist vera gróska í ýmiskonar nýsköpunarstarfsemi hér á landi eins og víða annarsstaðar. Fram kemur í Innovation Union Scoreboard (stigatafla ESB um nýsköpun), að Ísland sé í 13. sæti yfir lönd í Evrópu hvað varðar nýsköpunarvirkni.
http://ec.europa.eu/growth/industry/innovation/facts-figures/scoreboards_en
Þó kemur þar fram að raunar er Ísland nánast að sýna sömu nýsköpunarvirkni og árið 2008 og á sama tíma eru önnur lönd að sýna nokkra, þó mismikla framför. Þetta er áhyggjuefni þar sem nýsköpun er forsenda framfara og hagvaxtar jafnvel til skemmri tíma.
Svo virðist sem opinberir aðilar og einkageirinn séu að leggjast á eitt um að bæta málefni nýsköpunar. Hið opinbera leggur fé í opinbera nýsköpunarsjóði og endurgreiðir hluta útgjalda til rannsókna og þróunar. Bæði er þetta afar mikilvægt fyrir fyrirtæki í nýsköpun sem jafnan eru að byggja upp markað fyrir nýjar eða verulega breyttar afurðir. Öðru hvoru koma fram fyrirtæki sem hafa skarað framúr en þau það flest sameiginlegt að hafa átt í góðum tengslum við hið opinbera og gjarnan þegið þaðan fé til nýsköpunarstarfa. En fjármagn er ekki það eina sem lítil og ung fyrirtæki í þekkingarfrekum greinum þarfnast. Þar kemur til skortur á ýmisskonar þekkingu varðandi rekstur sem getur farið illa með nýsköpunarfyrirtækin.
Almennt er talað um að sprotar eða sprotafyrirtæki sé hugtak sem er sameiginleg með nýsköpunarfyrirtæki. En þarna er alls ekki um sama hlut að ræða. Sprotafyrirtæki eru skilgreind á sérstakan, nokkuð þröngan hátt á meðan nýsköpunarfyrirtæki eru með nokkuð víðari skilgreiningu.
Sprotafyrirtæki eru venjulega sprottin upp úr rannsókna- eða þróunarverkefnum einstaklinga, þróunarhópa, háskóla, rannsóknastofnana eða annarra fyrirtækja og byggjast á sérhæfðri þekkingu, tækni eða öðru nýnæmi. Gengið er út frá því viðmiði að árlegur þ róunarkostnaður sprotafyrirtækja sé að jafnaði yfir 10% af veltu. Fyrirtæki hættir að teljast sprotafyrirtæki þegar þ að hefur verið skráð í kaup höll sem öflugt tæknifyrirtæki eða náð árlegri veltu sem nemur einum milljarði íslenskra króna
Heimild: http://www.si.is/media/sportafyrirtaeki/Sproti2005-future.pdf glæra 5/49
Nýsköpunarfyrirtæki eru jafnan talin þau sem vinna að því að koma með nýja eða verulega breytta afurð, fyrir fyrirtækið sjálft eða markaðinn sem það vinnur á, starfar á nýjan hátt, hefur skipulagt starfsemi sýna á nýjan hátt eða gert eitthvað nýtt.
Það skiptir vísast ekki öllu máli hvort fyrirtæki heitir sproti eða nýsköpunarfyrirtæki eða eitthvað annað, ef það er að skila arði eða líklegt að svo verði í náinni framtíð. Það þarf bara að aðlaga umhverfð að því að ný fyrirtæki sem oft eru með litla fjárhagslega eða þekkingarlega burði eru að vaxa úr grasi. Nýsköpunarumhverfi á Íslandi er almennt talið jákvætt. Undantekningin er reyndar sú að aðgengi að fjármagni er enn af frekar skornum skammti, þó mikið hafi gerst á því sviði. Markaðurinn sem þessi nýju fyrirtæki hafa til að ná árangri á er oft mjög lítill þannig að þau þurfa að fara fremur fljótt í útrás. Það er svo sem ekki mjög mikill munur á þeirri stöðu og fyrirtæki í litlum löndum standa frammi fyrir þó vissulega sé smá stigs munur á. Þetta á nefnilega líka við norsk og dönsk fyrirtæki. Þó markaður þeirra sé mörgum sinnum stærri er hann oft fljótur að mettast.
Þó er það sjálfsagt að kalla hlutina réttum nöfnum, ekki minnst þar sem verið er að byggja upp innviði og stoðkerfi sem er aðlagað er að ungum fyrirtækjum með sérstök einkenni, svo sem hvað varðar tæknistig, markað, þekkingar- og færniþörf og fleira. Stuðningur við sprotafyrirtæki passar vísast ekki fyrirtækjum í greinum með lægra þekkingar- og færnistig en stuðninginn þarf að laga að öllum fyrirtækjum sem talin eru eiga erindi á markað án tillits til í hvaða flokk þau falla.