Færsluflokkur: Samgöngur
Íslenskir ferðamenn í eigin landi gjaldtaka og annar kostnaður
14.12.2018 | 12:17
Fjöldi íslendinga sem ferðast um landið sitt hefur verið að aukast ár frá ári. Fólk hefur verið að kaupa hjólhúsi, fellihýsi og ýmiskonar vagna til að ferðast með. Þetta er í raun ágætis ferðamáti. Fólk keyrir frá einu tjaldstæði til næsta, ferð í gönguferðir, ferðir inn á hálendið eða almennt gera sér ýmislegt til skemmtunar. Akstur um landið kostar mjög mikið í bæði eldsneytiskostnað og uppihald. Þá er stopp á tjaldstæðum ekki ódýrt. Tjaldstæði reyna að hafa ákveðna lágmarksþjónustu á staðnum fyrir alla ferðamenn. Þó má segja að metnaður sveitarfélaga er afar misjafn hvað varðar framboð af þjónustu og kostnað við hana. Það er önnur saga sem mætti segja.
Íslenskir ferðamenn í eigin landi hafa alltaf verið til staðar en til viðbótar höfum við stóran fjölda erlendra ferðamanna sem allir deila hræðilegu vegakerfi landsins. Það er stórhættulegt að keyra um landið á þröngum, meira og minna ónýtum vegum, með mismundandi góðum bílstjórum. Slysum hefur fjölgað en það hefur í för með sér mikinn kostnað og enn meiri vanlíðan.
Á ferðum okkar verjum við stórum hluta eldsneytiskostnaðar í uppbyggingu vegakerfisins. Á vefsíður FIB segir Af um 80 milljarða króna sköttum sem áætlað er að bílar og umferð skili á næsta ári eiga 29 milljarðar að fara til vegaframkvæmda og vegaþjónustu. Rúmlega 50 milljarðar fara í önnur ríkisútgjöld. Fram hefur komið að vegatollar eigi að skila 10 milljörðum króna til viðbótar á ári. Bílaskattar verða þá komnir í 90 milljarða króna. Að bjóða ökumönnum almennt uppá að rúmlega 60% af sköttunum sem á að fara í vegaframkvæmdir séu setta í hítina stóru er fremur óhentugt.
Það er því mjög kostnaðarsamt fyrir íslenska ferðamenn á Íslandi að ferðast um landið sitt. Það er stórhættulegt og rán dýrt. Þegar ferðamaðurinn hefur tankað fullan tank af rándýru eldsneyti fer hann í sjoppuna og fær sér hamborgara og kók. Þetta kostar hátt á þriðja þúsund. Hann fer síðan á tjaldstæðið að gera klárt fyrir nóttina og fær þá, í boði viðkomandi sveitarfélags að borga frá 1.500 á mann og frá 1.000 fyrir rafmagn. Stundum eru einkaaðilar með tjaldstæðin en það virðist ekki breyta miklu. Allir borga smá upphæð í gistináttagjald, kostnað við gistingu og rafmagn. Það er því aðeins á færi hinna efnameiri að ferðast um eigið land.
Umræða um gjaldtöku á hinum ýmsu ferðamannastöðum hefur farið hátt. Menn vilja byrja á að setja á gjaldtöku fyrir hina ýmsu þætti ferðaþjónustu en oft hefur ekkert verið gert til þess að réttlæta þessa gjaldtöku. Það er tæplega rétt að rukka fólk fyrir þjónustuna sem ferðamenn næsta árs munu njóta. Ferðaþjónusta virðist gang út á gjaldtöku ekki það að veita þjónustu geng eðlilegu gjaldi. Það er eitthvað verið að gefa vitlaust hérna.
Íslenskir ferðamenn í eignin landi eru orðnir langþreyttir á þessum hörmulegu aðstæðum sem boðið er uppá. Það er dýrt og hættulegt að fara um okkar fallega land. Margir hafa lagt í talsverða fjárfestingu til að geta ferðast um landið, ekki alltaf meðvitaðir um aðstæður og þjónustu.
Líklega er ekki svo vitlaust að selja hjólhýsið og fara bara til Tene, það er líklega talsvert ódýrara, þjónustan byggir á að ferðamaður fái verðgildir fyrir peningana sína og hættan er talsvert minni.