Bloggfærslur mánaðarins, október 2021
Women@Work - Konur í nýsköpun
30.10.2021 | 21:31
Eftirfarnandi fyrirtæki og stofnanir í 7 Evrópulöndum standa fyrir stuttum kynningarfundi á þjálfunarferli og þjónustu við konur í nýsköpun. Þessi lönd og aðilar eru:
RightNow Ísland
Gip Fipan Frakkland
Dramblys Spáni
Salvamamme Ítalíu
Enoros Kýpur
ProQvi Svíþjóð
ItalCam Þýskalandi
Efnt er til upplýsingafundar um verkefnið Women@Work eða konur í frumkvöðlastörfum.
Fyrri hlutinn er upplýsingar um verkefnið og er haldið í beinu streymi, sunnudaginn 31. október 2021 kl. 13,30.
Seinni hluti verkefnisins þar sem meðal annars tvær konur úr frumkvöðlastétt gera grein fyrir verkefnum sínum. Sá hluti er haldinn þriðjudaginn 2. nóvember 2021 kl. 13,30.
Þjálfunin er í beinu streymi á Facebook og er slóðin:
https://www.facebook.com/events/578285976768815
Þær konur sem hafa áhuga á að sjá kennsluefni um frumkvöðlastörf á íslensku ættu að líta við og skoða vefsíðuna okkar. Þar er einnig að finna vefverslun sem íslenskar konur geta selt afurðir sínar hjá, myndbönd með sögum af velgengni íslenskra kvenna á sviði frumkvöðlamála og síðan sjálfsmat um hver er færni kvenna í að takast á við frumkvöðlastarf.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)