Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

Áhrif verkfalla eru æði mismunandi

Sennilega eru flestir sammála um að verkfallsréttur er eðlileg réttindi launafólks. Þennan rétt verður að taka alvarlega bæði meðal launafólks og atvinnurekenda. Eitthvað er farið að breytast hvernig launþegar nota þennan rétt sinn. Meira er um skæruverkföll og tímabundnar vinnustöðvanir en áður. Launafólk reynir að beita verkföllum þannig að þeir sjálfir beri ekki skarðan hlut frá borði. Það er í sjálfu sér eðlilegt að fólk vill ekki tapa á að fara í verkfall heldur láta þá hætta störfum sem eru í þannig stöðum að þeir valdi sem mestu róti. Atvinnurekendur reyna að breyta þannig að þeir skaðist sem minnst líka. Oftast eru þeir að starfa í umboði eigenda sinna. Því eru þeir að neita að greiða fólki sem var í vaktafríi þegar skæruverkföll áttu sér stað eða með öðrum furðulegum aðgerðum.

Það er í raun skammarlegt að afkoma Landspítalans skuli háð því hversu mikil verkföll voru á árinu. Ef ekki er hægt að reka heilbrigðiskerfi í landinu nema að treysta á verkföll til að endar nái saman í opinberum stofnunum þá er eitthvað að. Og það er eitthvað að. Á tímum þegar stjórnvöld stæra sig af uppgangi á öllum sviðum, hærri tekjum ríkisins (enn meiri skattar en búist var við), lágri verðbólgu og auknum hagvexti er atvinnulíf í landinu að sýna verri afkomu en áður. Oft eru þetta atriði sem stjórnvöld hafa enga möguleika að hafa áhrif á. Sveitarfélög búa við verri afkomu en áður enda að fá til sín verkefni án þess að fylgi nægilega mikið fé til að standa straum af þeim. Húsnæðisvandinn er ekki að leysast. Kallað er eftir um tvö þúsund íbúðum á ári en því er ekki náð, jafnvel með því að reikna lausar íbúðir í blokkum um allt land. Svo mætti lengi telja.

En aftur að verkföllum. Það hefur gengið í mörg á að ein stétt fólks hefur farið nokkuð oft í verkfall og lamar með því samgöngur til og frá landinu og um leið afkomu hinnar nýju ferðaþjónustu sem er að reyna að ná fótfestu hér á landi. Að fara í verkfall með langtum umfangsmeiri áhrifum en flestar stéttir ná með verkföllum sínum er í besta falli umdeilanlegt. Í raun halda flugumferðastjórar samgöngum í gíslingu á meðan þeir eru líklega þeir launamenn sem fá hve hæst launin. Þetta fólk er ekki að nýta sér eðlilegan rétt launamanna til verkfalla heldur eru þeir með áhrif langt umfram eigið starf. Spurning er því hvort rétt sé að þessi stétt ætti að vera með verkfallsrétt ef það fer svona illa með hann? Ég ætla bara að vona að þeir komi ekki með söng hálaunafólksins um mikla ábyrgð. Þessháttar söguskýring er löngu afsönnuð. Víst hafa þeir mikla ábyrgð en það hafa margir aðrir.

Á sama tíma og flugumferðastjórar senda örfáa lykilstarfsmenn í verkfall en aðrir mæta í vinnu og halda launum sínum eru aðrar stéttir sem fólk tekjur jafnan ekki eftir. Starfsmenn sveitarfélaga eru líklega meðal þeirra launþega sem fá hve lægst laun. Það tæki líklega enginn eftir því ef flestir þeirra færu í verkfall eða þá að þeir veldu nokkra lykilstarfsmenn til að taka það verk að sér. Það kæmi vísast afar vel fyrir borgarsjóð ef starfsmenn borgarinnar færu í verkfall. Þá væri ef til vill hægt að reka borgarsjóð með afgangi, eins og Landspítalann. Það væri vitanlega ómögulegt ef borgarstarfsmenn eins og sorphirðumenn hættu að vinna, það væri tekið eftir því um leið. Við skulum vona að til þess komi ekki að verkfall verði í sorphirðunni. Það mundi lykta illa.

Spurning er hvort veraklíðsbarátta sé að þróast í takt við tímann. Við sjáum jafnan í sjónvarpi þegar samningamenn, sem flestir eru hálaunamenn, fallast í faðma eftir að hafa skrifað undir samninga fyrir þá sem eru ekki eins miklir hálaunamenn. Þeir borða vöfflur sem eru verðlaun þeirra fyrir vel unnin störf. Eftir langa orrahríð um að hvert prósent í hækkun valdi samfélaginu óbætanlegan skaða í formi verðbólgu og að nú skuli hækka lægstu laun, fara samningajakkafötin aftur á skrifstofur sínar og reikna hvað þeir hafi nú grætt mikið. Verkalíðshreyfingin hefur alltaf lægstu laun á oddinum, ekki laun flestra þeira skjólstæðinga. Það er stórmerkilegt að þetta hafi ekki breyst meira á öllum þessum tíma sem atvinnurekendur og launþegahreyfingin hafa átt í samræðum. Það gera líklega vöfflurnar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband