Sprotafyrirtæki eða ekki sprotafyrirtæki

Það virðist vera gróska í ýmiskonar nýsköpunarstarfsemi hér á landi eins og víða annarsstaðar. Fram kemur í Innovation Union Scoreboard (stigatafla ESB um nýsköpun), að Ísland sé í 13. sæti yfir lönd í Evrópu hvað varðar nýsköpunarvirkni.

http://ec.europa.eu/growth/industry/innovation/facts-figures/scoreboards_en

Þó kemur þar fram að raunar er Ísland nánast að sýna sömu nýsköpunarvirkni og árið 2008 og á sama tíma eru önnur lönd að sýna nokkra, þó mismikla framför. Þetta er áhyggjuefni þar sem nýsköpun er forsenda framfara og hagvaxtar jafnvel til skemmri tíma.

Svo virðist sem opinberir aðilar og einkageirinn séu að leggjast á eitt um að bæta málefni nýsköpunar. Hið opinbera leggur fé í opinbera nýsköpunarsjóði og endurgreiðir hluta útgjalda til rannsókna og þróunar. Bæði er þetta afar mikilvægt fyrir fyrirtæki í nýsköpun sem jafnan eru að byggja upp markað fyrir nýjar eða verulega breyttar afurðir. Öðru hvoru koma fram fyrirtæki sem hafa skarað framúr en þau það flest sameiginlegt að hafa átt í góðum tengslum við hið opinbera og gjarnan þegið þaðan fé til nýsköpunarstarfa. En fjármagn er ekki það eina sem lítil og ung fyrirtæki í þekkingarfrekum greinum þarfnast. Þar kemur til skortur á ýmisskonar þekkingu varðandi rekstur sem getur farið illa með nýsköpunarfyrirtækin.

Almennt er talað um að sprotar eða sprotafyrirtæki sé hugtak sem er sameiginleg með nýsköpunarfyrirtæki. En þarna er alls ekki um sama hlut að ræða. Sprotafyrirtæki eru skilgreind á sérstakan, nokkuð þröngan hátt á meðan nýsköpunarfyrirtæki eru með nokkuð víðari skilgreiningu.

Sprotafyrirtæki eru venjulega sprottin upp úr rannsókna- eða þróunarverkefnum einstaklinga, þróunarhópa, háskóla, rannsóknastofnana eða annarra fyrirtækja og byggjast á sérhæfðri þekkingu, tækni eða öðru nýnæmi. Gengið er út frá því viðmiði að árlegur þ róunarkostnaður sprotafyrirtækja sé að jafnaði yfir 10% af veltu. Fyrirtæki hættir að teljast sprotafyrirtæki þegar þ að hefur verið skráð í kaup höll sem öflugt tæknifyrirtæki eða náð árlegri veltu sem nemur einum milljarði íslenskra króna

Heimild: http://www.si.is/media/sportafyrirtaeki/Sproti2005-future.pdf  glæra 5/49

Nýsköpunarfyrirtæki eru jafnan talin þau sem vinna að því að koma með nýja eða verulega breytta afurð, fyrir fyrirtækið sjálft eða markaðinn sem það vinnur á, starfar á nýjan hátt, hefur skipulagt starfsemi sýna á nýjan hátt eða gert eitthvað nýtt.

Það skiptir vísast ekki öllu máli hvort fyrirtæki heitir sproti eða nýsköpunarfyrirtæki eða eitthvað annað, ef það er að skila arði eða líklegt að svo verði í náinni framtíð. Það þarf bara að aðlaga umhverfð að því að ný fyrirtæki sem oft eru með litla fjárhagslega eða þekkingarlega burði eru að vaxa úr grasi. Nýsköpunarumhverfi á Íslandi er almennt talið jákvætt. Undantekningin er reyndar sú að aðgengi að fjármagni er enn af frekar skornum skammti, þó mikið hafi gerst á því sviði. Markaðurinn sem þessi nýju fyrirtæki hafa til að ná árangri á er oft mjög lítill þannig að þau þurfa að fara fremur fljótt í útrás.  Það er svo sem ekki mjög mikill munur á þeirri stöðu og fyrirtæki í litlum löndum standa frammi fyrir þó vissulega sé smá stigs munur á. Þetta á nefnilega líka við norsk og dönsk fyrirtæki. Þó markaður þeirra sé mörgum sinnum stærri er hann oft fljótur að mettast.

Þó er það sjálfsagt að kalla hlutina réttum nöfnum, ekki minnst þar sem verið er að byggja upp innviði og stoðkerfi sem er aðlagað er að ungum fyrirtækjum með sérstök einkenni, svo sem hvað varðar tæknistig, markað, þekkingar- og færniþörf og fleira. Stuðningur við sprotafyrirtæki passar vísast ekki fyrirtækjum í greinum með lægra þekkingar- og færnistig en stuðninginn þarf að laga að öllum fyrirtækjum sem talin eru eiga erindi á markað án tillits til í hvaða flokk þau falla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband