Ísland í 9 sæti í heiminum um getu til nýsköpunar samkvæmt CTA samtökunum í Bandaríkjunum

The Consumer Technology Association (CTA) hafa birt greiningu á nýsköpunargetu tæplega 80 landa í heiminum. Ísland er meðal þeirra ríkja sem talin eru hvað best í stakk búin að stunda nýsköpun. CTA eru viðskiptasamtök fjölda tæknifyrirtækja í  bandaríska tækniiðnaðinum, en verðmæti þessara fyrirtækja er um 505 milljarða dollara og þau veita atvinnu, meira en 18 milljónum manna í Bandaríkjunum. CTA eru því samtök fyrirtækja af öllum stærðum og í fjölda greina innan tæknigeirans og hafa það að markmiði að bæta skilyrði aðildarfyrirtækja til að vaxa og þróast. Starfsemin snýst um vinnu með hugmyndir – stórar sem smáar – sem og að viðhalda tengslum milli samtakanna og fyrirtækjanna og hjálpa til við að vekja enn stærri hugmyndir og gera að veruleika.

Hlutverk Consumer Technology Association er að hjálpa frumkvöðlum af öllum stærðum að efla viðskipti sín. Tæknin snýst um að breyta lífi fólks til hins betra. Þetta snýst um hugmyndir – stórar sem smáar – sem halda tengslum, hjálpa fyrirtækjunum við nýsköpun og við að kveikja enn stærri hugmyndir.

Eitt af helstu verkefnum CTA er að birta alþjóðlega stigatöflu sem mælir getu þjóða til að stunda nýsköpun. Samtökin raða löndum eftir getu þeirra í nýsköpun, byggt á 56 mælikvörðum. Löndunum er síðan skipt í fjóra flokka: Nýsköpunarmeistarar, nýsköpunarleiðtogar, móttakendur nýsköpunar og lönd með takmarkaða færni í nýsköpun. Í þessari stigatöflu er Ísland í 9 sæti af tæplega 80 löndum í samanburðinum og er talið sem Nýsköpunarmeistari með 3.165 stig og góðan árangur í öllum mælikvörðum. Nokkru framar í töflunni eru Svíþjóð (3.352) og Noregur (3.273), en Danmörk (3.072) og Finnland (3.136)eru aðeins á eftir. Skýrsla samtakanna sýnir síðan stöðu hvers lands eftir stöðu þeirra á viðkomandi sviði. Gefin er einkunn fyrir hvern mælikvarða sem eru frá A+ og niður í F. Oft eru það viðhorf landanna til þess sem spurt er um hve há einkunnin er. Þessu eru gerð góð skil í skýrslunni.

Í Global Innovation Scorecard frá 2025, mælir CTA fleiri lönd á fleiri mælikvarða en nokkru sinni fyrr eða 74 lönd, þar á meðal öll lönd ESB og hvert einstakt aðildarríki þess. Til þess eru settir fram  56 mismunandi vísbendingar í 16 flokkum. Alþjóðlega stigataflan mælir einnig og hvetur til nýsköpunar sem miðar að því að bæta stöðu og þróun íbúa landanna. Þar sem CTA eru bandarísk samtök, má segja að viðmiðin sem valin eru endurspegli sjónarmið Bandaríkjanna. Það er viss hlutdrægni í þeim en samt er þar að finna vissa gagnsæi. Mælingar CTA á nýsköpun á alþjóðagrundvelli taka einnig mið af pólitískum, efnahagslegum og lýðfræðilegum veruleika sem er mismunandi eftir löndum en sem gera nýsköpun mögulega.

Alþjóðlegi samanburðurinn um nýsköpunargetu frá 2025,  sýnir stöðu landa í heiminum, hvað þau standa fyrir,  einkunnum fyrir fjölbreytt og hæfni vinnuafls, hraða breiðbandstengingar, hentugleika umhverfis fyrir frumkvöðla og opnum huga gagnvart nýrri tækni og viðskiptamódelum. Nýsköpunar meistarar eru 25 og eru í þeim löndum sem jafnan koma framarlega í samskonar samanburði. Þetta eru lönd eins og Bandaríkin og Bretland, efnahagsleg þungavigtarlönd eins og Þýskaland, Japan, Suður-Kóreu og líka smærri hagkerfi eins og Ísland, Eistland, Írland og Ísrael.

Það skiptir máli hvort löndin fagni fjölbreytni af ýmsu tagi og hafi möguleika til að  skapa tækifæri fyrir allt fólk? Er málfrelsi til staðar? Veitir landið aðgang að réttlátu og gagnsæju lagaumhverfi? Er lögum framfylgt af sanngirni, bæði fyrir stór og smá fyrirtæki? Ísland stendur sig fremur vel í þessum samanburði. Í hinni evrópsku stigatöflu er Ísland ekki svona framarlega, en þar eru tæknileg atriði í brennidepli á meðan CTA taflan eru meira um samanburð á sviði pólitíkur og félagslegra málefna í samanburðinum.

 

Skýrslan

Kort yfir stöðu nýsköpunar

 


Bloggfærslur 12. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband