Bloggfærslur mánaðarins, mars 2020
Frumkvöðlastarf kvenna
27.3.2020 | 11:17
Greiningarstofa nýsköpunar í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sjö Evrópulöndum; Ísland, Ítalía, Spánn, Frakkland, Kýpur Þýskaland og Svíþjóð undirbýr nú verkefnið Women at work eða W@W.
Markmið verkefnisins að auðvelda konum að starfa sem frumkvöðlar en einnig að bæta þekkingu og hæfni þeirra á því sviði . Verkefnið miðar að því að ná til kvenna sem hafa nokkra reynslu af atvinnulífi annað hvort sem launafólk eða með eigin starfsemi.
Hópi kvenna verður boðinn aðgangur að verkefninu án endurgjalds sem felst í því að fá þjálfun og aðgengi að verkfærum til að auka þekkingu þeirra á viðfangsefnum frumkvöðlastarfsemi. Með verkfærum er átt við aðgengi að gögnum á netinu. Dæmi um þessi viðfangsefni eru ; mannleg færni (Soft skills), viðskiptafærni (Hard skills) og færni sem varðar tölvur og snjalltæki (Digital skills).
Í upphafi verður byrjað á því að kanna þekkingu kvenna á umhverfi frumkvöðlamála. Þá er tekið mið af frumkvöðlaumhverfi í hverju landi. Með þetta í huga er síðan hannað námsefni og verkfæri fyrir konurnar til að hagnýta sér í starfsemi sinni.
Í framhaldi er haldið námskeið, en markmið námskeiðsins er að auka og dýpka þekkingu kvenna með því að þjálfa þær í að reka lítið fyrirtæki. Meðal þess sem tekið verður fyrir á námskeiðinu er; stjórnun, færni í markaðsmálum, gæðamál, eigin framleiðslu, þátttaka í vörusýningum og ýmiskonar kostnaðar og tekjureikningar svo eitthvað sé nefnt.
Verkfærin verður hægt að nálgast á vefsíðu þar sem er að finna gagnlegt efni fyrir konur um frumkvöðlamál. Á síðunni verður einnig hægt að eiga samskipti og skiptast á þekkingu og einnig leita leiðsagnar um viðfangsefni frumkvöðlastarfs. Þar verður einnig hægt að selja eigin afurðir í gegnum vefsölu.
Annað verkfæri verður hægt að nálgast á vefsíðunni, en það er styrkleikamat sem metur þekkingu og styrk á sviði frumkvöðlastarfsemi. Konur sem ljúka styrkleikamatinu geta nálgast niðurstöður sínar í gegnum vefsíðuna. Þessar niðurstöður eru afar gagnlegar fyrir konur sem hugleiða að verða frumkvöðlar enda kemur þar fram hve vel þær eru undirbúnar.
Facebook: https://www.facebook.com/WomenAtWorkproject
Vefsíða: http://womenatwork-project.eu/
Instragram: Women_workproject
Könnun meðal kvenna í frumkvöðlastarfi er hér.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viðspyrna fyrir ferðaþjónustuna
23.3.2020 | 16:57
Ríkisstjórnin kynnti nýverið Viðspyrnu fyrir Ísland þar sem ýmiskonar efnahagsaðgerðir vegna Covid-19 eru kynntar. Hér er um að ræða stóran pakka þar sem tekið er á fjölda mála. Almennt má segja að þarna séu góðar tillögur lagðar fram sem vísast verða til gagns á þessum erfiðu tímum. Hvort þetta nægi til að minnka þann skell sem er fyrirséður í efnahagsmálum landsmanna skal ósagt látið. Það er þó ein aðgerð sem kann að vekja upp spurning. En það er stafræna gjafabréfið sem allir eldir en 18 ára fá, að upphæð fimm þúsund krónur.
Þetta eru samtals 1,5 milljarðar sem eiga að fara í ferðaþjónustuna. Það má segja að heildin nýtist vel en að sama skapi duga 5 eða 20 þúsund krónur skammt sem hvatning til ferðalaga innanlands. Útfærslan liggur svo sem ekki fyrir en það mætti velta fyrir sér hvernig hægt er að láta ferðaþjónustuna fá þetta fé án milliliða. Þess má geta að ferðalög innanlands eru mjög dýr og varla á allra færi að stunda þau, jafnvel með smá upphæð frá ríkinu. Það má velta því fyrir sér hvort það séu ekki bara þeir sem hafa efni á svona ferðum sem fara í þær. Þeir sem hafa ekki efni á rándýru ferðalagi innanlands fara þá ekki og þá hvor raftékkurinn verði þá ef til vill ekki notaður.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)