Rannsóknir, þróun og nýsköpun, stefna til árangurs

Rannsóknir, þróun og nýsköpun er forsenda tæknibreytinga og þar með forsenda hagvaxtar í nútíma efnahagskerfum. Rannsóknir og þróun hefur þó víðara hlutverk enda hefur árangur af þeirri starfsemi áhrif á þekkingarsköpun og dreifingu á meðan hlutverk nýsköpunar er meira á sviði endurnýjunar á afurðum fyrirtækja. Hlutverk Íslendinga í rannsóknum, þróun og nýsköpun er mikilvægur. Árangur þessa starfs er sérlega mikilvægur fyrir alla geira atvinnulífsins enda eru hverskonar breytingar byggðar á því. Tekið hefur verið eftir því hver öflug rannsókna og þróunarstarfsemi er í landinu enda birta íslenskir vísindamenn fleiri ritrýndar vísindagreinar en gengur og gerist í heiminum, miðað við mannfjölda. Gagnsemi þessara vísindagreina eru hægt að sjá á því hve mikið er vitnað í þær af öðrum vísindamönnum.

 

Íslenskt atvinnulíf er öflugt þegar kemur að rannsókna og nýsköpunarstarfi. Eins og fram kemur á vefsíðunni http://www.rannis.is/greining/toelfraedi-rannis/ eru öflugar rannsóknir í landinu tengdar tölvum og hugbúnaði, efna og lyfjaiðnaði og líftækni. Raunar er atvinnulíf á Íslandi ekki jafn umfangsmikið og í öðrum löndum. Fremur fáar greinar gera sig gildandi hvað varðar rannsóknir og nýsköpun. Árangur af nýsköpun mætti vera meir en eftir því er tekið hve lítill hluti af útflutningi telst til hátækni á Íslandi.

 

Það er mjög mismunandi hve háðar ólíkar greinar eru rannsóknum og nýsköpun þegar kemur að endurnýjun afurða og aukningu í samkeppni. Sjávarútvegur, ferðamál og álvinnsla eru greinar sem kalla síður eftir rannsóknum og nýsköpun en aðrar greinar á hærra tæknistigi. Þegar skoðaður er hagvöxtur á Íslandi eru þessar greinar allar fremur áberandi en segja má að þar sé byggt meira á magni en verðmætum á hverja einingu.

 

Í ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um vísindi og nýsköpun kom meðal annars fram: Menntun, vísindi og nýsköpun gegna lykilhlutverki á Íslandi í næstu framtíð. Fjárfesting í þekkingu og mannauði skapar verðmæti og er undirstaða samkeppnishæfni. Áríðandi er því að skilyrði til menntunar, rannsókna og nýsköpunar standist samkeppni á alþjóða­vettvangi. Ennfremur að Íslenskt samfélag ver töluvert hærra hlutfalli vergrar landsframleiðslu til rannsókna og þróunar en mörg samanburðarlönd. Afrakstur vísindastarfs vekur athygli en verðmætasköpun ekki jafn hröð og vænta mætti. Fjárveitingar til þróunar og nýsköpunar verða að hafa verðmætasköpun á markaðslegum forsendum að markmiði.  

 

Ljóst er að málefni rannsókna, þróunar og nýsköpunar verður að gera hátt undir höfði. Sofi menn á verðinum er samkeppnishæfni og hagvöxtur í hættu. Til að skoða árangur Íslands í samanburði við önnur lönd er hægt að líta á fjöldann allan af greiningarskýrslum sem eru að finna á vefsíðunni http://thorvald.blog.is/blog/thorvald/entry/1291261/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband