Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016
Mat á gagnsemi og árangri verkefna sem studd eru með opinberu fé
27.7.2016 | 14:13
Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins var samþykkt meðal annars eftirfarandi málsgrein sem hluti af áliktunum fjárlaganefndar flokksins:
"Engin útgjöld má samþykkja án greinargerðar um tilgang og markmið og skulu kostnaðargreining og tekjugreining til fimm ára fylgja lagafrumvörpum. Reglulega fari fram óháð mat á gagnsemi, hagkvæmni og árangri af fjárframlögum til viðfangsefna svo sem sjóða og verkefna". (Heimild xd.is)
Ekki er efast um að hið opinbera láti fara fram mat á gagnsemi og árangri verkefna og stofnana sem er á þess vegum. Það fer þá ekki hátt og hefur ekki svo mig reki minni til, orðið að stórum ágreiningsmálum hvort opinber verkefni eða stofnanir mættu bæta rekstur sinn, bæta árangur og sníða af óþarfa fitu.
Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar nánast öll svið þjónustu við þjóðina, hvort það eru samgöngur, heilbrigðismál, málefni eldri borgara, menntamál, eða hvað það nú kann að vera, virðist vera svelt með rekstrarfé. Það er ekki létt að stækka fjárlögin til skamms tíma nema með sköttum, sem er ekki sérlega geðfelld leið. Oft er farið í að hagræða sem sé að segja upp starfsfólki á gólfinu sem venjulega er að vinna á fremur lágum launum að láta viðkomandi opinbert verkefni eða stofnun sinna lögbundnum skildum sínum.
Spurning er hvort ekki sé hægt að finna fituna á opinberum stofnunum einhversstaðar annarsstaðar innan þeirra. Nú virðast opinberir stjórnendur vera farnir að fá ofurlaun eins og félagar þeirra í einkageiranum. Þeir bera vísast svo mikla ábyrgð eins og sagt er. En eru hugsanlega of margir stjórnendur á feitum launum við störf í opinberum stofnunum og við önnur opinber verkefni? Ef svo er hver er árangur af starfi þeirra? Er hægt að fækka dýrum stjórnendum og hagræða á þann hátt. Er að minnsta kosti hægt að færa inn í almenna, opinbera og gagnsæja stjórnsýslu mat á rekstri og árangri svona stofnana.
Hér er ekki verið að fullyrða að opinberar stofnanir sem reknar eru með fé skattborgarana séu fullar af fitu eða að það sé nokkur auka fita í þeim til að skera af. Vísast eru stjórnendur þeirra allir að vilja gerðir að gera vel og vinna innan sinna fjárheimilda. En ef.....
Á meðan viðfangsefni hins opinbera eru fjársvelt mætti leita leiða til að bæta rekstur og vonandi árangur í leiðinni. Forstöðumenn ættu að þurfa að gera grein fyrir því hversvegna hinir ýmsu kostnaðarliðir, þar með talinn launakostnaður þeirra sjálfra, er nauðsynlegur fyrir land og þjóð.
Vitað er að ýmsar ágætar stofnanir samfélagsins hafa það hlutverk að fylgjast með rekstri opinberra stofnana og koma með athugasemdir ef má gera betur. Spurning er hvort stofnanir á borð við Ríkisendurskoðun geti lagt mat á rekstur og árangur allra stofnana og verkefna í landinu og séð til þess að ekki sé nein auka fita á þeim.
Betra væri að bjóða út óháð mat á þessum stofnunum og verkefnum í anda samþykktar þess flokks sem fer með opinber fjármála landsmanna, þannig að skattborgararnir fái fullvissu um það að sú þjónusta sem þeim er veitt í formi menntunar, heilbrigðismála og annarra mikilvægra mála, sé ekki um leið aukabúgrein einhverra sem eru að hagnast á kerfinu.
Sprotafyrirtæki eða ekki sprotafyrirtæki
20.7.2016 | 08:58
Það virðist vera gróska í ýmiskonar nýsköpunarstarfsemi hér á landi eins og víða annarsstaðar. Fram kemur í Innovation Union Scoreboard (stigatafla ESB um nýsköpun), að Ísland sé í 13. sæti yfir lönd í Evrópu hvað varðar nýsköpunarvirkni.
http://ec.europa.eu/growth/industry/innovation/facts-figures/scoreboards_en
Þó kemur þar fram að raunar er Ísland nánast að sýna sömu nýsköpunarvirkni og árið 2008 og á sama tíma eru önnur lönd að sýna nokkra, þó mismikla framför. Þetta er áhyggjuefni þar sem nýsköpun er forsenda framfara og hagvaxtar jafnvel til skemmri tíma.
Svo virðist sem opinberir aðilar og einkageirinn séu að leggjast á eitt um að bæta málefni nýsköpunar. Hið opinbera leggur fé í opinbera nýsköpunarsjóði og endurgreiðir hluta útgjalda til rannsókna og þróunar. Bæði er þetta afar mikilvægt fyrir fyrirtæki í nýsköpun sem jafnan eru að byggja upp markað fyrir nýjar eða verulega breyttar afurðir. Öðru hvoru koma fram fyrirtæki sem hafa skarað framúr en þau það flest sameiginlegt að hafa átt í góðum tengslum við hið opinbera og gjarnan þegið þaðan fé til nýsköpunarstarfa. En fjármagn er ekki það eina sem lítil og ung fyrirtæki í þekkingarfrekum greinum þarfnast. Þar kemur til skortur á ýmisskonar þekkingu varðandi rekstur sem getur farið illa með nýsköpunarfyrirtækin.
Almennt er talað um að sprotar eða sprotafyrirtæki sé hugtak sem er sameiginleg með nýsköpunarfyrirtæki. En þarna er alls ekki um sama hlut að ræða. Sprotafyrirtæki eru skilgreind á sérstakan, nokkuð þröngan hátt á meðan nýsköpunarfyrirtæki eru með nokkuð víðari skilgreiningu.
Sprotafyrirtæki eru venjulega sprottin upp úr rannsókna- eða þróunarverkefnum einstaklinga, þróunarhópa, háskóla, rannsóknastofnana eða annarra fyrirtækja og byggjast á sérhæfðri þekkingu, tækni eða öðru nýnæmi. Gengið er út frá því viðmiði að árlegur þ róunarkostnaður sprotafyrirtækja sé að jafnaði yfir 10% af veltu. Fyrirtæki hættir að teljast sprotafyrirtæki þegar þ að hefur verið skráð í kaup höll sem öflugt tæknifyrirtæki eða náð árlegri veltu sem nemur einum milljarði íslenskra króna
Heimild: http://www.si.is/media/sportafyrirtaeki/Sproti2005-future.pdf glæra 5/49
Nýsköpunarfyrirtæki eru jafnan talin þau sem vinna að því að koma með nýja eða verulega breytta afurð, fyrir fyrirtækið sjálft eða markaðinn sem það vinnur á, starfar á nýjan hátt, hefur skipulagt starfsemi sýna á nýjan hátt eða gert eitthvað nýtt.
Það skiptir vísast ekki öllu máli hvort fyrirtæki heitir sproti eða nýsköpunarfyrirtæki eða eitthvað annað, ef það er að skila arði eða líklegt að svo verði í náinni framtíð. Það þarf bara að aðlaga umhverfð að því að ný fyrirtæki sem oft eru með litla fjárhagslega eða þekkingarlega burði eru að vaxa úr grasi. Nýsköpunarumhverfi á Íslandi er almennt talið jákvætt. Undantekningin er reyndar sú að aðgengi að fjármagni er enn af frekar skornum skammti, þó mikið hafi gerst á því sviði. Markaðurinn sem þessi nýju fyrirtæki hafa til að ná árangri á er oft mjög lítill þannig að þau þurfa að fara fremur fljótt í útrás. Það er svo sem ekki mjög mikill munur á þeirri stöðu og fyrirtæki í litlum löndum standa frammi fyrir þó vissulega sé smá stigs munur á. Þetta á nefnilega líka við norsk og dönsk fyrirtæki. Þó markaður þeirra sé mörgum sinnum stærri er hann oft fljótur að mettast.
Þó er það sjálfsagt að kalla hlutina réttum nöfnum, ekki minnst þar sem verið er að byggja upp innviði og stoðkerfi sem er aðlagað er að ungum fyrirtækjum með sérstök einkenni, svo sem hvað varðar tæknistig, markað, þekkingar- og færniþörf og fleira. Stuðningur við sprotafyrirtæki passar vísast ekki fyrirtækjum í greinum með lægra þekkingar- og færnistig en stuðninginn þarf að laga að öllum fyrirtækjum sem talin eru eiga erindi á markað án tillits til í hvaða flokk þau falla.
European Innovation Scoreboard 2016 er komið út - Ísland í 13. sæti
15.7.2016 | 15:29
Framkvæmdstjórn ESB hefur gefið út hina árlegu skýrslu um nýsköpun, "European Innovation Scoreboard 2016". Af Evrópuþjóðum er Ísland í 13. sæti.
http://ec.europa.eu/growth/industry/innovation/facts-figures/scoreboards_en
http://europa.eu/rapid/press-release_IP-16-2486_en.htm
Enn eru það birtingar vísindarita og samstarf um það sem vegur hátt hjá Íslandi en því miður er Ísland nokkuð að baki þeim þjóðum sem við helst berum okkur saman við.
Rannsóknir og nýsköpun | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)