Málefni aldraðra mættu fá meiri umræðu fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkur með skynsamar tillögur í málefnum aldraðra.
26.4.2013 | 19:03
Fjárfestingar sem varða aldraða virðast ekki vaxa í takt við fjölgun þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru Íslendingar á aldrinum 65 til 95 ára rúmlega 40 þúsund í fyrra. Samkvæmt mannaflaspám er áætlað að þessi hópur verði kominn upp í rúmlega 52 þúsunda árið 2020 eða meðalfjölgun um fimmtán hundruð á ári frá 2012. Hópurinn verður kominn í tæplega 62 þúsund árið 2025 en fjölgun á ári eru tæplega sautján hundruð manns frá því í fyrra. Það má því búast við að fjölgun einstaklinga á þessu aldursbili verði um 54% frá 2012 til 2025.
Ef erfitt er fyrir hið opinbera til að sjá öldruðum einstaklingum fyrir vistunarrými í dag má búast við miklum vandræðagangi eftir því sem tíminn líður. Stefnan er sú að reynt er að búa svo um fyrir að aldraðir geti verið heima hjá sér sem lengst og eru heilbrigðiskerfið og sveitarfélög með þjónustu í formi aðgengi að mat, dagvistun, heilbrigðisstarfsmönnum og fleira. En þegar tími er kominn til að komast í endanlegt vistunarrými, hefst mikil samkeppni. Þá er gjaldtaka ekki mjög gagnsæ en þeir einstaklingar sem eiga fé þurfa að greiða talsvert háar upphæðir til að fá inni í það vistunarrými sem er fyrir hendi.
Í málefnavinnu Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi 2013 kemur meðal annars fram að stefnt sé að því að aldraðir hafi fjárhagslegt sjálfstæði og að skerðingar sem þeir hafi orðið fyrir hverfi. Þá er gert ráð fyrir að þeir fái þá vistun sem þeir þurfa en njóti þjónystu heima sé það kostur. Þá verði vasapeningafyrirkomulagið afnumið að tafarlaust verði að hækkaðar þær greiðslur, sem einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum hafa til ráðstöfunar í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga. En um leið er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að það sé mögulegt og eftirsóknarvert fyrir aldraða að vera lengur úti á vinnumarkaðnum. Með því móti verða lífsgæði þeirra meiri. Fleiri mikilvægar tillögur koma fram í ályktuninni.
Það er mikilvægt fyrir fólkið í landinu og ekki minnst þá sem hafa náð háum aldri að valkostir séu fyrir hendi hvað varðar búsetu, atvinnumöguleika og fjárhag einstaklinga. Mikilvægt er að skapa grundvöll fyrir þessa valkosti með fjárfestingu í þeim innviðum sem tryggja öldruðum mikil lífsgæði. Þessi mál hafa of lengi verið í skugga annarra mikilvægra mála sem stjórnvöld þurfa að vinna bót á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2015 kl. 08:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.