Opinber fjármögnun rannsókna og þróunar

Ríkisframlag til rannsókna og þróunar í ríkjum OECD er um 30% af allri fjármögnun þessara mála. Á Íslandi er þetta hlutfall um 40% í Bandaríkjunum um 30%. Hið opinbera í ríkjum OECD fjármagnar að meðaltali um 9% af útgjöldum fyrirtækja til rannsókna og þróunar. Á Íslandi er þetta hlutfall tæp 6% en í Bandaríkjunum, vöggu einkaframtaksins, um 14%. Hvers vegna fjármagna bandaríkjamenn svo mikið af rannsóknastarfsemi í landinu með opinberu fé, gæti maður spurt sig. Fyrst má setja þessi mál í annað samhengi. Í ríkjum OECD fjármagnar hið opinbera rannsóknir og þróun sem svarar 0,73%  af vergri landsframleiðslu. Þetta hlutfall fyrir Ísland er um 1,03% en í Bandaríkjunum um 0,91% og gefur það upphæðir sem eru mjög háar, svo ekki sé meira sagt. Raunar hafa upphæðir hins opinbera í Bandaríkjunum dregist saman nýlega.

Íslensk stjórnvöld hafa jafnan verið fremur höll undir að rannsóknir og nýsköpun fái notið sýn enda er framtíða hagsæld í hverju landi háð rannsóknum og þróun en einnig að geta fært sér í nyt þekkingu frá öðrum. Þetta hefur skilað sér í að birtingar í ritrýndum tímaritum er með því hæsta sem gerist miðað við íbúafjölda. Það er ekki bara fjöldi greina sem ber vott um að rannsóknastarf sé framarlega hér á landi, það er talsvert mikið vísað til þessara greina. Því má segja að gæði íslenskra rannsókna og þróunar og áhrif þess starfs sé töluvert.

Hvernig sjáum við síðan ameríska skattpeninga sem varið er til rannsókna og þróunar nýtast við að auka hagvöxt og hagsæld. Til dæmis hefur fyrirtækið Apple fengið opinbert fé til að koma á framfæri áhugaverðri nýsköpun. Dæmi um þetta eru tilkoma músarinnar, viðmót notenda og snertiskjáir. Þessi nýsköpun hefur vaxið fram vegna opinberra framlaga, a.m.k. að einhverju leiti. Fyrirtækið Google þróaði, eins og kunnugt er, öfluga leitarmaskínu. Til þess fékk fyrirtækið um 4,5 milljóna styrk frá National Science foundation.

Það má nefna fleiri dæmi eins og laser, tansistorinn, hálfleiðara, míkróofna, samskipta gervitungl, farsímakerfi og intenetið. Bandaríkin hafa jafnan verið með einhverja nýsköpunarstefnu í gangi allt frá því Kennedy  lagði áherslu á geimferðir, Regan kom á hinu víðfræga kerfi um smáfyrirtækjastuðning (Small Business Innovation Research) sem síðan hefur verið tekið upp í fleiri löndum. Það má leiða líkur að því að ríkjum sé hollt að koma á stefnu um nýsköpun án þess þó að þau stjórni flæði fjár til nýsköpunar of mikið eða velji sigurvegara. Hinsvegar er það vissulega spurning hvort ríki ættu ekki að vinna að sömu markmiðum, t.d. þar sem þau eru sterk fyrir.

Ísland er með sterkan vísindagrunn en slakan hátækni grunn. Það virðist vera mjög lítil tengsl á milli vísinda og nýsköpunar. Hér þurfa menn að taka höndum saman og byggja hagkerfið á því sem við kunnum en ekki dreifa kröftunum og mikið. Það væri ekki vænleg framtíð að standa í vegi fyrir áhugaverðri nýsköpun og byggja framtíð okkar á greinum eins og ferðamennsku. Þegar nýsköpunarstefna og framkvæmd hennar í formi opinberra fjárveitinga er skoðuð ætti að veita þeim greinum brautargengi sem geta aukið verðmætasköpun í landinu. Við höfum séð of mikla áherslu á greinar sem skapa störf, oft til skamms tíma, í stað verðmætaskapandi nýsköpunar. Við skulum hafa í huga að opinber framlög til rannsókna og nýsköpunar eru ekki bara styrkir til tæknilegra úrlausna heldur samkeppnismál fyrst og fremst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband