Færsluflokkur: Menning og listir

Snóker, leið að betri námsárangri í stærðfræði

Sífellt er leitað leiða til að auðvelda námsfólki námið. Aðferðir sem ekki eru hefðbundnar hafa verið skoðaðar og hefur Framkvæmdastjórn ESB lagt aukna áherslu á slíkar aðferðir. Ein áhugaverð leið sem hefur verið farin er tilraunin, Skák eftir skóla en mennta og menningarmálaráðherra skipaði nefnd í janúar 2013 til að kanna kosti skákkennslu í grunnsólum og áherslu hennar á námsárangur og félagslega færni.

Niðurstöður skýrslu nefndarinnar var fremur jákvæð, enda má segja að flestir telji skák áhugaverða hugaríþrótt.

Nú er í undirbúningi að skoða hvort snóker geti haft sömu áhrif á námsárangur ungmenna. Evrópusambandið hefur styrkt verkefnið Stroke (tilvísun í árangur í snóker), sem hefur að markmiði að kanna snóker til að bæta námsárangur í grunn og framhaldsskólum. Verkefnið, sem vinnur eftir hugmyndafræði „Innovative snooker“ sem hannað var af breskum aðilum, mun bjóða íslensku námsfólki að taka þátt í æfingum í snóker með það að markmiði að bæta árangur í stærðfræði og eðlisfræði.

Verkefnið er í samstarfi við sérfræðinga í Búlgaríu, Ítalíu, Portúgal, Bretlandi, Frakklandi og Íslandi. Stjórnendur evrópska snókersambandsins hafa tekið þátt í undirbúningi verkefnisins.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband