Áhrif verkfalla eru æði mismunandi
3.5.2016 | 14:43
Sennilega eru flestir sammála um að verkfallsréttur er eðlileg réttindi launafólks. Þennan rétt verður að taka alvarlega bæði meðal launafólks og atvinnurekenda. Eitthvað er farið að breytast hvernig launþegar nota þennan rétt sinn. Meira er um skæruverkföll og tímabundnar vinnustöðvanir en áður. Launafólk reynir að beita verkföllum þannig að þeir sjálfir beri ekki skarðan hlut frá borði. Það er í sjálfu sér eðlilegt að fólk vill ekki tapa á að fara í verkfall heldur láta þá hætta störfum sem eru í þannig stöðum að þeir valdi sem mestu róti. Atvinnurekendur reyna að breyta þannig að þeir skaðist sem minnst líka. Oftast eru þeir að starfa í umboði eigenda sinna. Því eru þeir að neita að greiða fólki sem var í vaktafríi þegar skæruverkföll áttu sér stað eða með öðrum furðulegum aðgerðum.
Það er í raun skammarlegt að afkoma Landspítalans skuli háð því hversu mikil verkföll voru á árinu. Ef ekki er hægt að reka heilbrigðiskerfi í landinu nema að treysta á verkföll til að endar nái saman í opinberum stofnunum þá er eitthvað að. Og það er eitthvað að. Á tímum þegar stjórnvöld stæra sig af uppgangi á öllum sviðum, hærri tekjum ríkisins (enn meiri skattar en búist var við), lágri verðbólgu og auknum hagvexti er atvinnulíf í landinu að sýna verri afkomu en áður. Oft eru þetta atriði sem stjórnvöld hafa enga möguleika að hafa áhrif á. Sveitarfélög búa við verri afkomu en áður enda að fá til sín verkefni án þess að fylgi nægilega mikið fé til að standa straum af þeim. Húsnæðisvandinn er ekki að leysast. Kallað er eftir um tvö þúsund íbúðum á ári en því er ekki náð, jafnvel með því að reikna lausar íbúðir í blokkum um allt land. Svo mætti lengi telja.
En aftur að verkföllum. Það hefur gengið í mörg á að ein stétt fólks hefur farið nokkuð oft í verkfall og lamar með því samgöngur til og frá landinu og um leið afkomu hinnar nýju ferðaþjónustu sem er að reyna að ná fótfestu hér á landi. Að fara í verkfall með langtum umfangsmeiri áhrifum en flestar stéttir ná með verkföllum sínum er í besta falli umdeilanlegt. Í raun halda flugumferðastjórar samgöngum í gíslingu á meðan þeir eru líklega þeir launamenn sem fá hve hæst launin. Þetta fólk er ekki að nýta sér eðlilegan rétt launamanna til verkfalla heldur eru þeir með áhrif langt umfram eigið starf. Spurning er því hvort rétt sé að þessi stétt ætti að vera með verkfallsrétt ef það fer svona illa með hann? Ég ætla bara að vona að þeir komi ekki með söng hálaunafólksins um mikla ábyrgð. Þessháttar söguskýring er löngu afsönnuð. Víst hafa þeir mikla ábyrgð en það hafa margir aðrir.
Á sama tíma og flugumferðastjórar senda örfáa lykilstarfsmenn í verkfall en aðrir mæta í vinnu og halda launum sínum eru aðrar stéttir sem fólk tekjur jafnan ekki eftir. Starfsmenn sveitarfélaga eru líklega meðal þeirra launþega sem fá hve lægst laun. Það tæki líklega enginn eftir því ef flestir þeirra færu í verkfall eða þá að þeir veldu nokkra lykilstarfsmenn til að taka það verk að sér. Það kæmi vísast afar vel fyrir borgarsjóð ef starfsmenn borgarinnar færu í verkfall. Þá væri ef til vill hægt að reka borgarsjóð með afgangi, eins og Landspítalann. Það væri vitanlega ómögulegt ef borgarstarfsmenn eins og sorphirðumenn hættu að vinna, það væri tekið eftir því um leið. Við skulum vona að til þess komi ekki að verkfall verði í sorphirðunni. Það mundi lykta illa.
Spurning er hvort veraklíðsbarátta sé að þróast í takt við tímann. Við sjáum jafnan í sjónvarpi þegar samningamenn, sem flestir eru hálaunamenn, fallast í faðma eftir að hafa skrifað undir samninga fyrir þá sem eru ekki eins miklir hálaunamenn. Þeir borða vöfflur sem eru verðlaun þeirra fyrir vel unnin störf. Eftir langa orrahríð um að hvert prósent í hækkun valdi samfélaginu óbætanlegan skaða í formi verðbólgu og að nú skuli hækka lægstu laun, fara samningajakkafötin aftur á skrifstofur sínar og reikna hvað þeir hafi nú grætt mikið. Verkalíðshreyfingin hefur alltaf lægstu laun á oddinum, ekki laun flestra þeira skjólstæðinga. Það er stórmerkilegt að þetta hafi ekki breyst meira á öllum þessum tíma sem atvinnurekendur og launþegahreyfingin hafa átt í samræðum. Það gera líklega vöfflurnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
World Economic forum er með mikið af upplýsingum sem þarf að skoða.
14.2.2016 | 20:09
Íslendingar njóta góðs af umfangsmiklu starfi World Economic Forum. Nýlega birti stofnunin mjög mikið af upplýsingum og jafnframt greiningu á stöðu mála í aðildarríkum. Íslendingar eru afar lítið uppteknir af því að greina stöðu mála og því kjörið að líta í sarp WEF manna. Hér eru nokkur dæmi um greinar á vegum WEF sem gaman er að skoða:
What are the 10 biggest global challenges?
Perkele! Sverige är bara näst bäst i världen på tekniska innovationer
ekki alveg WEF grein en passar vel samt
Infographics and Shareables (um túrista)
These 2 maps will change the way you understand population (mannfjöldi í heiminum)
Which countries have the highest proportion of internet users? (notkun á interneti)
The worlds population mapped by who is online (mannfjöldi á netinu)
Are you too obsessed with your productivity? (stjórnmálamenn hafa lært hugtakið framleiðni, þá gleymist allt annað)
How being genuine affects your career success (Emotional intellegence (tilfinningagreind) er afgerandi um afköst í starfi?)
How would you fare at the global negotiating table? (hvernig gengur þjóðum við samningaborðið?)(samningatækni)
Which degree will get you hired? (hve mikla og hverskonar menntun þarf maður til að fá starfið sem maður vill?)
Which degrees give the best financial return? (Hvaða menntun gefur bestan af menntuninni? Mjög breytilegt)
The 4 skills you need to become a global leader
What one of the worlds longest studies tells us about happiness
Why do you make bad decisions? (Hvað veistu um sjálfa/n þig? Kannski ekkert)
How can we make international travel easier? (Góður!)
Rannsóknir og nýsköpun | Breytt 16.2.2016 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Höfum við efni á að reka samfélagið?
22.1.2016 | 11:34
Það er ávallt gaman að hlusta á þá félaga á bítinu á Bylgjunni ekki minnst þegar Gissur slæst í hópinn. Venjulega er þetta á léttu nótunum hjá þeim. Þó koma stundum upp mál sem maður verður hugsi yfir. Þeir veltu upp spurningunni, í morgun 22. janúar, um það hvort við höfum við efni á að reka vestrænt samfélag, það virðist allt vera í uppnámi, stofnanir sveltar og hópar í samfélaginu í ýmiskonar klemmu. Á meðan hafa aðrir hópar komið sér vel fyrir þétt upp við kjötkatlana.
Það virðist nokkuð ljóst að strúktúr efnahagslífsins hefur breyst verulega á síðari árum. Landið sýnir afar jákvæða útkomu í öllum hagmælingum, sem við á annað borð nennum að taka þátt í. Á hinn bóginn getum við tæplega rekið heilbrigðisþjónustu og hvað þá séð um eldri borgarana okkar á mannsæmandi hátt.
Líklega hafa flestir séð að þessu tvö mál sem við nefnum eru mál sem hlaupa ekkert frá okkur. Okkur fjölgar bæði með fjölgun fæðinga og síðan kemur til aukinn fjöldi nýbúa. Það er í sjálfu sér öfundsverð staða þegar aðrar vestrænar þjóðir standa frammi fyrir fækkun fólks, eða að minnsta kosti afar hægri fjölgun.
Í þessu samfélagi koma æ alvarlegri raddir úr heilbrigðisgeiranum um að það kerfi sé komið að þolmörkum. En einhvernvegin gerist ekkert. Tækjabúnaður spítalana er að miklu leiti til kominn vegna fólks og samtaka sem safna fé fyrir þessum tækjum og gefa þau spítölunum.
Það hefur oft verið bent á það að íbúar landsins séu að eldast. Þeir verða vísast flestir hraustari og við betri heilsu en áður þó hefur verið bent á að heilbrigðiskerfið og öldrunarþjónustan þurfi að bregðast við þessari þróun. Pólitíkin er greinilega ekki mikið að fást við þessi mál, það eru önnur viðráðanlegri mál sem eiga hug þeirra. Fjörug umræða á sér síðan stað þar sem hver hæstvirt höndin er uppá móti annarri. Það má velta því fyrir sér hvort nokkur gengisfelling hafir verið stærri en sú sem hefur átt sér stað á hugtakinu hæstvirtur. Áður var það tákn um gagnkvæma virðingu á meðan nú virðist meiningin vera þveröfug.
En spurningin hvort við höfum efni á að reka þetta land er auðvitað mikið mikilvægari en allt annað. Vonandi fer af stað umræða um hana og tillögur um hvað sé til bragðs að taka. Við erum afar lítil þjóð með allar stofnanir sem er að finna hjá frjálsri og fullvalda þjóð. Sem betur fer erum við þó ekki með her sem við þurfum að greiða kostnað við. En hagkvæmin stærðar er líklega hlutur sem við munum aldrei kynnast. Til dæmi erum við með einn forseta að hverju sinni. Kostnaður við hann er eflaust viðráðanlegur. En hlutfallseiga ættu t.d. Bandaríkin að vera með eitt þúsund forseta. Til að halda áfram þessum samanburði ætti þeir að hafa 60 þúsund þingmenn og um 10 þúsund ráðherra. Ættum við kannski að átta okkur á þessu með smæðina og fara varlega í að byggja minnisvarða um ástkæra stjórnmálamenn og aðra velunnara þjóðarinnar. Ekki skal hér lagt til að gera ekkert, við erum í mörgu nokkuð dugleg. Við eigum duglegt íþróttafólk, sérfræðinga ýmsum sviðum, fræðimenn og margt fleira. Endilega gerum öllu þessu hæfileikafólki mögulegt að stunda sín störf og áhugamál.
Það væri áhugavert ef fleiri tækju undir spurningu þeirra félaga í Bítinu á Bylgjunni og leituðu svara við því hvort við höfum efni á að reka samfélagið okkar svo að allir þegnar landsins, ungir og gamlir, njóti virðingar.
Samfélagslegar áskoranir minna í umræðunni hér en í Evrópu.
18.12.2015 | 08:18
Þegar rætt er um Samfélagslegar áskoranir (Grand Societal Challenges) er jafnan verið að vísa til þeirra vandamála sem mannkynið mun mæta í framtíðinni eða eru jafnvel komin á dagskrá fólks nú þegar. Þessar áskoranir varða mál svo sem heilbrigðismál, matvælaöryggi, orkumál, samskipti og flutninga, loftslagsmál, samfélagið og öryggi þegnanna. Þessi upptalning er svo sem þekkt en ef skoðaðar eru þær forsendur sem liggja að baki hverrar um sig sjáum við að víða þarf að taka til hendinni.
Nýlega er afstaðin umfangsmesta loftslagsráðstefna sem nokkurn tímann hefur átt sér stað, í París. Talið er að vel hafi gengið að fá þjóðir heims til að sjá og vilja takast á við þann vanda sem augljós er í loftslagsmálum. Ekki voru allir sammála um ágæti niðurstaðna ráðstefnunnar enda ljóst að ef bregðast á við af fullum krafti kæmi það niður á lífsgæðum fólks eins og þau eru metin, að minnsta kosti til skamms tíma. Ég held ekki að það sé með vilja að ráðamenn landa heimsins séu að fresta lausn þeirra Samfélagslegu áskorana sem standa fyrir dyrum, þangað til börnin okkar og barnabörn fara að stjórna.
Þá eru málefni aldraðra í umræðunni þessa dagana í tengslum við birtingu fjárlaga fyrir árið 2016. Sú umræða er enn líklega á fremur lágum loga. En þrátt fyrir ágætis framreikninga Hagstofunnar virðist ráðamönnum ekki ljóst að eftir nokkur ár verður aldursuppbygging samfélagsins talsvert breytt frá því sem var. Það kemur okkur sjálfsagt öllum á óvart eftir nokkur ár að mjög stór hluti þjóðarinnar er kominn á eftirlaun og einungis lítill hluti er að skapa verðmæti fyrir samfélagið svo það geti þróast og dafnað þannig að íbúar landsins finnist þeir búa við öryggi og lífsgæði. Andstætt þeim þjóðum sem huga vel að málefnum aldraðra, virðist svo að við getum bara ekki hugsað til langs tíma, alveg örugglega ekki fram yfir næstu kosningar. Spurning hvort það sé besta leiðin að binda aldrað fólk í fátækragildru sem er svo vel girt af að fólk á ekki séns. Málið er að ef það er rétt að eldra fólk sé þrátt fyrir allt að verða hraustara með hverju ár þá ætti að leyfa því að taka þátt í verðmætasköpun velsældar samfélagsins. Þetta má gera til dæmis með því að aflétta tekjutenginu á þennan hóp.
Orkumál hafa einnig verið töluvert í umræðunni hér en Ísland býr að mjög mikilli hreinni og endurnýjanlegri orku. Talið hefur verið hagkvæmt að breyta þessari orku í létta málma sem hafa skapað verðmæti hér á landi, að minnsta kosti á meðan verðmæti þeirra er gott. Nú lækkar verið á málminum og um leið á rafmagninu. Spurning er hvort þetta sé þróun sem heldur áfram til langs tíma. Það væri ekki hagkvæmt, að minnsta kosti ekki á meðan við erum að byggja fleiri verksmiðjur til að framleiða þessa málma. Spurning er hvort við ættum bara að leggja slöngu til Bretlands og dæla orkunni þangað. Menn eru ekki á eitt sáttir og skal ekkert sagt um það hér hvort þetta sé góð leið. Hér þarf einnig að hugsa til langs tíma um það hvort eftirspurn eftir hreinni endurnýjanlegri orku fari vaxandi í kjölfar umræðu um loftslagsmál.
Langtímahugsun í þeim málum sem varða Samfélagslegar áskoranir er mikilvæg. Ákvörðun í dag hefur vísast áhrif eftir mörg ár. Þess vegna hafa þjóðir heims sett af stað rannsókna og þróunar áætlanir til að takast á við þær. Evrópusambandið hefur gert þessum málum góð skil í rannsóknasjóðum sem kallast nú Horizon 2020. Það er nokkuð samdóma álit að engin ein þjóð eða lítill fjöldi þjóða hafi burði til að takast á við þær Samfélagslegu áskoranir sem að okkur steðja, einar og sér. Því þurfa þjóðir heims að taka sig saman og vinna að því að takast á við þessar áskoranir áður en ástandið versnar meira og meira. Það sjást ekki mörg merki um að hér á landi að þessar áskoranir séu framarlega á viðfangsefna listanum. En það mun koma að því fyrr eða síðar.
Kynning á tengslum á virkni vísindastarfs og birtingum í Óslo
6.10.2015 | 14:22
Í byrjun október hélt Nordisk institutt of studier af innovasjon, forskning og utdannig ásamt NordForsk ráðstefnu um virkni vísinda. Heiti ráðstefnunnar var "20. norræna ráðstefnan um bibliometrics og rannsóknastefnu". Á ráðstefnunni voru um 70 sérfræðingar frá 12 löndum og voru fluttar um 30 fyrirlestrar um viðfangsefni sem tengjast viðfangsefni ráðstefnunnar.
Framkvæmdastjóri Greiningarstofu nýsköpunar flutti erindi um tengsl útgjalda til rannsókna og þróunar hjá opinberum aðilum við fjölda birtinga ritrýndra vísindagreina. Niðurstaðan var að þróun þessara stærða hélst í hendur frá 2000 til 2009 en þá virðist eitthvað hafa gerst. Rannsóknaútgjöld í opinbera geiranum hríðféllu en birtingar virtust nánast halda sínu striki. Miðað við að svo virðist sem breytingar í útgjöldum til rannsókna og þróunar í opinbera geiranum leiði til breytinga í fjölda birtinga 2 til 4 árum seinna. Hægt var því að sjá örlitla fækkun birtra greina eftir 2009 sem tengja má við niðurskurð til opinberra aðila í efnahagshruninu.
Haldi svo áfram sem horfir að útgjöld opinberra aðila til rannsókna og þróunar hafi lækkað verulega má búast við að fjöldi vísindagreina verði einnig minni á næstu árum. Þetta mun hafa mikil áhrif á vísindasamfélagið ef rétt reynist. Búast má við að dragi úr samstarfi við erlenda aðila og þar með tekjum frá erlendum sjóðum. Það kann þó að vera hugsanlegt að Hagstofa Íslands hafi vanmetið útgjöld opinberra aðila til rannsókna og þróunar á síðustu árum. En framlög hins opinbera til þessara stofnana virðist ekki styðja þá þróun sem stofnunin dregur fram.
Vísindi og fræði | Breytt 18.12.2015 kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ritrýndar vísindagreinar gefa mynd af virkni vísindastarfs.
18.9.2015 | 09:17
Norrænir sérfræðingar í málefnum vísinda hafa á síðustu árum gefið út fjórar skýrslur um virkni vísinda í löndunum. Á ráðstefnu í fyrrahaust héldu þessir aðilar vinnufund í hátíðarsal Háskóla Íslands þar sem farið var yfir virkni vísindastarf og mælingar því tengdu. Frá því Ísland dró úr mælingum á virkni rannsókna og þróunar er erfitt að gera sér grein fyrir því mikla starfi sem unnið er á þessu sviði. En þó gefa upplýsingar um útgáfu vísindagreina einhverja mynd af þessu máli.
Á árunum 2000 til 2012 gáfu íslenskir vísindamenn út um 3.100 greinar sem birtar hafa verið í ritrýndum ritum. Þetta er um 0,025% af öllum vísindagreinum sem gefnar eru út í heiminum á þessum tíma. Þetta er mun hærra hlutfall en sem nemur fjölda íslendinga í heiminum. Árlegur vöxtur í útgáfu á hverju ári er um 9% sem er einsdæmi. Meðaltals árleg aukning á öllum Norðurlöndunum er um 3% svo að mikil gróska er í vísindastarfi á Íslandi, sé tekið mið af þessum tölum.
Þegar sérfræðingar telja 3.100 greinar frá Íslandi er átt við framlag íslenskra vísindamanna. Til dæmis ef íslenskur vísindamaður er einn af þremur höfundum greinar ásamt tveimur erlendum vísindamönnum, telst einungis 1/3 greinarinnar vera íslensk. Það þarf því talsverða virkni í vísindum til að ná þessum árangri. Þessi aðferð er kölluð hlutdeildartalning.
Um þriðjungur vísindagreina á tímabilinu eru á sviði heilbrigðisvísinda, en það er svipað hlutfall og á öðrum Norðurlöndum. Nokkur vísindasvið eru með um 10% af heildinni en þar má telja líflæknisfræði, verkfræði, jarðfræði, eðlisfræði og félag og hugvísindi. Önnur vísindasvið eru með lægra hlutfall.
Þess má geta að fjöldi greina er ekki eina vísbendingin um virkni í vísindastarfi. Fjöldi tilvitnana annarra vísindamanna í þessar greinar gefa til kynna gæði þessara greina og áhrif þeirra. Hlutfallslegur tilvitnunarstuðull vísindagreina frá háskólum og háskólasjúkrahúsum á Íslandi var á bilinu 1,05 til 1,11 á tímabilinu 2004 til 2012 en þá er miðað við tilvísunarstuðul allra vísindagreina í heiminum sem fá þá gildið 1,00.
Fulltrúar Greiningarstofu nýsköpunar og Landspítala hafa tekið þátt í starfi norræna sérfræðingahópsins og hafa skrifað úrdrátt úr skýrslunum fjórum sem gefnar hafa verið út. Þessi stutti úrdráttur er viðhengi með þessum skrifum hér.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aukin færni til nýsköpunar eykur hagvöxt
6.9.2013 | 10:19
"Nýsköpunarfyrirtæki verða að hafa aðgang að einstaklingum með færni til að stunda nýsköpun en hagvöxtur og samkeppni byggjast á nýsköpunargetu þeirra."
Það þarf að marka stefnu um það efnahagskerfi og atvinnulíf sem landsmenn vilja búa við. Hvort við viljum hálauna eða láglauna samfélag. Þetta kallar á forgangsröðun á áherslum í atvinnulífinu þar sem verðmætasköpun ætti ætíð að vera í brennidepli. Þó má geta þess að ómögulegt er að segja fyrir um hverskonar fyrirtæki muni vaxa í framtíðinni. Heildarsýn á málefni nýsköpunar í fyrirtækjum er mikilvæg fremur en þröngar lausnir sem jafnan eru til skamms tíma og oft ómarkvissar.
Færni til nýsköpunar er flókið fyrirbæri en menntun ein og sér nægir ekki til að skilgreina hugtakið nægilega. Færni er þróuð af starfsfólki við það að leysa tæknileg og framleiðslutengd vandamál sem hvetur það til að prófa, framleiða og markaðssetja nýjar framleiðsluafurðir og ferla. Að þróa færni byggist ekki aðeins á gæðum þeirrar menntunar sem einstaklingur býr yfir heldur einnig á besta skipulagi vinnuumhverfis svo sem varðandi frumkvöðlamenningu, markvissri sí- og endurmenntun ásamt jákvæðni í garð nýsköpunar. Það skiptir máli að byggja upp reynslu á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Án reynslu, sem er annar mikilvægur þáttur í færni, er erfitt að byggja upp fyrirtæki og atvinnugreinar.
Mikið rót komst á atvinnu- og efnahagslíf landsmanna við efnahagshrunið. Stór fjöldi fólks varð án atvinnu og eftirspurn eftir hverskonar fjárfestingar- og neysluafurðum minnkaði. Atvinnuleysi er enn meira en það var fyrir hrun og fjöldi fyrirtækja stendur frammi fyrir endurskipulagningu. Ný störf hafa skapast á undanförnum árum þar sem kallað er á aukna færni og þekkingu. Þá hafa verið gerðar kannanir á þörf fyrirtækja fyrir starfsfólk og hvernig mæta eigi þeirri þörf. Niðurstaðan er venjulega sú að atvinnulífið gerir kröfu um aukna færni fólks á mörgum sviðum, ekki síst færni til nýsköpunar.
Til að mæta færniþörfum atvinnulífsins fyrir nýsköpun þurfa allir sem málið varðar að leggjast á eitt til að koma skilyrðum til atvinnurekstrar í gott horf og skal þá miðað við það besta sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Það er ein mikilvæg forsenda þess að atvinnulífið geti skapað þau verðmæti sem liggja til grundvallar nauðsynlegum hagvexti í landinu. Til að skapa þessi verðmæti þurfa fyrirtækin aðgang að fjármagni, jákvæðu umhverfi og réttum mannauði. Tryggja verður að á komandi árum verði hér fjöldi vel menntaðra og þjálfaðra einstaklinga með færni sem þörf er á til að efla þekkingarfyrirtæki og atvinnulífið í heild.
Umræðan um framtíðarþörf fyrirtækja fyrir færni er orðin sýnileg en þó vantar að skilgreina betur hvað felst í hugtakinu og í hvaða samhengi það er sett. Einstaklingur sem hyggst leggja fyrir sig háskólanám á sviði tækni eða raungreina er líklegur til að undirbúa það nám með vali á námsgreinum strax í framhaldsskóla. Með þessu er átt við að erfitt er að beina fólki á vissar námsbrautir og breyta áherslum í námi á skömmum tíma. Ljóst er að ætli stjórnvöld og atvinnulíf að leggja til áherslur í námsvali tekur það mjög langan tíma. Skammtímalausnir í námsframboði eru ekki líklegar til að uppfylla þarfir atvinnulífsins fyrir fólk með færni til nýsköpunar. Því má fagna starfi aðila eins og Samtaka iðnaðarins um eflingu menntunar á fyrri stigum og samstarfi samtakanna við menntakerfið um að auka aðgang að færni til lengri tíma litið.
Þá má ekki gleyma því að menntun og færniþróun getur ekki farið eingöngu fram í skólakerfinu. Margt annað kemur þar til greina. Hér hafa fyrirtækin hlutverki að gegna. Vita má að færniþróun varðandi nýsköpun í atvinnulífi landsmanna er einnig afar mikilvæg úr sjónarhorni samkeppni.
Þar sem helsta markmið atvinnulífsins er að skapa verðmæti er það varla viðunandi staða að nýta ekki þá starfskrafta sem til eru í landinu. Þörf er á að gera fólki kleift að stofna fyrirtæki og að þau hafi aðgang að færum starfsmönnum. Gera þarf frumkvöðlafyrirtækjum kleift að vaxa hraðar en dæmi eru til um hér. Upplýsingar frá greiningaraðilum segja að 6 frumkvöðlafyrirtæki sem höfðu vaxið hvað hraðast árin fyrir og í byrjun efnahagshrunsins hafi skapað um 130 ný störf frá árinu 2006 til 2009. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Nýsköpunarmiðstöð Norðurlanda gaf út í janúar síðastliðnum. Það gefur til kynna þá gagnsemi sem ný fyrirtæki sem byggjast á þekkingu hafa fyrir atvinnulífið. Einnig er mikilvægt að stoðkerfi nýsköpunar fái að víkka áherslur sínar frá stuðningi við hugmyndastig fyrirtækis þannig að það nái til þess tíma sem fyrirtækið fari að vaxa og dafna og festa sig í sessi á markaði. Ný frumkvöðlafyrirtæki skipta mjög miklu fyrir hagvöxt en nýsköpun í starfandi fyrirtækjum er líklegust til að skila meiri árangri til lengri og skemmri tíma.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1456122/?item_num=1&searchid=9476388cc79e0b77beb0b1e0395b1c33951adb10
Rannsóknir og nýsköpun | Breytt 18.12.2015 kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færni til nýsköpunar kallar á samstarf og stuðning
6.9.2013 | 10:18
Í tengslum við efnahagshrunið var settur á stofn fjöldi áhugaverðra frumkvöðlaverkefna þar sem einstaklingar voru hvattir til að koma fram með viðskiptahugmyndir með það að markmiði að þeir gætu síðan stofnað fyrirtæki um hugmynd sína. Þetta var jákvætt átak og er áhugavert að sjá hvort eftir 8-10 ár verði hægt að sjá árangur af þessum átaksverkefnum. Sennilega mun það taka þann tíma fyrir fyrirtækin að komast á legg hafi þau til þess burði. Hafi fyrirtækjum fjölgað í framhaldi af átaksverkefnunum má segja að vel hafi tekist til. Ef ekki, þá var að minnsta kosti reynt. Vandamálið er að fyrirtæki á Íslandi vaxa hægar en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Það liggja fyrir rannsóknir sem sýna að vöxtur nýsköpunarfyrirtækja er fremur hægur. Það má því leiða líkur að því að færni frumkvöðla sé ekki nægilega mikil og að stoðkerfi nýsköpunar sé ekki alltaf í stakk búið til að sjá til þess að bæta úr þar sem þörfin er mest.
Stoðkerfið þarf að vinna með fyrirtækjunum í því að finna hvaða flöskuhálsar standa í vegi fyrir því að nýsköpunarfyrirtæki í landinu nái að vaxa og dafna. Mikilvægt er að leita leiða til að sjá fyrirtækjum fyrir réttri og viðeigandi færni. Hluti af þessu er að bæta menntun landsmanna í þeim greinum sem líklegt er að nýtist til framtíðar. Það nægir ekki að kalla eftir fólki með tækni- eða raunvísindamenntun. Þetta er stærra en svo og kallar á samstarf fyrirtækja og aðila í menntakerfinu og nákvæma skilgreiningu á þörfinni fyrir færni. Þetta á einnig við hvað varðar þjálfun og þróun á færni fólks. Að sjá atvinnulífinu fyrir viðeigandi færni er ferli sem varðar allt samfélagið, menntakerfið eins og það leggur sig. Þá þarf almennt umhverfi sem er jákvætt í garð frumkvöðla, nýsköpunar og færniþróunar.
Stoðkerfið leggur áherslu á fjárstuðning við nýsköpunarfyrirtæki en þó má segja að skortur á fjármagni sé oft það sem stendur nýsköpunarstarfi fyrirtækja fyrst fyrir þrifum. Nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlöndum búa við auðveldara aðgengi að fé, bæði til rannsókna og nýsköpunar. Þar er einnig reynt að fylgja peningunum eftir með góðum ráðum. En segja má að þar sé um að ræða snjalla peninga. Ekki skal gert lítið úr því fé sem varið er til nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi enda eru ótal dæmi þess að þetta sé forsenda þess að fyrirtæki nái að vaxa. Frumkvöðullinn leggur oft af stað með áhugaverða tæknilega hugmynd en skortir þekkingu til að láta hana verða að arðbærri afurð. Það má segja að fjármögnun fyrirtækja með snjöllum peningum færi þeim aukna færni sem losi þar með um ýmsa flöskuhálsa.
Tímaþátturinn er mikilvægur í þróun færni en atvinnulífið og menntakerfið þurfa að sameinast um aðgerðir sérstaklega til langs tíma. Það er ekki skilvirkt að fyrirtæki og menntakerfi einblíni á þörf dagsins í dag eftir færni. Þegar mennta- og stuðningskerfi koma með lausn dagsins í dag er liðinn svo langur tími að allt önnur vandamál hafa komið fram og þarfnast lausna. Til að gagnast atvinnulífinu best þarf að sjá því fyrir réttri færni á réttum tíma. Færni er ekki bara fólgin í menntun enda koma mjög margir aðrir þættir til greina. Skoða þarf atriði eins og reynslu, menningu, rekstrarumhverfi svo að fátt eitt sé nefnt. Að þróa færni til nýsköpunar er því langhlaup sem kallar á þátttöku mjög margra.
Nýsköpun verður ekki til nema fyrir tilstuðlan markaðarins. Góð hugmynd sem markaðurinn hafnar er ekki nýsköpun heldur tómstundagaman. Færni á sviði markaðar og stjórnunar ýmiskonar er ekki síður mikilvæg fyrir nýsköpun en hin tæknilega færni. Stjórnun nýsköpunar og innfærsla á markað er ekki síður mikilvæg en hin tæknilega hugmynd. Hér er það áherslan á sterkar hliðar í landinu sem gildir. Leggja skal áherslu á það sem landsmenn kunna vel en hika þó ekki við að taka inn nýjar greinar. Það skal þó gert meðvitað, ekki endilega með því að leggja mikið fé og mannskap í verkefni sem ekki er þaulhugsað og sem passar hugsanlega ekki vel inn í efnahagslífið.
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1475177/?item_num=0&searchid=9476388cc79e0b77beb0b1e0395b1c33951adb10
Rannsóknir og nýsköpun | Breytt 18.12.2015 kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Opinber fjármögnun rannsókna og þróunar
5.9.2013 | 11:01
Ríkisframlag til rannsókna og þróunar í ríkjum OECD er um 30% af allri fjármögnun þessara mála. Á Íslandi er þetta hlutfall um 40% í Bandaríkjunum um 30%. Hið opinbera í ríkjum OECD fjármagnar að meðaltali um 9% af útgjöldum fyrirtækja til rannsókna og þróunar. Á Íslandi er þetta hlutfall tæp 6% en í Bandaríkjunum, vöggu einkaframtaksins, um 14%. Hvers vegna fjármagna bandaríkjamenn svo mikið af rannsóknastarfsemi í landinu með opinberu fé, gæti maður spurt sig. Fyrst má setja þessi mál í annað samhengi. Í ríkjum OECD fjármagnar hið opinbera rannsóknir og þróun sem svarar 0,73% af vergri landsframleiðslu. Þetta hlutfall fyrir Ísland er um 1,03% en í Bandaríkjunum um 0,91% og gefur það upphæðir sem eru mjög háar, svo ekki sé meira sagt. Raunar hafa upphæðir hins opinbera í Bandaríkjunum dregist saman nýlega.
Íslensk stjórnvöld hafa jafnan verið fremur höll undir að rannsóknir og nýsköpun fái notið sýn enda er framtíða hagsæld í hverju landi háð rannsóknum og þróun en einnig að geta fært sér í nyt þekkingu frá öðrum. Þetta hefur skilað sér í að birtingar í ritrýndum tímaritum er með því hæsta sem gerist miðað við íbúafjölda. Það er ekki bara fjöldi greina sem ber vott um að rannsóknastarf sé framarlega hér á landi, það er talsvert mikið vísað til þessara greina. Því má segja að gæði íslenskra rannsókna og þróunar og áhrif þess starfs sé töluvert.
Hvernig sjáum við síðan ameríska skattpeninga sem varið er til rannsókna og þróunar nýtast við að auka hagvöxt og hagsæld. Til dæmis hefur fyrirtækið Apple fengið opinbert fé til að koma á framfæri áhugaverðri nýsköpun. Dæmi um þetta eru tilkoma músarinnar, viðmót notenda og snertiskjáir. Þessi nýsköpun hefur vaxið fram vegna opinberra framlaga, a.m.k. að einhverju leiti. Fyrirtækið Google þróaði, eins og kunnugt er, öfluga leitarmaskínu. Til þess fékk fyrirtækið um 4,5 milljóna styrk frá National Science foundation.
Það má nefna fleiri dæmi eins og laser, tansistorinn, hálfleiðara, míkróofna, samskipta gervitungl, farsímakerfi og intenetið. Bandaríkin hafa jafnan verið með einhverja nýsköpunarstefnu í gangi allt frá því Kennedy lagði áherslu á geimferðir, Regan kom á hinu víðfræga kerfi um smáfyrirtækjastuðning (Small Business Innovation Research) sem síðan hefur verið tekið upp í fleiri löndum. Það má leiða líkur að því að ríkjum sé hollt að koma á stefnu um nýsköpun án þess þó að þau stjórni flæði fjár til nýsköpunar of mikið eða velji sigurvegara. Hinsvegar er það vissulega spurning hvort ríki ættu ekki að vinna að sömu markmiðum, t.d. þar sem þau eru sterk fyrir.
Ísland er með sterkan vísindagrunn en slakan hátækni grunn. Það virðist vera mjög lítil tengsl á milli vísinda og nýsköpunar. Hér þurfa menn að taka höndum saman og byggja hagkerfið á því sem við kunnum en ekki dreifa kröftunum og mikið. Það væri ekki vænleg framtíð að standa í vegi fyrir áhugaverðri nýsköpun og byggja framtíð okkar á greinum eins og ferðamennsku. Þegar nýsköpunarstefna og framkvæmd hennar í formi opinberra fjárveitinga er skoðuð ætti að veita þeim greinum brautargengi sem geta aukið verðmætasköpun í landinu. Við höfum séð of mikla áherslu á greinar sem skapa störf, oft til skamms tíma, í stað verðmætaskapandi nýsköpunar. Við skulum hafa í huga að opinber framlög til rannsókna og nýsköpunar eru ekki bara styrkir til tæknilegra úrlausna heldur samkeppnismál fyrst og fremst.
Rannsóknir og nýsköpun | Breytt 18.12.2015 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málefni aldraðra mættu fá meiri umræðu fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkur með skynsamar tillögur í málefnum aldraðra.
26.4.2013 | 19:03
Fjárfestingar sem varða aldraða virðast ekki vaxa í takt við fjölgun þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru Íslendingar á aldrinum 65 til 95 ára rúmlega 40 þúsund í fyrra. Samkvæmt mannaflaspám er áætlað að þessi hópur verði kominn upp í rúmlega 52 þúsunda árið 2020 eða meðalfjölgun um fimmtán hundruð á ári frá 2012. Hópurinn verður kominn í tæplega 62 þúsund árið 2025 en fjölgun á ári eru tæplega sautján hundruð manns frá því í fyrra. Það má því búast við að fjölgun einstaklinga á þessu aldursbili verði um 54% frá 2012 til 2025.
Ef erfitt er fyrir hið opinbera til að sjá öldruðum einstaklingum fyrir vistunarrými í dag má búast við miklum vandræðagangi eftir því sem tíminn líður. Stefnan er sú að reynt er að búa svo um fyrir að aldraðir geti verið heima hjá sér sem lengst og eru heilbrigðiskerfið og sveitarfélög með þjónustu í formi aðgengi að mat, dagvistun, heilbrigðisstarfsmönnum og fleira. En þegar tími er kominn til að komast í endanlegt vistunarrými, hefst mikil samkeppni. Þá er gjaldtaka ekki mjög gagnsæ en þeir einstaklingar sem eiga fé þurfa að greiða talsvert háar upphæðir til að fá inni í það vistunarrými sem er fyrir hendi.
Í málefnavinnu Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi 2013 kemur meðal annars fram að stefnt sé að því að aldraðir hafi fjárhagslegt sjálfstæði og að skerðingar sem þeir hafi orðið fyrir hverfi. Þá er gert ráð fyrir að þeir fái þá vistun sem þeir þurfa en njóti þjónystu heima sé það kostur. Þá verði vasapeningafyrirkomulagið afnumið að tafarlaust verði að hækkaðar þær greiðslur, sem einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum hafa til ráðstöfunar í samræmi við hækkanir á bótum almannatrygginga. En um leið er nauðsynlegt að finna leiðir til þess að það sé mögulegt og eftirsóknarvert fyrir aldraða að vera lengur úti á vinnumarkaðnum. Með því móti verða lífsgæði þeirra meiri. Fleiri mikilvægar tillögur koma fram í ályktuninni.
Það er mikilvægt fyrir fólkið í landinu og ekki minnst þá sem hafa náð háum aldri að valkostir séu fyrir hendi hvað varðar búsetu, atvinnumöguleika og fjárhag einstaklinga. Mikilvægt er að skapa grundvöll fyrir þessa valkosti með fjárfestingu í þeim innviðum sem tryggja öldruðum mikil lífsgæði. Þessi mál hafa of lengi verið í skugga annarra mikilvægra mála sem stjórnvöld þurfa að vinna bót á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.12.2015 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)