Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Þorvaldur Finnbjörnsson sækist eftir 4. sæti í prófkjörinu 6. febrúar

Þorvaldur Finnbjörnsson (f. 1952) flutti fyrst í Garðabæ árið 1965 ásamt systkinum og foreldrum þeim Finnbirni Þorvaldssyni og Theódóru Steffensen. Að loknu háskólanámi í Svíþjóð flutti hann aftur í Garðabæ og hefur búið þar síðan. Þorvaldur er giftur Önnu Árnadóttur  og eiga þau 4 börn og 6 barnabörn.

Þorvaldur vinnur hjá RANNÍS sem sviðstjóri Greiningarsviðs. Þar hefur hann unnið að málefnum rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Hann hefur setið í stjórn ýmissa verkefna og sjóða sem styðja við rannsóknir og nýsköpunarstarf. Þá hefur hann tekið þátt í samstarfi á norrænum og evrópskum vettvangi um atvinnuþróun.

Þorvaldur býður sig fram til setu í bæjarstjórn í fyrsta sinn. Hann hefur brennandi áhuga á málefnum sem varða íbúa bæjarins og bæjarfélagsins og þá sérstaklega atvinnuþróun. Einnig  eru skilvirk stjórnsýsla, þátttaka íbúa í ákvarðanatöku og öryggismál íbúa sveitarfélaga sérstök áhugamál.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband