Færsluflokkur: Lífstíll

Hvað svo þegar Covid eldar hafa verið slökktir?

Svo virðist að toppinum af smitum á Covid sjúkdómnum sé náð. Þó er ekki hægt að fullyrða að það sé að gerast einmitt núna, þar sem þróunin getur brugðist til beggja vona. En það er nokkuð víst að faraldurinn tekur enda. Þessi faraldur sem hefur snúið samfélaginu og raunar öllum heiminum á hvolf. Það er mál manna að fyrir og eftir Covid verði Íslenskt samfélag ekki eins. Það skiptir raunar heilmiklu máli hvernig eftir Covid Ísland mun verða. Hvað verður það sem við bjuggum við fyrir Covid sem ekki verður til staðar á eftir. Á meðan á faraldrinum stóð hefur stórkostlegt lið fólks unnið myrkranna á milli við að koma okkur í gegnum hann. Heilbrigðisstarfsmenn hafa unnið mikið starf, stjórnvöld hafa lagt fram metnaðarfullar áætlanir um að koma efnahagslífinu í gegnum áföll og nánast allir landsmenn hafa lagt hönd á plóginn. Síðan tekur við sá tími sem við verjum til að reisa samfélagið upp aftur. Þá er spurningin hvaða samfélag verður það sem við reisum upp. Ætlum við að hætta að ferðast um landið og á milli landa? Koma ferðamenn aftur til okkar. Verður matvælavinnsla meira áhersluatriði, eða ef til vill minna. Verða stundaðar íþróttir? Verður menntun áhersluatriði, eða verða aðrar áherslur í brennidepli. Hér þurfum við að fara að huga að málum. Við höfum heyrt í fólki í fjölmiðlun tala um landið eftir Covid. Hagfræðingar hafa komið fram með sínar skoðanir og aðrir sem hafa á því skoðun hafa komið fram með sínar skoðanir. Það er vel, en spurning er hvort eitthvað sé að marka sjálfskipaða sérfræðinga um nýtt samfélag. Málið er að sú þróun sem kemur fram er drifin áfram af fjölda þátta sem virka ýmist saman eða  eiga sér uppruna sem enginn sá fyrir. Við þurfum í raun að fá sérfræðinga í  framtíðafræðum til að velta þessum málum fyrir sér. Ekki er endilega kallað eftir fólki sem „extrapólerar“ framtíðina frá fortíðinni. Við þurfum fólk sem ræður við það verkefni að sjá fyrir sér nokkurskonar atburðarrás sem leiðir til lýsingar á því samfélagi sem mun tak við okkur. Á hverju munum við lifa? Hvaða og hvernig fyrirtæki verða áberandi? Á hverju munum við lifa? Hvaða samfélag er þetta? OECD segir um svona framtíðarsýn:

Framtíðarsýn á við um atburðarrás sem leiðir til framtíðar sem sýnir til ákveðna mynd af samfélagi. Þessháttar skyndimyndir af samfélagi byggja á því að það verður að einbeita sér að þáttum sem drífa fram breytingar á tilteknum sviðum. Með því að skoða flókin samspil þessara þátta getum við bætt skilning okkar á því hvernig breyting virkar og hvað við getum gert til að leiðbeina henni.

Það væri afar óábyrgt af okkur að ætla að áætla framtíðina útfrá þeirri stöðu sem var uppi þegar Kórónaveiran fór að dreifa sér um heiminn. Við vorum ekki í páskafríi, við vorum í stríði við veiru sem enginn veit hvenær og hvort við losnum við. Við getum ekki farið inn í framtíðina án þess að hafa gert okkar besta til að sjá fyrir hvernig við pössum best inn í hana, hvaða áherslur við viljum og hvernig samfélagi þjóðanna verður varið.  Og aftur að skilgreiningum OECD:

Framtíðarsýn okkar byggir á myndum af mögulegum framtíðum.
Framtíðin sýnir okkur tæki til að einbeita hugsun, þróa sameiginlegar framtíðarsýn og ákvarða stefnu.
Atburðarás spáir ekki um framtíðina, heldur hjálpar okkur að ákveða hvað við eigum að gera núna til að móta hana.


Vika íþrótta í Evrópu haldin í Breiðholti 19 til 25 september 2016

Vika íþrótta í Evrópu hvar haldin í annað sinn í álfunni í lok september. Að þessu sinni var efnt til samstarfs milli 6 landa í Evrópu um þessa hátíð íþrótta. Auk Íslands tóku þátt um 12.000 börn og fjölskyldur þeirra frá Portúgal, Spáni, Ítalíu, Króatíu og Tyrklandi. 

Um 2.000 börn úr grunnskólunum í Breiðholti tóku þátt í einni fjölmennastu spretthlaupskeppni sem haldin hefur verið. Á sama tíma hlutu um 12.000 börn í Evrópu spretthlaup og er nú verið að reikna út tímann sem börnin náðu.

Um helgina 24 september var síðan haldin íþróttahátíð í Austurbergi í Breiðholti en þar mættu um 5-600 manns og tóku þátt í lokahátíð Viku íþrótta í Evrópu. Þar var m.a. set Íslandsmet í reiptogi auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir þátttöku í spretthlaupinu.

Samstarfið um Viku Íþrótta, sem kallast Feel Ewos (Fjölskyldan saman í Viku íþrótta) gaf út nokkur myndbönd þar sem ítrekað er mikilvægi íþrótta, hreyfingar almennt, hollustu í mataræði og heilbrigðis í lífsháttum. Nokkur af þessu myndböndum eru hér með.

Nokkur myndbönd með íslenskum texta eða tali er að finna:
https://www.youtube.com/channel/UCfg9rmeLXa_59vbLdJ-5SGg

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Breiðholtsbúar settu Íslandsmet í reipitogi

Íbúar í Breiðholti með Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) héldu íþróttahátíð laugardaginn 24. september s.l. Þrátt fyrir rysjótt veður mættu á fimmta hundrað manns í íþróttahúsið við Austurberg. Þaðan fóru hópar fólks í gönguferð, hjólaferð og skokk. Að því loknu mættu allir í Austurberg.

Þar höfðu ÍR og fleiri skipulagt reipitog þar sem árgangar úr grunnskólunum í Breiðholt kepptu sín á milli. Auk þess kepptu foreldrar leikskólabarna í reipitogi. Skemmst er frá því að segja að um 400 manns tóku þátt í keppninni og er það hér með talið sem Íslandsmet í reypitogi.

Aðdragandinn að þessari íþróttahátíð var að nokkur samtök með ÍR í fararbroddi höfðu efnt il hlaupakeppni í hverfinu. Um 2.000 börn hlupu spretthlaup og öttu með því kappi við um 10.000 önnur börn í Portúgal, Spáni, Ítalíu, Tyrklandi og Króatíu. Ekki liggja fyrir úrslitin ennþá en þau eru til meðferðar hjá ítölsku samtökunum sem voru með í keppninni. En tekinn var tíminn af hverju barni og liggja fyrir miklar upplýsingar um árangurinn.

Hlaupið var samstarf milli Heilsueflandi Breiðholt og Feel Ewos (Fjölskyldan með í Viku íþrótta í Evrópu) en þar er markmiðið að auka hreyfingu fólks og þátttöku í íþróttum. Einnig eru heilbrigð hreyfing og rétt næring hluti af þessu. Þó íslensk börn og fullorðnir líka stundi hreyfingu eru brögð af því að fólk hreyfi sig allt of lítið og hefur það áhrif á líkamlegt atgervi fólks.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband