Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2020

Hvað svo þegar Covid eldar hafa verið slökktir?

Svo virðist að toppinum af smitum á Covid sjúkdómnum sé náð. Þó er ekki hægt að fullyrða að það sé að gerast einmitt núna, þar sem þróunin getur brugðist til beggja vona. En það er nokkuð víst að faraldurinn tekur enda. Þessi faraldur sem hefur snúið samfélaginu og raunar öllum heiminum á hvolf. Það er mál manna að fyrir og eftir Covid verði Íslenskt samfélag ekki eins. Það skiptir raunar heilmiklu máli hvernig eftir Covid Ísland mun verða. Hvað verður það sem við bjuggum við fyrir Covid sem ekki verður til staðar á eftir. Á meðan á faraldrinum stóð hefur stórkostlegt lið fólks unnið myrkranna á milli við að koma okkur í gegnum hann. Heilbrigðisstarfsmenn hafa unnið mikið starf, stjórnvöld hafa lagt fram metnaðarfullar áætlanir um að koma efnahagslífinu í gegnum áföll og nánast allir landsmenn hafa lagt hönd á plóginn. Síðan tekur við sá tími sem við verjum til að reisa samfélagið upp aftur. Þá er spurningin hvaða samfélag verður það sem við reisum upp. Ætlum við að hætta að ferðast um landið og á milli landa? Koma ferðamenn aftur til okkar. Verður matvælavinnsla meira áhersluatriði, eða ef til vill minna. Verða stundaðar íþróttir? Verður menntun áhersluatriði, eða verða aðrar áherslur í brennidepli. Hér þurfum við að fara að huga að málum. Við höfum heyrt í fólki í fjölmiðlun tala um landið eftir Covid. Hagfræðingar hafa komið fram með sínar skoðanir og aðrir sem hafa á því skoðun hafa komið fram með sínar skoðanir. Það er vel, en spurning er hvort eitthvað sé að marka sjálfskipaða sérfræðinga um nýtt samfélag. Málið er að sú þróun sem kemur fram er drifin áfram af fjölda þátta sem virka ýmist saman eða  eiga sér uppruna sem enginn sá fyrir. Við þurfum í raun að fá sérfræðinga í  framtíðafræðum til að velta þessum málum fyrir sér. Ekki er endilega kallað eftir fólki sem „extrapólerar“ framtíðina frá fortíðinni. Við þurfum fólk sem ræður við það verkefni að sjá fyrir sér nokkurskonar atburðarrás sem leiðir til lýsingar á því samfélagi sem mun tak við okkur. Á hverju munum við lifa? Hvaða og hvernig fyrirtæki verða áberandi? Á hverju munum við lifa? Hvaða samfélag er þetta? OECD segir um svona framtíðarsýn:

Framtíðarsýn á við um atburðarrás sem leiðir til framtíðar sem sýnir til ákveðna mynd af samfélagi. Þessháttar skyndimyndir af samfélagi byggja á því að það verður að einbeita sér að þáttum sem drífa fram breytingar á tilteknum sviðum. Með því að skoða flókin samspil þessara þátta getum við bætt skilning okkar á því hvernig breyting virkar og hvað við getum gert til að leiðbeina henni.

Það væri afar óábyrgt af okkur að ætla að áætla framtíðina útfrá þeirri stöðu sem var uppi þegar Kórónaveiran fór að dreifa sér um heiminn. Við vorum ekki í páskafríi, við vorum í stríði við veiru sem enginn veit hvenær og hvort við losnum við. Við getum ekki farið inn í framtíðina án þess að hafa gert okkar besta til að sjá fyrir hvernig við pössum best inn í hana, hvaða áherslur við viljum og hvernig samfélagi þjóðanna verður varið.  Og aftur að skilgreiningum OECD:

Framtíðarsýn okkar byggir á myndum af mögulegum framtíðum.
Framtíðin sýnir okkur tæki til að einbeita hugsun, þróa sameiginlegar framtíðarsýn og ákvarða stefnu.
Atburðarás spáir ekki um framtíðina, heldur hjálpar okkur að ákveða hvað við eigum að gera núna til að móta hana.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband