Færsluflokkur: Kjaramál

Drekarnir þrír í verkalýðshreifingunni

Flestir eru sammála um að verkalíðsmál verði fyrirferðarmikil í vetur. Fjöldi samninga milli atvinnurekenda og launþega eru þegar lausir og aðrir að losna innan skamms. Á sama tíma er nokkuð ljóst að draga muni úr þeim hagvexti sem hefur ríkt um langa hríð. Verkalýðshreyfingin kallar á lágmarkslaun og aðgerðir hins opinbera en vinnuveitendur eru uggandi og kalla eftir norrænni skynsemi. Hin norræna skynsemi, í þessu tilfelli vinnumarkaðsmódel sem tekur mið af almennum hagvexti, er svolítið erfitt að nota eins og að sauma bútasaum. Hin norðurlöndin hafa byggt upp efnahagskerfi og félagslegt kerfi sem hægt er að aðlaga vinnumarkaðskerfið að á skynsaman hátt. Við sem höfum líklega aldrei haft skynsamlegt efnahagskerfi en erum svolítið að ná áttum hvað varðar félagslegt kerfi getum því ekki nýtt okkur hið norræna kerfi sem hefur vaxið fram með skynsamlegri samfélagsmynd.

Vísast verður erfitt að ná samningum. Drekarnir þrír sem nú ráða ríkjum í veraklíðshreyfingunni eru ekki líklegir til að sýna þolinmæði eftir að bæði hið opinbera og kannski síður atvinnulífið hafa með launastefnu sinni sýnt af sér litla ábyrgð. Með því að skapa hálaunastétt verðlaunakálfa sem sjaldnast eiga skilið þau ofurlaun sem þeir hafa hefur millilauna fólkið verið skilið eftir. Það er þó sá hópur sem heldur samfélaginu uppi, ekki papmpar sem njóta sérréttinda í skjóli óskiljanlegra ástæðna. Það væri áhugavert að skoða stofnun ársins 2018 sem SFR tekur saman og sjá laun forstöðumanna sem metnar eru bestaar og þær sem metnar eru síður góðar. Spruning hvað er verið að greiða forstöðumönnum í neðstu sætum fyrir árangur sem er ekki meginn sérlega góður.

Á meðan margar stofnanir samfélagsins loga stafnanna á milli stendur þetta millilaunafólk vaktina og lætur hlutina ganga. Hvort það eru heilbrigðisstarfsmenn, eða aðrar stéttir sem háðar eru misvitrum ákvörðunum stjórnmálanna, þá er það fólkið í landinu sem stendur sig ávalt mjög vel, þó aðrir þakki sér jafnan árangurinn.

Það má búast við, ef drekarnir í verkalýðsdreifingunni standa við stóru orðin, að vinnudeilur og verkföll muni blasa við okkur fram á vorið. Spurning hvort stjórnmálin taki sig á og byggi upp skynsama þjóðfélagsgerð er svo eitthvað sem á eftir að koma í ljós.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband