Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021
Vellíðan barna á Íslandi samanborið við önnur lönd í Evrópu
19.5.2021 | 15:00
World Economic Forum birti áhugaverðar niðurstöður rannsókna fyrir nokkru. Þar er borin saman vellíðan barna í tæplega 40 löndum í Evrópu. Mæld er röðun landa eftir þremur mælikvörðum.
https://www.weforum.org/agenda/2020/09/child-well-being-health-happiness-unicef-report/
Andleg vellíðan, líkamleg vellíðan og færni.
Það er nokkuð ljóst að hin Norðurlöndin, sérstaklega Noregur, Danmörk og Finnland eru venjuleg í bestu 25% í þeirri röð sem mælir vellíðan barna. Svíþjóð nálægt því en Ísland rekur lestina af þessum fimm löndum. Það fer ekki alltaf eftir auði landanna hvernig börnunum líður þar sem stress, hvíði og depurð getur lagst á börnin óháð búsetu. Þetta er a.m.k. niðurstaða UNICEF sem mældi vellíðan barna, þó mælingarnar gefi til kynna að ríkari löndin standa sig heldur betur.
Ísland er í 24 sæti af þessum 40 löndum miðað við meðalniðurstöðu mælinganna. Önnur Norðurlönd eru í fyrstu 10 sætunum, þar af eru Danmörk, Noregur og Finnland í fyrstu fimm sætunum. Þegar kemur að andlegri vellíðan eru Ísland í 22. sæti en þar fer að riðlast röð annarra norrænna ríkja, sem bendir á að líklega er ekki hugað nægilega vel að andlega þættinum hvað varðar börn á Norðurlöndum.
Hvað varðar líkamlega vellíðan barna í þessum 40 löndum sem WEF bar saman kemur í ljós að þar er staðan enn verri, en Ísland er í 28. sæti á listanum. Önnur Norðurlönd eru ekki mjög framarlega á því sviði, en Noregur þó best eða í 4. sæti. Það vekur nokkra athygli að Ísland sýnir svo lág gildi um líkalmega vellíðan barna þar sem íþróttastarf er mjög almennt og talið frekar vel upp byggt. T.d. eru hvergi eins margir faglærðir leiðbeinendur með íþróttastarfi barna og unglinga eins og á Íslandi.
Þegar kemur að færni barna í samanburðarlöndunum er staðan nokkuð betri, en þar er Ísland í 18. sæti af 40. Noregur er í fyrsta sæti önnur Norðurlönd í 7. til 11. sæti. Mælt var líka hversu mikill fjöldi 15 ára barna væru með ánægð með lífið. Þar voru íslensk börn í 9. sæti með um 81% ánægð með lífið.
Rannsóknin gefur til kynna að staða mála varðandi börn í Evrópu hefur ekki batnað í heimsfaraldrinum. Því er mikilvægt að huga vel að þessum málum. Ísland er vel í stakk búið að hlúa vel að ungu fólki, en það verður þá að gera það.