Frumkvöðlastarf kvenna

Greiningarstofa nýsköpunar  í samstarfi við  fyrirtæki og stofnanir í sjö Evrópulöndum;  Ísland, Ítalía, Spánn, Frakkland, Kýpur Þýskaland og Svíþjóð undirbýr nú verkefnið Women at work eða W@W.   

Markmið verkefnisins  að auðvelda konum að starfa sem frumkvöðlar en einnig að bæta þekkingu og hæfni þeirra á því sviði . Verkefnið miðar að því að ná til kvenna sem hafa nokkra reynslu af atvinnulífi annað hvort sem launafólk eða með eigin starfsemi.

Hópi kvenna verður boðinn aðgangur að verkefninu án endurgjalds sem felst í því að fá  þjálfun og aðgengi að „verkfærum“  til að auka þekkingu  þeirra á viðfangsefnum frumkvöðlastarfsemi.  Með verkfærum er átt við aðgengi að gögnum á netinu.  Dæmi um þessi viðfangsefni eru ; mannleg færni (Soft skills), viðskiptafærni (Hard skills) og færni sem varðar tölvur og snjalltæki (Digital skills).

Í upphafi verður byrjað  á því að kanna þekkingu kvenna á umhverfi frumkvöðlamála. Þá er tekið mið af frumkvöðlaumhverfi  í hverju landi.  Með þetta í huga er síðan hannað námsefni og verkfæri fyrir konurnar til að hagnýta sér í starfsemi sinni.

Í framhaldi er haldið námskeið, en markmið námskeiðsins er að auka og dýpka þekkingu kvenna með því að þjálfa þær í að reka lítið fyrirtæki.  Meðal þess sem tekið verður fyrir á námskeiðinu er;  stjórnun, færni í markaðsmálum, gæðamál, eigin framleiðslu, þátttaka í  vörusýningum og ýmiskonar kostnaðar og tekjureikningar svo eitthvað sé nefnt.

Verkfærin verður hægt að nálgast á vefsíðu þar sem er að finna gagnlegt efni fyrir konur um frumkvöðlamál. Á síðunni verður einnig hægt að eiga samskipti og skiptast á þekkingu og einnig leita leiðsagnar um viðfangsefni frumkvöðlastarfs. Þar verður einnig hægt að selja eigin afurðir í gegnum vefsölu.

Annað verkfæri  verður hægt að nálgast á vefsíðunni, en það er styrkleikamat sem  metur þekkingu og styrk á sviði frumkvöðlastarfsemi.  Konur sem ljúka styrkleikamatinu geta nálgast niðurstöður sínar í gegnum vefsíðuna.  Þessar niðurstöður eru afar gagnlegar fyrir konur sem hugleiða að verða frumkvöðlar enda kemur þar fram hve vel þær eru undirbúnar.

Facebook:   https://www.facebook.com/WomenAtWorkproject

Vefsíða:       http://womenatwork-project.eu/

Instragram: Women_workproject

Könnun meðal kvenna í frumkvöðlastarfi er hér.


Viðspyrna fyrir ferðaþjónustuna

Ríkisstjórnin kynnti nýverið Viðspyrnu fyrir Ísland þar sem ýmiskonar efnahagsaðgerðir vegna Covid-19 eru kynntar. Hér er um að ræða stóran pakka þar sem tekið er á fjölda mála. Almennt má segja að þarna séu góðar tillögur lagðar fram sem vísast verða til gagns á þessum erfiðu tímum. Hvort þetta nægi til að minnka þann skell sem er fyrirséður í efnahagsmálum landsmanna skal ósagt látið. Það er þó ein aðgerð sem kann að vekja upp spurning. En það er stafræna gjafabréfið sem allir eldir en 18 ára fá, að upphæð fimm þúsund krónur.

Þetta eru samtals 1,5 milljarðar sem eiga að fara í ferðaþjónustuna. Það má segja að heildin nýtist vel en að sama skapi duga 5 eða 20 þúsund krónur skammt sem hvatning til ferðalaga innanlands. Útfærslan liggur svo sem ekki fyrir en það mætti velta fyrir sér hvernig hægt er að láta ferðaþjónustuna fá þetta fé án milliliða. Þess má geta að ferðalög innanlands eru mjög dýr og varla á allra færi að stunda þau, jafnvel með smá upphæð frá ríkinu. Það má velta því fyrir sér hvort það séu ekki bara þeir sem hafa efni á svona ferðum sem fara í þær. Þeir sem hafa ekki efni á rándýru ferðalagi innanlands fara þá ekki og þá hvor raftékkurinn verði þá ef til vill ekki notaður.


Nýsköpunarlandið Ísland, ekki lúxus heldur nauðsyn.

 

Ráðuneyti nýsköpunarmála hefur nú birt stefnumótun sína í nýsköpunarmálum. Því ber að fagna, en í þessari stefnu kennir margra grasa. Sumt skynsamlegt og áhugavert annað síður. Það vekur athygli að tekið er fram að nýsköpun sé ekki lúxus heldur nauðsyn. Þetta er fremur furðuleg yfirlýsing og gefur vonandi ekki tóninn fyrir innihaldinu.

Að birta nýsköpunarstefnu er mikilvægt fyrir hvert land. Þó Ísland sé fremur seint á ferðinni að móta stefnu um þetta viðfangsefni sem hefur þó verið markvisst unnið að í yfir þrjátíu ár. En lengur ef miðað er við skipulagða vinnu fyrirtækja til að bæta afurðir sínar og ferla. Mælingar á nýsköpunarstarfi byrjuðu árið 1991 og hefur verið í gangi síðan. Mælingar á rannsókna- og þróunarstafi byrjaði um 1980 en tölur eru til frá 6. áratugnum.

Fullyrt er að hugvit einstaklinga sé mikilvægasta uppspretta nýsköpunar. Það er vitanlega rétt enda er nýsköpun mannanna verk en hvar er þessi uppspretta virk. Er það í bílskúrnum eða einhversstaðar annarsstaðar, málið er að nýsköpun í starfandi fyrirtækjum er það nýsköpunarstarf sem skila hvað mestu til samfélagsins.  Nýsköpun sem byrjar sem hugmynd einstaklinga getur vissulega skipt máli en brottfall í því starfi er mikil  og einungis um 10% fyrirtækja sem sprottin eru frá hugmynd einstaklinga vaxa sem fyrirtæki.

Í stýrihópnum sem stendur að baki stefnu Íslands í nýsköpunarmálum er valinn maður í hverju rúmi. Þar er að finna fólk frá umhverfi nýsköpunar, menntakerfinu og úr stjórnmálunum. Formaðurinn er frumkvöðull sem gefur hópunum aukið vægi. Það hefði ef til vill mátt virkja íslenska frumkvöðla sem sem hafa af reynslu af því að vinna frá grunni með nýsköpunarhugmynd  og vita hvar skóinn kreppir. Vonandi rata fleiri frumkvöðlar inn í nýsköpunar- og frumkvöðlaráð verði það sett á stofn. Það er skaði af því að Rannsóknarmiðstöð Íslands hafi verið breytt í sjóðastofnun og skilið eftir stórt skarð þar sem stjórnsýsla vísinda, tækni og nýsköpunar er nú í skötulíki. Það er útilokað að ráðuneytin sem sinna þjónustu við Vísinda- og tækniráðs geti gert það að einhverju viti, miðað við það álag sem er á ráðuneytisfólki.

Annar stór ágalli við nýsköpunarkerfið eins og það er í dag er mikill skortur á öflun gagna og greining á þeim.  Hagstofan safnar gögnum fyrir samræmda gagnaöflun um nýsköpun á EES svæðinu. Í árlegri skýrslu ESB sem kallast „European Innovation Scoreboard“ eru birt gögn frá öllum EES löndunum, þar með talið frá Ísalandi. Nýjast skýrslan gefur til kynna að Ísland sé verulega að dragast aftur úr öðrum löndum hvað varðar nýsköpun. Sennilega er þessi þróun til komin vegna þess að önnur lönd eru að sýna aukinn árangur ár frá ári á meðan Ísland stendur í stað. Það er frekar óþægileg þróun og gæti haft verulegar afleiðingar fyrir samkeppni og efnahag landsins.

Þar sem ekki fylgir framkvæmdaplan fyrir stefnumótun í nýsköpun, er ekki hægt að ætlast til að hugtök og forgangsröðun viðfangsefna séu nákvæmlega skilgreind. En þungamiðjan í stefnunni eru viðfangsefnin a) fjórða iðnbyltingin, b) umhverfismál og c) lýðfræðilegar áskoranir. Hér eru nokkur viðfangsefni á ferðinni sem er góð byrjun en fleiri þættir þurfa að koma til, svo sem hvað varðar þjálfun. Í fyrsta lagi hvað er átt við með nýsköpun? Þetta þarf að skýra þannig að sem flestir lesendur séu með sama skilning á hugtakinu. Það mætti rekja í stuttu máli þróun á hugtakinu frá því að vera línulegt kerfi, yfir í ólínulegt og nú skilningurinn á að nýsköpunarstarf hafi víðfermar afleiðingar og áhrif. Þá er skilningur á hugtakinu fjórða iðnbyltingin afar mismunandi. Sumir sjá í þessu hugtaki að vélar séu að taka við af fólkinu. Þetta má vera rétt en það kemur meira til. Það mætti skýra þessa mikilvægu þróun betur í ljósi fyrri þróunar frá því línulegt kerfi var skilgreint þar til í dag að þriðja kynslóð nýsköpunar hefur komið fram.

OECD segir að „svokölluð fjórða iðnbylting muni „breyta ekki aðeins hvað við gerum heldur líka hver við erum. Hún mun hafa áhrif á sjálfsmynd og allt sem hana varðar, svo sem friðhelgi einkalífsins, skilning okkar á eignarhaldi, neysluvenjur, tíma sem við verjum í vinnu,  frístundum og hvernig við þróum starfsferla, þekkingarsköpun, samskipti og fleira svo sem til að nefna eina nálgun.

 

Umhverfismálin eru afar mikilvægur þáttur fyrir íslendinga að skilja og vinna að. Þetta skiljum við nokkurn veginn þó umhverfismál séu afar umfangsmikill málaflokkur og er okkur frekar hugleikinn. Þegar kemur að lýðfræðilegum áskorunum eru nefndar til sögunnar aldursamsetning þjóðarinnar og nýjar lausnir í heilbrigðis og velferðarmálum. Hér er skautað frjálst yfir fjölda viðfangsefna til að nefna dæmi:

-  Heilbrigðismál, öldrun, lýðfræðilegar breytingar og velferð

-  Fæðuöryggi, sjálfbær landbúnaður og lífrænu efnahagskerfi

-  Trygg, hrein og skilvirk orka

-  Snjallir, grænir og samþættir flutningar

-  Loftslagsbreytingar og skilvirk nýting gæða, þar með talin hráefni

-  Öryggi og nýsköpun í samheldnu samfélag

Lýðfræðilegar áskoranir eru jafnan þannig gerðar að ekkert eitt land hefur burði til þess að finna lausnir gagnvart þeim. Mikil áhersla er lögð á að lönd vinni saman að þessum málum enda stærð þeirra mjög mikil. Norðurlöndin eru þegar vel á veg komin með að undirbúa samstarf um þessi mál meðal annars í samstarfi innan NordForsk.

Fullyrt er í stefnunni að vilji til nýsköpunar sé innbyggður í samfélag, menningu og atvinnulíf landsmanna. Þetta er trúlega rétt. Almenningur er jákvæður í garð nýsköpunar. Vandamálið er ekki í viðhorfi fólks heldur möguleikum fólks til að stunda nýsköpun. Þar kemur fyrst fram afar takmarkað fé til nýsköpunar, brotakennt kerfi og síðan að einhverju leiti skortur á þekkingu á viðfangsefni nýsköpunarinnar ásamt stuðningskerfi við frumkvöðla og er þá átt við aðgengi að þekkingu til nýsköpunar sem frumkvöðlar gætu sótt stuðning og þekkingu.

Það skal ekki vanþakkað að stjórnvöld hafa næstum alltaf stutt við rannsókna- og nýsköpunarsjóði. Jafnvel á hrunárunum voru þessir sjóðir að einhverju leiti verndaðir fyrir miklum niðurskurði. Eitthvað virðast þessi mál þó eiga undir högg að sækja nú. Vandamálið er ekki viðhorf og áhugi heldur að sjóðir eins og Tækniþróunarsjóður eru mjög litlir. Sjóðurinn hefur stækkað hressilega á síðustu árum og áratugum en hann er enn of lítill til að geta skipt verulegu máli. Þetta þýðir að fjölmörg áhugaverð verkefni fá ekki framgang. Þar eru fyrstu merki um þrengri samkeppnisstöðu Íslenskra nýsköpunarfyrirtækja miðað við erlend fyrirtæki.

Þá eru fjárfestingarsjóðir sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum mjög fljótir að fjárfesta öllu sínu fé í áhugaverðum fyrirtækju. Þar er líka um að ræða ávöxtunarkröfu sem aðeins reyndari og eldri nýsköpunarfyrirtæki geta mögulega uppfyllt. Það er ekki til mikils að reka sjóði sem geta ekki fjárfest í einu verkefni fyrr en annað fer út úr sjóðunum.

Stefnan gerir ráð fyrir að til staðar sé þroskað umhverfi fyrir fjármögnun nýsköpunar. Um þetta má deila. Fjármögnun á þekkingarstarfsemi er svolítið í skötulíki á Íslandi. Mest opinbert fé sem merkt er nýsköpun fer til stofnana á fjárlögum og þeim er nokkuð í sjálfsvald sett hvernig þær nota það. Rannsóknastofnanir og háskólar eru, eða ættu að vera, mikilvægur þáttur í nýsköpunarstarfi, en þá er mikilvægt að þessar stofnanir séu í betri tengslum við atvinnulífið og þarfir til nýsköpunar. En þar sem litlar sem engar kröfur eru settar á þessar stofnanir hættir þeim til að byggja upp óþarfa yfirbyggingu.

Það er jákvætt í stefnunni hve mikil áhersla er lögð á þátttöku íslendinga í erlendum verkefnum. Þetta er alls ekki sjálfgefið og einungis á færi þeirra sem hafa aðgang að fólki sem þekkir til umsóknaferla í erlendum sjóðum að vænta árangurs. Það er mikil vinna að gera hæfa umsókn t.d. í rammaáætlanir ESB og þurfa umsækjendur að hafa tíma, þekkingu, tengsl og fé til að sækja um fé. Þetta ferli mætti bæta en dæmi eru um að erlendir aðilar hjálpi íslenskum fyrirtækjum til að sækja um í erlenda sjóði. Þessa þekkingu þarf að byggja upp hér á landi með tilheyrandi tengslum. Svo eru það ekki bara fjármagn sem þarf að vera aðgangur að það þarf mikil tengsl og þekkingu á umfangi og eðli þeirra verkefna sem sækja skal í. Áhersla á fjármagn eitt og sér er alls ekki nóg, meira þarf til.

Íslenskt regluverk varðandi nýsköpun er hugsanlega ekki eins fullkomið og stefnuskýrslan heldur fram. Víða eru brestir í kerfinu. Stutt er síðan hlutverk rannsóknaráðs var minnkað niður í einungis rekstur sjóða og því þyrfti að endurskoða hlutverk rannsóknaráðs með tilliti til aukinnar áherslu á nýsköpun samkvæmt nýútgefinni skýrslu  ,,Nýsköpunarlandið Ísland”.. Sjóðirnir sem jafnan hafa notið stuðnings stjórnvalda eru mjög litlir og kröfurnar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að sækja um og gera grein fyrir styrkjum til nýsköpunar eru óhóflegar. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að gera góða grein fyrir nýtingu opinbers fjár frá skattgreiðendum. En að leggja síbreytilegar kröfur, oft óskrifaðar, á lítil fyrirtæki er engum til góðs. Það eru allmörg mannár nýsköpunarfyrirtækja sem fara í umsóknir á styrkjum sem oft eru litlir og stór hluti fer aftur til ríkisins í formi skatta.

Stefnan kallar á að gagnaöflun og greining á stöðu nýsköpunarumhverfisins verði hluti að mælaborði stjórnalda og við hagstjórn. Þetta er hressandi yfirlýsing og þörf því hingað til hefur gagnaöflun og greining verið allt of lítil síðastliðinn ár. Fyrir um tíu árum var gagnaöflun takmörkuð en þó regluleg og greining var gerð í samstarfi við bæði Norðurlöndin og erlendar stofnanir sem gaf okkur við mið. Þetta var ekki nægileg vinna þá, en er enn minni nú og sennilega engin. Hagstofan gerir samræmdar kannanir um nýsköpun, en þessar niðurstöður eru ekki nýttar í neina greiningu hér á landi sem er þó mikilvæg til að meta stöðu og þörf. Sem betur fer er greining gerið á vettvangi ESB í svo kölluðum Eruopean innovation scorboard. Þar eru í raun fyrstu vísbendingar um að Ísland er að dragast afturúr öðrum löndum hvað varðar nýsköpun. Þetta kallast á við nýjustu niðurstöður frá World Economic forum sem nýlega hefur greint frá því að samkeppnisstaða Íslands fer versnandi.

Stefnuplaggið ,,Nýsköpunarlandið Ísland” er gott framlag í umræðuna um þróun nýsköpunar á Íslandi. Talsvert af innihaldinu byggist þó ekki á greiningarvinnu og sumstaðar um að ræða hreina óskhyggju. Vonast er til þess í framhaldi að stefnunni fylgi einhverskonar framkvæmdaáætlun þar sem tekist er á við í fyrsta lagi þá vankanta sem er að finna á umhverfi og skipulagi nýsköpunarkerfisins. Þá þarf að samræma aðgengi að fé til þessara mála, en til er fjöldi lítilla sjóða sem eru svo sem ekki til neins, nema þá að veita viðurkenningu fyrir góða umsókn. Það þarf að afla tölulegra gagna um starfsemi nýsköpunar, sem segja okkur til um umfang og leiðir, og byggja síðan stefnu á þeim greiningum sem gerðar verða á þeim gögnum. Skattayfirvöld þurfa að opna gagnagrunna sína fyrir aðgengi að gögnum um fyrirtæki, svo sem flokkun á starfsemi þeirra, mannafla og fleira, en þar er að finna fjársjóð upplýsingar sem ekkert nýtast.

Að lokum mætti benda á að það er í lagi að hafa forgangsröðun á nýsköpunarstarfi og þróun nýsköpunarumhverfis hér á landi. Skynsamleg nýting fjár er eitt, samstarf um samfélagslegar ögranir er annað. Það þarf að taka til í kerfinu og skipuleggja í anda nýrra hugmynda um stöðu og þróun nýsköpunar.


Nýsköpunarvog fyrir EES löndin 2019

Ísland telst til landa sem eru Sterk í nýsköpun. En það eru lönd sem mælast með 90-120% af meðaltalsárangri EES landanna hvert ár.

Sterkustu svið nýsköpunar á Íslandi eru Umhverfi sem er jákvætt í garð nýsköpunar, Tengslamyndun í nýsköpunarstarfi og Aðlaðandi rannsóknakerfi. Ísland sýnir sérstakan árangur varðandi samstarf fyrirtækja og stofnana í birtingum vísindagreina, Alþjóðlegu samstarfi um birtingar og símenntun. Samtímis eru Áhrif af sölu sem tengist nýsköpun og Þekkingarverðmæti meðal þeirra þátta þar sem Ísland á nokkuð í land. Þar sem skóinn virkilega kreppir eru þættir eins og Útflutningur afurða á há- og meðal tækni, Sala á nýja markaði og Sala á afurðum sem eru nýjar hjá fyrirtækjunum ásamt Hönnun nýrra afurða.

Það vekur athygli að Ísland mælist hátt þar sem um er að ræða forsendur og umhverfi nýsköpunar ásamt þekkingu vísindasamfélagsins. Hins vegar þegar kemur að sjálfri nýsköpuninni, að koma fram með nýjar eða verulega breyttar afurðir í einhverju formi, þá er minna að ske. Þess ber að geta að Ísland er nánast alltaf á botni í samanburði um útflutning á nýsköpunarafurðum. Dæmi um það er mynd 1 á vefsíðu Eurostat. Skýringin á þessu er líklega sú að grunnur atvinnulífs er fremur þröngur á Íslandi og afar fáar afurðir framleiddar þar teljast til hátækni. Til hátækni teljast afurðir í lyfjaiðnaði, raftækjaiðnaði og flugför. En skilgreining á tæknistigi er venjulega: 1) hátækni, 2) meðal hátækni, 3) meðal lágtækni og 4) lágtækni.

Mismunur á samanteknum árangri miðað við meðaltals árangur á EES svæðinu er nokkuð mikill, Íslandi í hag. Ísland hefur verið með um 20 prósentustig umfram meðalárangur á EES svæðinu. Þó hefur þessi árangur farið lækkandi síðustu árin. Árangur sem borinn er saman milli þessara svæða var um 20% ofar árangri EES landanna fyrir árið 2011. Einnig er borinn saman árangur ársins 2018 og Ísland einungis um 9% hærra. Þetta er talsvert mikið áhyggjuefni að sjá hvað EES svæðið í heild er komið nálægt Íslandi í árangri við nýsköpun. Þegar skoðaðir eru þættir eins og VLF á mann, Árlegur vöxtur á VLF ásamt Útgjöldum fyrirtækja til rannsókna og þróunar miðað við fólksfjölda eru talsvert fyrir ofan meðaltal EES landanna. Þá er hlutfall starfa við framleiðslu í hátækni og meðal tækni og nettó innflæði erlendrar fjárfestingar talsvert undir meðaltali EES landanna.

Það vekur athygli að útgjöld fyrirtækja til rannsókna og þróunar hafa hækkað talsvert og eru um 1,35% af VLF og eru á svipuðu reki og 2010. Þegar Hagstofa tók við mælingunum lækkuðu þessi útgjöld verulega en hafa síðan vaxið með furðulega hröðum takti til 2017. Það er annars vandamál hve mikið af mælikvörðum vantar í nýsköpunarvog EES svæðisins fyrir Ísland, einhver er ekki að gera vinnuna sína, að minnsta kosti ekki mjög vel.

Í skjalinu sem er viðfest þennan texta kemur fram árangur á ýmsum sviðum nýsköpunar en einnig samanburður á ýmsum hagstærðum milli Íslands og ESB landanna.

Í meðfylgjandi skjali sést samanburður á milli Íslands og Meðaltals árangurs á öllu EES svæðinu fyrir árin 2011 og 2018. Það sést á litunum í töflunni hvar Ísland stendur sig vel. Dökk grænt sýnir hvar Ísland er með meira en 20% árangur. Grænt þar sem það er undir 20%. Gult sýnir hvar Ísland nær ekki 90% af meðaltalsárangri og appelsínugult þar sem Ísland er ekki hálfdrættingur. Það er áhyggjuefni að sjá þessa appelsínugulu kafla í töflunni. Þeir gefa til kynna að lítil gróska sé í sölu afurða á hátækni og meðal hátækni sviðinu. Minna er að marka fjölda útskrifaðra doktora, en sem kunnugt er útskrifast stór fjöldi Íslendinga með doktorsgráðu frá öðrum löndum, en mælingar ná ekki til þess. Dökk grænu sviðin eru flest í tengslum við mannauð og kerfi. Ljósgrænu sviðin eru í tengslum við stuðning við nýsköpun og rannsóknastarf. Gulir reitir varða þekkingarverðmæti.

Af þessum dæmum er ljóst að Ísland mætti gera betur í nýsköpunarmálum. Það þarf að vera öllum ljóst að nýsköpun er forsenda hagvaxtar. Raunar hefur hagvöxtur undanfarinna ára verið talsverður og umfram flest önnur lönd, þó eitthvað sé að draga úr. En það er ekki nýsköpun sem dregur áfram þennan hagvöxt heldur orkuframleiðsla og stóriðja ásamt þjónustu við ferðamenn, en þar má koma til talsverð nýsköpun.

Heyrst hefur talað um komandi nýsköpunarstefnu stjórnvalda sem eitthvað hefur seinkað. En til þessa hefur Vísinda og tækniráð gefið út stefnu sem virðist ganga nokkuð vel. Þau stefnu plögg hafa jafnan verið til þess að styrkja innviðina frekar en að auka nýsköpun. Verkfæri stjórnvalda eru svo sem ekki mjög framsækin. Jafnan er bent á að Tækniþróunarsjóður sé öflugur og er honum ætlað að fjármagna mestan hluta þeirrar nýsköpunar sem lagt er í. Ekki skal vanþakka það sem þó er gert, en vita má að Tækniþróunarsjóður, sem hefur vaxið mikið, er afskaplega lítill. Það þarf að koma meira til en eins og tölfræðin sýnir er fjármögnun nýsköpunar verulegur dragbítur á þróun hennar. Vonandi nær þessi góði hópur sem skipaður hefur verið til að ræða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland útfrá skilgreindri þörf á umbótm og leggja þar með grunninn að auknum hagvexti og velsæld í landinu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Norska Forskningspolitikk gerir grein fyrir nýrri sýn á nýsköpun.

Norska rannsóknarráðið hefur fengið í hendurnar nýja skýrslu frá hinu fjölþjóðlega ráðgjafafyrirtæki Technopolis. Stuðst er við nýja skýrslu OECD um úttekt á nýsköpun í Noregi. Norðmenn láta taka reglulega út rannsókna- og nýsköpunarkerfið í landinu, líkt og Íslendingar gerðu um árabil.

Helstu skilaboð í skýrslunni til stefnumótandi aðila í Noregi eru þrennskonar:

  • Breytingar í átt að fjölbreyttara og öflugra hagkerfi.
  • Þróun nýsköpunarkerfisins í átt að samkeppnishæfni, skilvirkni og hagkvæmni.
  • Stuðningur við rannsóknir og nýsköpun sem gera betur kleift að mæta félagslegum árskorunum.

Þessi skilaboð Technopolis taka mið af því sem OECD kallar „þriðja kynslóð nýsköpunarstefnu“.  En í gegnum árin hefur sýn sérfræðinga í stefnumálum nýsköpunar gengið í gegnum tvær kynslóðir:

  1. Fyrsta kynslóðin byggist á línulegum skilning á nýsköpun, þar sem nýsköpun er flutt frá rannsóknarstofnunum eða háskólum til atvinnulífsins. Opinber fjárfesting í rannsóknum og þróun er hér réttlætanleg vegna markaðsbrests, það er að fyrirtækin hafa ekki næga burði til að stunda rannsóknir til að niðurstöður þeirra komi fram sem nýsköpun. Hugmyndin er sú, að fyrirtæki leggja áherslu á rannsóknir og þróun vegna þess að þau geta annars ekki viðhaldið nægilegri arðsemi.
  2. Önnur kynslóðin byggist á að fyrirtækið er í brennidepli í skilningi á nýsköpun, þar sem maður sér samspil mismunandi aðila í samfélaginu og hvernig þeir læra af hverju öðrum. Hér er verkefni hins opinbera að vinna gegn vankanta kerfisins með því að tryggja fjármögnun, skipulag og ramma sem fólk og fyrirtæki þurfa að tileinka sér.
  3. Þriðja kynslóð nýsköpunarstefna er ný hugmynd, sem er enn í þróun. Flestir sem vinna að þessu málum eru sammála um að þessi ramma inniheldur að minnsta kosti þessa þætti:

 

  • Stefna sem varðar félagsleg og alþjóðlegar áskoranir, sem má tengja markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni.
  • Hugmynd er uppi um að þessar helstu áskoranir krefjast meira en nýrra uppfinningar og nýrra hugmynda. (í ljósi þess að þetta starf getur skapað eins mörg vandamál og það leysir). Það kann að koma upp þörf fyrir endurskipulagningu hagkerfisins, framleiðslunnar og jafnvel hins félagslega kerfis til að tryggja sjálfbæra framtíð.
  • Í ljósi þess að rannsóknir og nýsköpun geta skapað eins mörg vandamál og hún
    leysir verður ábyrgð og sjálfbærni verða að vera hluti af hugsun fyrirtækja og vísindamanna frá fyrsta degi. Stefnumótandi aðilar þurfa því að taka tillit til sjálfbærni og ábyrgðar í skipulagningu, fjármögnun og eftirfylgni.
  • Margir af þeim áskorunum sem við vinnum að eiga verða til í framtíðinni og allt sem maður gerir hefur afleiðingar fyrir framtíðina. Enginn getur sagt til um framtíðina, en vísindamenn og stefnumótandi aðilar geta búið til mismunandi sviðsmyndir um framtíðina og skilgreina þannig áskoranir og tækifæri sem hægt er að undirbúa.
  • Allir sem málið varðar ættu að taka þátt í stefnumótun, ekki bara þeir sem hefð hefur verið fyrir að sjái um þau mál svo sem faglegir og pólitískir sérfræðingar.

Sjálfbærni er mikilvægur þáttur í viðleitni þjóða til að ná félagslegum og efnahagslegum markmiðum sínum. Það er því mikilvægt að vanda vel til verka við stefnumótun í nýsköpunarmálum.

 


Evrópskt samstarf um handbók fyrir kennara um tilfinningar nemenda

Nýlega gaf samstarfshópur um framfarir í endur- og símenntun út ritið Emotions- How to cope in Learning environments. Markmið með útgáfu þessarar handbókar er að læra af kennurum og öðrum sem þjálfa nemendur hvað varðar virðingu fyrir umhverfi sínu, þolinmæði við samskipti milli fólks og að forðast mistúlkun og erfið samskipti milli nemenda og kennara. Tilfinningar eru í brennidepli þessarar handbókar og hvernig skuli taka á margvíslegum vandamálum sem upp koma í tengslum við þær. 

Höfundar söfnuðu saman reynslusögum frá kennurum, leiðbeinendum og öðrum þeim aðilum sem koma að þjálfun í sí- og endurmenntun á daglegum grunni og í ljósi þessarar reynslu voru teknar saman ýmsar aðferðir og dæmi um leiðbeiningar og tækni til að takast á við tilfinningatengd vandamál í kennslu.

Greiningstofa nýsköpunar á Íslandi tók þátt í verkefninu.

Að handbókinni stóð hópur aðila frá Íslandi, Danmörku, Færeyjum, Litháen og Lettlandi. Starfið við Handbókina var styrkt af NordPlus. Hægt er að nálgast handabókina í pdf formi í skrár tengdar bloggfærslu.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Greining á ferðavenjum ferðamanna, innlendra líka.

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sagði að "Engin almennileg gögn eru til í ferðaþjónustunni hér á landi svo hægt sé að gera marktækar áætlanir og bregðast við áföllum í greininni.

Það er nánast á hverjum degi að fjölmiðlar koma fram með mis vel undirbúnar skýringar á þróun ferðamála og fjölda ferðamanna og hversvegna sú þróun er á þennan veginn og hinn. Gerðar hafa verið skýrslur um hver þróun ferðamanna er og þar sýnist sitt hverjum. Ein vinsælasta skýringin er fall WoW flugfélagsins, sem leiða má líkum að sé rétt af einhverju leit. Það má vel vera að einhver hafi rétt fyrir sér. Af hverju vitum við ekki eitthvað um áhrif af falli WoW til skemmri og lengri tíma? Hvað sem því líður er umræðan afskaplega ómarkviss á allan hátt. Að telja ferðamenn á ýmsum stöðum og frá ýmsum stöðum og athuga hvað þeir hafa eytt miklu fé er fremur takmörkuð greining. Minni áhersla er lögð á að kanna eiginleika og afstöðu þeirra sem kjósa að sækja okkur heim. 

Fáir eru að gefa gaum af því að íslenskum ferðamönnum í eigin landi virðist vera að fækka. Þá er skýringin helst gefin sú að við íslendingar viljum ekki vera innan um stóran fjölda erlendra ferðamanna. Þarna er þáttur sem þarf að greina almennilega. Hversvegna er landinn að draga úr ferðum innanlands? 

Ef ég á að gerast eins mann könnun á ferðavenjum íslendinga í eigin landi, þá get ég upplýst að nokkrir þættir hafa áhrif á mínar ferðavenju. Í fyrsta lagi er það gengdarlaus okur á öllu verðlagi sem við innlendir og erlendir ferðamenn verðum fyrir. Hvort um sé að ræða eldsneyti á bíla, kostnaði á tjaldstæðum, kostnaður við veitingar svo eitthvað sé talið. Ég hef ekkert á móti frjálsu verðlagi í sjálfu sér, en það er orðið aðeins of frjálst. Án þess að fara að telja upp lista af vörum og þjónustu sem ferðamenn kaupa, þá held ég að stutt ferð til útlanda gæfi meira verðgildi fyrir peningana.

Í öðru lagi er það blessað veðrið sem hefur áhrif á ferðavenjur mínar. Þar get ég ekki kennt neinum um nema náttúruöflunum, en þeim breytum við ekki. Þó við séum alltaf að reyna með því að bjóða náttúrunni ýmiskonar mengun og sóðaskap. Þá er bara að velja stað til að heimsækja og búast má við þokkalegu veðri. Það er ekki alltaf létt fyrir okkur hjólhýsafólkið að keyra mikið á milli landhluta. Ef við gerum það þá eru tjaldstæðin, sem eru misjafnlega vel skipulögð og rekin, tilbúin að rukka um vænar fjárhæðir fyrir gistingu og fyrir rafmagn. Það væri fróðlegt að sjá hve miklu rafmagni venjulegt hjólhýsi, fellihýsi eða hvað það nú kann að vera, eyðir á sólahring. En verðið á rafmagni er allt að tveimur þúsundum. 

Tjaldstæði eru svolítið sérstök. Þar er hægt að fá ýmsa þjónustu svo sem aðgang að salernum, vatni og góð ráð hjá fullorðnum tjaldvörðum. En oftast er eina þjónustan fólgin í að ungmenni koma og rukka tjaldbúa um stæði fyrir ferðahýsi og rafmagn. Stundum er þetta eina þjónustan sem veitt er. Þá er ekki hægt að panta tjaldstæðin a netinu og gera upp þar. Það er víðast hvar alvarlegur skortur á þjónustu tjaldstæða og framkvæmdir við þau eru oftast í skötu líki. Sveitarfélög hafa þó vel búna sveit rukkara á tjaldstæðum sínum. Gjaldtaka er vel þróað fyrirbæri en oft lítil þjónusta á bak við gjöldin.

Sem áður sagði eru erlendir ferðamenn ekkert fyrir mér. Vera má að erfitt sé að fá bílastæði á vinsælum ferðamannastöðum. En bílastæði eru víða til vandræða. Erlendir ferðamenn eru ekki alltaf á sömu stöðum og innlendir. Til dæmis á tjaldstæðum eru þeir venjulega á afmörkuðum stöðum með kúlutjöldin sín. 

Ég skal viðurkenna að það eru á hinum vanbúnu vegum okkar sem ég passa mig á erlendum ferðamönnum. Að mæta litlum Jaris eða Kúkú car, eða hvað þeir nú kallast vinsælustu ferðabílarnir, á ofsahraða þá verður mér ekki um sel. Hér held ég að framkvæmdavaldið mætti efna fleiri loforð um viðhald og breytingar á þjóðvegum. Löggan gerir sitt besta en alvarlegar afleiðingar ofsaaksturs hafa verið átakanlegar.  

Því er bent á að það mætti greina ferðavenjur innlendra og erlendra ferðamanna mun betur en gert er og haga verðlagi eins og við séum í virkri samkeppni um bæði innlenda og erlenda ferðamann. Þá mætti ræða málefni ferðamanna á breiðum grundvelli. Ekki láta gjaldtöku á hinum ýmsu ferðamannastöðum leiða umræðuna. 

 


Baráttan um störfin

Efnahagsstaða hverrar þjóðar byggist á því að hafa nægt framboð starfa sem standa undir  góðum lífskjörum.  Að skapa ný störf og og stuðla að frumkvöðlahugsun ásamt því að móta heildstæða atvinnu-, mennta- og vinnumarkaðs stefnu ætti að vera sameiginlegt verkefni stjórnvalda, samtaka launafólks og atvinnurekenda. Stjórnendur framhaldsskóla og háskóla þurfa einnig , með meira afgerandi hætti,  að taka þátt í mótun atvinnulífs og hugsa út fyrir aðalsnámskrá.   Nemendur vilja ekki bara útskrifast, þeir vilja menntun sem leiðir til atvinnutækifæra. Því er mikilvægt að yfirvöld skólamála sjái fyrir þær breytingar sem verða á kröfum atvinnulífs til færni og miði námsframboð að því.

Skýrari stefnu er þörf þegar horft er til uppbyggingar atvinnulífs hér á landi.  Ljóst er að efla þarf færni í raungreinum og fjölga tæknimenntuðu fólki ef íslenskt efnahagslíf á að þrífast á 21. öldinni og íslenskur markaður að vera samkeppnisfær.

Stefnan byggir meðal annars á því að við spyrjum okkur hverskonar samfélag við viljum vera. Viljum við vera hálauna eða láglaunasamfélag. Við höfum að nokkru leiti valið okkur leið sem láglaunaland á meðan áhersla á að skapa hálaunastörf hefur ekki verið fylgt eftir. Þá ber að fagna orðum forráðamanna ríkisstjórnarinnar að stefnumótun í málefnum rannsókna og nýsköpunar sé á dagskránni. Hér hefur verið slegið slöku við um árabil. Stefna í málefnum rannsókna og þróunar hefur vissulega verið mörkuð en í málefnum nýsköpunar hafa frumkvöðlar og fyrirtæki búið við lítinn skilning stjórnvalda. Bent er á að sjóðir í eigu landsmanna séu góður hvati til nýsköpunar og sköpunar verðmætra starfs. En þess má geta að þessir fáu sjóðir eru litlir og afar takmarkaður hvati í samkeppni við önnur lönd. En það er þó ekki þörf á að vanþakka það sem þó er gert. Mælingum að aðföngum til rannsókna og nýsköpunar hefur varla verið gefinn gaumur síðustu 10 árin, sem þýðir að við mælum þessa þætti í ótímabæru gorti stjórnvalda. Slakar mælingar og þar með birting upplýsinga um rannsóknir og nýsköpun standa íslenskum vísindum og nýsköpun fyrir þrifum.

Ísland er hluti af alþjóðlegu samfélagi þar sem hörð samkeppni ríkir um góð störf og sú samkeppni mun fara vaxandi ef tekið er mið af þróun  atvinnutækifæra hér á landi undanfarin ár. Þegar horft er til stöðunnar á vinnumarkaði á heimsvísu kemur fram áhugaverð tölfræði.  Af um það bil sjö milljörðum einstaklinga í heiminum í dag er talið að um það bil þrír milljarðar einstaklinga skapi verðmæti af einhverju tagi eða eru að leita að slíku starfi þar sem það er hægt. Vandinn felst í því að einungis eru um 1.2 milljarða heilsdagsstarfa á vinnumarkaðinum á heimsvísu sem þýðir að hugsanlega vantar  1.8 milljarða starfa fyrir atvinnubæra einstaklinga og/eða í atvinnuleit. Þetta samsvarar  því að um það bil 25% af fólksfjölda jarðarinnar eru að leita sér að starfi.  Barátta um störf þarfnast allra mögulegra úrræða sem hægt er að grípa til. 

Á Íslandi var staðan árið 2018 sú að atvinnuþátttaka var um 76%, hlutfall starfandi 72% og atvinnuleysi 5,5,%.

Skortur á störfum, sem standa undir góðum lífskjörum, hefur löngum verið ástæða hungurs, mikilla fólksflutninga, illrar meðferðar náttúruauðlinda, öfga, og breikkandi bils á milli ríkra og fátækra.  Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda hvar sem er í heiminum er að taka á þessu vaxandi ójafnvægi í heiminum og takast á við nýtt verkefni þ.e. að  skapa störf.  Árið 2010 gerði Gallup könnun sem bar heitið; The state of global workplace:  A worldwide study og employee engagement and wellbeing”.  Megin niðurstöður þessarar könnunar eru eftirfarandi:

 

  1. Framhaldskólar, tækniskólar og háskólar eru lykiluppspretta fyrir sköpun starfa.
  2. Stærsta vandamálið sem alheimurinn horfist í augu við er takmarkað framboð starfa.
  3. Frumkvöðlun er mikilvægari en nýsköpun.
  4. Brottfall í skólum er kostnaðarsamt hverju samfélagi.
  5. Störf verða til þar sem nýir viðskiptavinir birtast.
  6. Útflutningur er undirstaða velgengni.

Ef þessi samantekt er sett í samhengi við íslenskan veruleika þá er ljóst  að stjórnvöld á Íslandi komast ekki hjá því að taka þátt í baráttunni um að efla atvinnutækifæri hér á landi þar sem að öðrum kosti munu lífskjör hér á landi versna í alþjóðlegum samanburði.   Meiri verðmætasköpunar er þörf til að hægt sé að búa við þau lífskjör sem við teljum ásættanleg.  Ljóst er  að hlúa þarf að frumkvöðlum – fólki sem skapar verðmætan rekstur og störf út frá hugmyndum.  Hlúa þarf að þætti frumkvöðlahugsunar hjá núverandi kynslóð, börnunum okkar.  Annars er nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi tilviljanakennd og jafnvel háð heppni. Ef við orðum þetta á annan hátt ,,Góðir viðskiptamenn skipta meira máli en nýjar hugmyndir”.   Við erum að renna út á tíma ef bíða á eftir góðu augnabliki eða heppninni. Átaks er þörf til að fjölga störfum með auknum umsvifum í atvinnulífinu. Er staðan sú að hlúð er meira að nýsköpun heldur en frumkvöðlastarfsemi? 

Við þurfum öfluga leiðtoga bæði innan ríkistjórnar og í viðskiptalífinu því þeir munu hafa mótandi áhrif á atvinnulíf borga og sveitarfélaga.  Hægt er að leiða hugann að tveimur borgum sem staðsettar eru í sitthvorum heimshlutanum: Singapore og Havana. Lee Kuan Yew (staða hans, þjóðarleiðtogi, stjórnmálamaður?) lagði grunnin að Singapore og Fidel Castro (þjóðarleiðtogi) lagði grunninn að Havana um það bil á sama tíma og  við álíka aðstæður.  Singapore er í dag eitt af framsæknustu nútímasamfélögunum með sterkt efnahagslífi og framboð á  störfum.  Líta má á Havana sem  efnahags- og  samfélagslegt slys.  Ein borgin virkar en hinn virkar ekki.  Munurinn á þessum borgum felst í  sýn og stjórnun leiðtoga þeirra sem lögðu grunnin í upphafi.

Baráttan um störfin milli 1970-2000 breytti öllu í heiminum, við lesum ekki um það í sögubókum en við getum lært margt af þessu tímabili.  Allt hófst þetta með því að í Kaliforníu  söfnuðust saman frumkvöðlar sem byggðu upp tækniiðnað sem leiddi til þess að milljón starfa urðu til.  Lærum af þessum tíma, hvað fór þar fram sem gerði það að verkum að milljón starfa urðu til/sköpuðust.

Það sem einkennir samkeppnishæfni ríkja er að þau nýta tækni, menntun, innviði, efnahagsstjórn og fjárfestingaumhverfi og byggja á þessum innviðum.   Ein vinningsleiðin er sú að byggja á sterkum innviðum og setja meira hugvit en keppinautarnir í það sem búið er til í hverju landi.  

Íslenskt atvinnulíf þarf  að búa til fleiri og betri störf og til þess eru margir möguleikar.  Sækja þarf enn betur fram á sviði iðnar og tækni og mennta og útskrifa einstaklinga sem geta nýtt þau  tækifæri  sem þegar eru fyrir hendi og skapað enn fleiri tækifæri.  Því miður er það svo í dag að sá algengi misskilningur er fyrir hendi að iðn- og tækni menntun  sé ekki álitin nægilega góð menntun og því sækja of fáir hæfileikaríkir einstaklingar í nám á þessu sviði.  Þessu viðhorfi þarf að breyta.  Til að upplýsa betur um stöðu iðn- og tæknimenntunar hér á landi þá eru það um 15%  háskólanema sem útskrifast með raunvísinda- og tækni menntun en sambærileg tala er  21% í Evrópu.  Það er mikilvægt að mennta fólk á háskólastigi en við þurfum líka fólk sem lærir að vinna en lærir ekki bara vísindi og kenningar.  Menntakerfið í Finnlandi er álitið með þeim betri í heiminum en samt er atvinnuleysi ungs fólks þar um 19%.  Þetta er fólkið sem á að byggja upp framtíð Finnlands, hvað ef það fær ekki tækifæri til að vinna og læra nýja færni. Þar hefur atvinnuleysi ungs fólk verið um 20%.

Mikilvægt er að standa sig vel í samkeppni sem á sér stað milli landa. Til að svo geti orðið þarf að huga að lífskjörum landsmanna og starfsumhverfi þeirra. Það þarf að skapa verðmæti og þar með landsframleiðslu sem getur leitt til þessara þátta. Samkeppni er um ný störf. Starfskjör frumkvöðla ráða þarna miklu um. Þeir skapa ný störf sem þá leiða til verðmætasköpunar og arðsemi. Það er í raun samkeppni um hvert nýtt starf sem kemur til.

 


Snóker, leið að betri námsárangri í stærðfræði

Sífellt er leitað leiða til að auðvelda námsfólki námið. Aðferðir sem ekki eru hefðbundnar hafa verið skoðaðar og hefur Framkvæmdastjórn ESB lagt aukna áherslu á slíkar aðferðir. Ein áhugaverð leið sem hefur verið farin er tilraunin, Skák eftir skóla en mennta og menningarmálaráðherra skipaði nefnd í janúar 2013 til að kanna kosti skákkennslu í grunnsólum og áherslu hennar á námsárangur og félagslega færni.

Niðurstöður skýrslu nefndarinnar var fremur jákvæð, enda má segja að flestir telji skák áhugaverða hugaríþrótt.

Nú er í undirbúningi að skoða hvort snóker geti haft sömu áhrif á námsárangur ungmenna. Evrópusambandið hefur styrkt verkefnið Stroke (tilvísun í árangur í snóker), sem hefur að markmiði að kanna snóker til að bæta námsárangur í grunn og framhaldsskólum. Verkefnið, sem vinnur eftir hugmyndafræði „Innovative snooker“ sem hannað var af breskum aðilum, mun bjóða íslensku námsfólki að taka þátt í æfingum í snóker með það að markmiði að bæta árangur í stærðfræði og eðlisfræði.

Verkefnið er í samstarfi við sérfræðinga í Búlgaríu, Ítalíu, Portúgal, Bretlandi, Frakklandi og Íslandi. Stjórnendur evrópska snókersambandsins hafa tekið þátt í undirbúningi verkefnisins.


Drekarnir þrír í verkalýðshreifingunni

Flestir eru sammála um að verkalíðsmál verði fyrirferðarmikil í vetur. Fjöldi samninga milli atvinnurekenda og launþega eru þegar lausir og aðrir að losna innan skamms. Á sama tíma er nokkuð ljóst að draga muni úr þeim hagvexti sem hefur ríkt um langa hríð. Verkalýðshreyfingin kallar á lágmarkslaun og aðgerðir hins opinbera en vinnuveitendur eru uggandi og kalla eftir norrænni skynsemi. Hin norræna skynsemi, í þessu tilfelli vinnumarkaðsmódel sem tekur mið af almennum hagvexti, er svolítið erfitt að nota eins og að sauma bútasaum. Hin norðurlöndin hafa byggt upp efnahagskerfi og félagslegt kerfi sem hægt er að aðlaga vinnumarkaðskerfið að á skynsaman hátt. Við sem höfum líklega aldrei haft skynsamlegt efnahagskerfi en erum svolítið að ná áttum hvað varðar félagslegt kerfi getum því ekki nýtt okkur hið norræna kerfi sem hefur vaxið fram með skynsamlegri samfélagsmynd.

Vísast verður erfitt að ná samningum. Drekarnir þrír sem nú ráða ríkjum í veraklíðshreyfingunni eru ekki líklegir til að sýna þolinmæði eftir að bæði hið opinbera og kannski síður atvinnulífið hafa með launastefnu sinni sýnt af sér litla ábyrgð. Með því að skapa hálaunastétt verðlaunakálfa sem sjaldnast eiga skilið þau ofurlaun sem þeir hafa hefur millilauna fólkið verið skilið eftir. Það er þó sá hópur sem heldur samfélaginu uppi, ekki papmpar sem njóta sérréttinda í skjóli óskiljanlegra ástæðna. Það væri áhugavert að skoða stofnun ársins 2018 sem SFR tekur saman og sjá laun forstöðumanna sem metnar eru bestaar og þær sem metnar eru síður góðar. Spruning hvað er verið að greiða forstöðumönnum í neðstu sætum fyrir árangur sem er ekki meginn sérlega góður.

Á meðan margar stofnanir samfélagsins loga stafnanna á milli stendur þetta millilaunafólk vaktina og lætur hlutina ganga. Hvort það eru heilbrigðisstarfsmenn, eða aðrar stéttir sem háðar eru misvitrum ákvörðunum stjórnmálanna, þá er það fólkið í landinu sem stendur sig ávalt mjög vel, þó aðrir þakki sér jafnan árangurinn.

Það má búast við, ef drekarnir í verkalýðsdreifingunni standa við stóru orðin, að vinnudeilur og verkföll muni blasa við okkur fram á vorið. Spurning hvort stjórnmálin taki sig á og byggi upp skynsama þjóðfélagsgerð er svo eitthvað sem á eftir að koma í ljós.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband