Viðspyrna fyrir ferðaþjónustuna

Ríkisstjórnin kynnti nýverið Viðspyrnu fyrir Ísland þar sem ýmiskonar efnahagsaðgerðir vegna Covid-19 eru kynntar. Hér er um að ræða stóran pakka þar sem tekið er á fjölda mála. Almennt má segja að þarna séu góðar tillögur lagðar fram sem vísast verða til gagns á þessum erfiðu tímum. Hvort þetta nægi til að minnka þann skell sem er fyrirséður í efnahagsmálum landsmanna skal ósagt látið. Það er þó ein aðgerð sem kann að vekja upp spurning. En það er stafræna gjafabréfið sem allir eldir en 18 ára fá, að upphæð fimm þúsund krónur.

Þetta eru samtals 1,5 milljarðar sem eiga að fara í ferðaþjónustuna. Það má segja að heildin nýtist vel en að sama skapi duga 5 eða 20 þúsund krónur skammt sem hvatning til ferðalaga innanlands. Útfærslan liggur svo sem ekki fyrir en það mætti velta fyrir sér hvernig hægt er að láta ferðaþjónustuna fá þetta fé án milliliða. Þess má geta að ferðalög innanlands eru mjög dýr og varla á allra færi að stunda þau, jafnvel með smá upphæð frá ríkinu. Það má velta því fyrir sér hvort það séu ekki bara þeir sem hafa efni á svona ferðum sem fara í þær. Þeir sem hafa ekki efni á rándýru ferðalagi innanlands fara þá ekki og þá hvor raftékkurinn verði þá ef til vill ekki notaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband