Aðgengi að réttri færni til nýsköpunar bætir samkeppnisgetu og arðsemi atvinnulífsins

Færni til nýsköpunar er forsenda þess að atvinnulífið nái þeirri samkeppnisstöðu og arðsemi sem því er nauðsynlegt til að standa undir hagvexti í landinu. Hagvöxtur er forsenda þeirrar endurreisnar sem þörf er á. Nefnt hefur verið til sögunnar að fjárfestingar séu í lágmarki og þurfi að vaxa til að atvinnulífið nái flugi. Það er vitanlega rétt en það skal varast að laga einn flöskuháls sem atvinnulífið hefur verið að glíma við, bara til þess að næsti flöskuháls taki við.

 

Að atvinnulíf á Íslandi nái einhverjum styrk kallar á að heildarsýn ráði aðgerðum hins opinbera og atvinnulífsins sjálfs. Það þarf að takast á við aðföng þess í formi hráefna, þjónustu, starfsfólks með rétta færni, fjármagns og annarra þeirra ytri aðstæðna sem fyrirtækin starfa í. Einn þessara þátta er framboð og eftirspurn eftir fólki með rétta færni til nýsköpunarstarfa. Á meðan tækniþekking og notkun hennar vex hröðum skrefum verður til þörf fyrir aðgengi að starfsfólki sem getur tileinkað sér þessa tækni til að stunda nýsköpun. Nýsköpun er forsenda endurnýjunar í atvinnulífinu og hefur mikil áhrif á möguleika til að bæta samkeppnisstöðu og arðsemi.

 

Sjálfstæðisflokkurinn bendir á í ályktun Landsfundar 2013 um atvinnumál að stuðla þurfi að umhveri þar sem mannauður íslensku þjóðarinnar fær notið sín. Þjóðin er framtaksöm, hugmyndarík og vel menntuð. Tryggja þarf að svo verði áfram með öflugu menntakerfi sem vinnur í samstarfi við atvinnulífið með þarfir þess að leiðarljósi.

 

Það er þó ekki bara menntakerfið sem þarf að takast á við að auka færni starfsfólks í landinu. Að þessum málum kemur fjöldi annarra aðila og má þar nefna atvinnulífið sjálft. Greining á starfsemi fyrirtækja hefur leitt í ljós að skortur er á starfsfólki með vissa menntun. Rætt er um tæknimenntun og menntun á sviði raunvísinda. Þetta er vitanlega rétt en til að geta lagt mat á þörf atvinnulífsins fyrir færni í framtíðinni verður að líta heilstætt á þessi mál. Það má raunar segja að breið nálgun á þróun menntunar er nauðsynleg enda er hagkerfi landsins fremur flókið og kallar á ýmis konar færni.

 

Í Landsfundarályktuninni er einnig fjallað um nauðsyn á að auka framleiðni hér á landi. Það er forsenda hagvaxtar að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar í starfandi fyrirtækjum, opinberum rekstri og nýjum fyrirtækjum. Nýsköpun skapar atvinnu, eykur skilvirkni og hagkvæmni í rekstri. Nýsköpun er þróun, ekki aðeins á tæknisviði heldur víðar.

 

Ljóst er að þróa þarf kerfi sem tekst á við að auka færni starfsfólks í atvinnulífinu. Fjölmargir aðilar þurfa að leggja hönd á plóg til að af því geti orðið. Varast verður að reyna að koma atvinnulífinu á flug með lausnum á mest áberandi vandamálunum heldur skal tekið á öllum þáttum sem geta leitt til þess að betri aðgangur sé að fólki með færni til að leysa flókin mál nýsköpunar.

 


Stefna í menntamálum fyrir kosningar 2013

Af almennri umræðu um þessar mundir má ráða að áhersla á menntun hefur vaxið. Í kjölfar efnahagshrunsins töpuðust fjölmörg störf en þau störf sem eru að koma til baka eru ekki endilega þau sömu og töpuðust. Þörf er á að líta á menntamál sem langtíma fjárfestingu einstaklinga og samfélagsins sem á að skila sér með arði. Hvort sem sá arður er í formi efnahagslegra gæða, aukinnar þekkingar, menningar og lista eða annarra þátta sem auka velsæld og hagsæld.

 

 Íslendingar eiga nokkuð í land að standa jafnfætis þeim þjóðum sem standa fremst hvað varðar menntun. Þessu þarf að breyta og skal tekið tillit til allra þeirra aðila sem láta sig málið varða. Íslenskt atvinnulíf kallar eftir starfsfólki með tiltekna menntun. Ekki er í öllum tilfellum til fólk sem uppfyllir öll þau skilyrði sem sett eru fram. Þetta er þó misjafnt á milli fræðagreina. Segja má að aðgangur að fólki með félags- og hugvísindamenntun sé nokkuð betri en þeirra sem vinna að tæknimálum og viðfangsefnum sem byggja á menntun í raunvísindum.

 

 Lausnin liggur ekki endilega í að laða fólk í ákveðnar námsgreinar. Einstaklingar eru venjulega löngu búnir að marka sér framtíð áður en þeir standa frammi fyrir vali á námsbraut eða viðfangsefni. Það virkar ekki lofandi að lokka námsmanninn sem ætlar að verða sagnfræðingur inn í verkfræði þegar hann mætir uppí háskóla. Hann er búinn að undirbúa sig um árabil og verður líklegast ekki haggað. Það þarf að bjóða fólki valkosti í menntamálum með löngum fyrirvara. Þetta er ekki fjarri þeim boðskap sem Samtök iðnaðarins nefna í sínum málflutningi um menntamál.

 

 Í stefnu sinni um menntun og menningu tekur Sjálfstæðisflokkurinn fram að sveigjanleiki, fjölbreytni, ábyrgð og valfrelsi þurfi að fá að njóta sín í öllu menntakerfinu. Að nemendur þurfi raunverulegt val um skóla, einkarekinn eða á vegum hins opinbera enda fylgi fjárframlög nemandanum í gegnum öll skólastig. Þá er lagt til að sveitarfélög geti rekið framhaldsskóla enda passar það ágætlega inn í hvernig námsmenn flæða milli skóla. Hér er valfrelsi og gegnsæi í brennidepli enda líklegast til árangurs.

 

 En námsframboð þarf að taka mið af framtíðaþörf atvinnulífsins, hvort sem um er að ræða fyrirtæki landsins eða opinberar stofnanir sem hafa skilgreint hlutverk í efnahagslífi landsmanna. Menntakerfið þarf að sjá fyrirtækjum og stofnunum fyrir þeim starfskröftum sem kallað er eftir innan nokkurra ára. Breytingar á þörf fyrirtækja og stofnana fyrir starfsfólk með rétta færni,ermjög hröð. Því þarf að huga að réttu námsframboði með góðum fyrirvara.

 Það tekur vísast tíu til fimmtán ár að koma málefnum menntamála í mjög gott horf. Því er best að byrja á að endurskipuleggja menntunar og þjálfunarmál hið fyrsta. Það skal vissulega gætt að því að halda í það sem vel er gert nú og stíga varlega til jarðar við endurskoðun á menntakerfinu.


Atvinnumálastefna Sjálfstæðisflokksins, fyrir kosningar 2013

Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á þessu ári kom fram að „Sjálfstæðismenn vita að öflugt og gott atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðarkerfisins.  grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins er að frumkvæði einstaklingsins fái notið sín samfara ábyrgð á eigin athöfnum“.

Atvinnulífá Íslandi hefur liðið verulega á tímabilinu frá hruni, en fyrir þann tíma höfðu ýmsar hindranir staðið í vegi fyrir starfsemi fyrirtækja. Má þar nefna óstöðugt efnahagslíf með háu vaxtastigi svo að eitthvað sé nefnt. Skattar höfðu verið lækkaðir verulega í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins en þeir hafa hækkað á síðustu árum. Forsendur atvinnurekstrar hafa þó ekki verið í öllu slæmar þar sem reglugerðarumhverfi og aðrir ytri þættir hafa verið í þokkalegu lagi.

 

 Í stefnu Sjálfstæðisflokksins eru jákvæðar hugmyndir um að bæta umhverfi og rekstrarskilyrði atvinnulífsins. Þar ber raunar hæst afnám gjaldeyrishafta sem hafa sett verulega strik í reikninginn varðandi alþjóðaviðskipti, en þau eru raunar forsenda fyrir því að atvinnulíf geti þrifist. Lækkun skatta og gjalda er hugmynd sem hefur mjög oft komið fram og kallar á skjótar aðgerðir. Það er kominn tími til þess að draga til baka hækkanir síðustu ára enda er atvinnulífið til þess fallið að skapa samfélaginu meiri arð með kröftugri starfsemi. Þá er efling einkaframtaks og nýsköpunar á stefnu flokksins. Hér hefur verið pottur brotinn varðandi nýliðun í atvinnuflóru landsmanna. Stoðkerfi nýsköpunar er nokkuð vel skipulagt og kemur mörgum nýjum fyrirtækjum til góða. Áherslan hefur þó verið allt of mikil á að hvetja til að nýjar hugmyndir verði að fyrirtækjum, frekar en að hvetja til þess að góðar hugmyndir verði að fyrirtækjum. Stoðkerfið nær alls ekki til allra fyrirtækja heldur eru valin út fyrirtæki eftir staðsetningu, starfsemi eða hver stendur að stofnun þess.

 

Að lokum má nefna hér stöðugt umhverfi fyrir atvinnulíf. Segja má að atvinnulíf hafi ekki notið stöðugleika í efnahags- eða stjórnmálalegu tilliti um áratuga skeið. Því er afar mikilvægt að þetta takist. Vitanlega þarf að taka margt með í reikninginn í þessum málum, svo sem þætti sem varða ytri skilyrði. Þetta kallar því á að þar þarf að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífsins.


Tillögur Sjálfstæðisflokksins til að bæta hag lánþega húsnæðislána

Flestir, ef ekki allir flokkar hafa á stefnuskrá sinni, einhverskonar leiðréttingu hinna stökkbreyttu húsnæðislána. Eðlilega er þetta eitt af helstu málefnum heimilanna eftirefnahagshrunið sem leiddi meðal annars til óeðlilega mikillar hækkunar þessara lána. Vitanlega hefur verðtrygging lána verið umdeild enda hefur hún komið mjög misjafnlega niður á fólki um leið og lán þess hafa hækkað verulega án þess að það hafi sjálft haft nokkra möguleika til að sporna við því.

Ekki skal farið mörgum orðum um tillögur ólíkra framboða en flest byggja þau á að kröfuhafar hinna föllnu banka skuli verða af hluta hagnaðar sem rekja má til hrunsins. Ekki er óeðlilegt að kröfuhafarnir þurfi að gefa eftir eins og allir aðrir enda er um mjög háar upphæðir að ræða sem ekki er létt að sjá fyrir hvernig þeir ættu að leysa til sín.

Að leysa skuldavanda heimilanna með þessu móti virðist nokkur einföldun á flóknu máli. Til að efnahagslíf landsmanna, þar með talin skuldavandi og eignauppbygging, komist í viðunandi horf þarf margt að koma til. Undirstaðan af því að koma á eðlilegu ástandi er að byggja upp arðbært atvinnulíf. Þúsundir starfa hurfu í hruninu og koma aldrei til baka aftur. Það gerast hinsvegar önnur störf sem kalla á fjárfestingu, aðgang að starfsfólki með rétta færni, stöðugleiki í efnahagslífi og heppilegar forsendur til atvinnurekstrar. Önnur mál varða menntun og þjálfun fólks, eðlileg alþjóðaviðskipti, skattamál, nýtingu náttúruauðlinda á skynsaman hátt, til að nefna einhver dæmi.

Tillögur sjálfstæðismanna til að leysa skuldavandann og auka eignamyndun fólks og þar með sparnað, virðast um margt skynsamlegar. Þessar tillögur eru í meginatriðum í tveimur liðum: 1) lækkun á höfuðstól með skattaafslætti og 2) lækkun höfuðstóls lána með séreignarsparnaði. Hér er um að ræða í fyrra tilfellinu að allt að 40 þúsund króna á mánuði komi fólki til góða með sérstökum skattaafslætti sem allir hafa rétt á að fá. Þetta er um 480 þúsund krónur á ári sem er talsverð upphæð þó vísast megi deila um hvort þetta sé hin rétta upphæð. Hinsvegar má nota séreignasparnað til að greiða niður höfuðstól láns. Þetta er einnig skattfrjáls ráðstöfun fjár. Því má segja að um 4% launa fari inn á höfuðstól húsnæðisláns í kerfi sem stendur öllum opið.

Eins og staðan er nú er úttekt á séreignarsparnaði skattlögð.  Í staðinn fyrir að borga skatta af sparnaðinum nýtist hann beinlínis til að varðveita sparnaðinn áfram í formi eignar í fasteign. Þetta virðist ákjósanleg leið til að auka sparnað og einnig ráðstöfunarfé einstaklinga.

 


Stefna í málefnum vísinda, tækni og nýsköpunar (Science, technology and innovation policy in Iceland)

Innlendar og erlendar stofnanir hafa í gegnum árin skoðað stefnumið þjóða á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Gefnar hafa verið út skýrslur af ýmsu tagi sem varða þennan málaflokk. Hér eru gefin nokkur dæmi um greiningu á stefnu Íslands á þessu sviði:

(National and foreign organisations have studied and published data and information about policy in field of science, technology and innovation for Iceland. Reports on these matters are available on the internet. Here are some examples).  Compiled by Thorvald Finnbjörnsson, expert on science, technology and innovation policy research, analysis, evaluation, entrepreneur studies and related actions. 

 

Evrópusambandið og stofnanir þess:  (EU and different institutions and services)

Meusring  European Identity, Discussion on Iceland

The Researchers Report 2012,  Country Profile: Iceland  

Research and Innovation performance in EU Member States and Associated countries 2013

Mini Country report Iceland 

Socieal Sciences and Humanities in Iceland - 2011 Report 

European Trend Chart on Innvation - Iceland

         2001

         2002

Research and Innovation Observatory (RIO) gefið út af Joint Research Centre.

https://rio.jrc.ec.europa.eu/en 

Hér er um að ræða vefsíu með lykil upplýsingum fyrir aðila í stefnumótun og þá sem hafa áhuga af Rannsókna og Nýsköpunarstefnu. Þar er að finna greiningu, umfjöllun, tölfræði og aðferðafræði við hönnun og finnfærlsu rannsókna og nýsköpunarstefnu ásamt mati á þeim málum.

2015

 

EraWatch Country Report and Country pages   EraWatch er hætt að koma út en í staðinn er bent á Research and Innovation Observatory - Horizon 2020 Policy Support Facility (hér fyrir ofan).

 2013

 2012

2011 

2010 

2009 

2006 (Specialisation report) 

Innovation Union competitiveness report - Iceland      Öll skýrslan með ESB/EES landa skýrslum 

Innovation Union Scoreboard (þar er að finna stöðu og þróun ESB/EES landanna um nýsköpun)

Innovation Union Scoreboard - rafrænt viðmót 

 2017

 2016

 2015

 2014

2013 

2011

2010

2009 

2008

2007 

Innovation and Innovation policy in Iceland (efni um nýsköpunarmál á Íslandi á vefsíðu Pro Inno)

 

EU

REsearch and Innovation Projects and results

Innobarometer fyrir 2016

Yfirlit yfir fyrri útgáfur er að finna á síðunni. 

OECD

Gögn um Ísland

Measuring Tax Support for R&D and Innovation

OECD

OECD STAN DAtabase for Structural Analysis

 

OECD Science, Technology and Innovation Outlook 2016, On-line útgáfa, má lesa af skjá

OECD Science, Technology and Innovation Outolook 2016, country porifile Iceland

 

OECD Science, Technology and Innovation Outlook 2012, On-line útgáfa, má lesa af skjá

OECD Science, Technology and Innovation Outolook 2012, country porifile Iceland

 

Policy mix for Innovation in Iceland - 2006 

OECD Science, Technology and Industry Scoreboard - online versions 

2017                 Digital               Iceland

2016

2015

2014

2013

2011

2009

2007 Pappírseintak

2005 Pappírseintak

2003 Pappírseintak

2001 Pappírseintak

1999  Pappírseintak

 Education, Research and Innovation policy - A new direction for Iceland

OECD better live index

 

OECD Education at a glance

Listi yfir útgáfur frá 1998 til 2015

Measuring Science, Technology and Innovation 2016

OECD Blue Sky Forum on Science and Innovation Indicators

Measuring the Link between Public Procurement and Innovation

ANBERD (Analytical Business Enterprise Research and Development) database

OECD Global Forum on Productivity

MAIN SCIENCE AND TECHNOLOGY INDICATORS

2017/2

2016

McKinsey Scandinavia

Charting a Growth Path for Iceland 

 

World Economic Forum

World Economic Forum

Global Risks 2015

The Global competitiveness Report 2015 - 2016      PDF report

The Global competitiveness Report 2014 - 2015      PDF report

The Global competitiveness Report 2013 - 2014      PDF report

The Global Competitiveness Report 2012 - 2013      PDF report

The Global Competitiveness Report 2011 - 2012      PDF report

 

IMD World Competitiveness Center

IMD World Competitiveness Yearbook 2014 Results    Online report 2010 to 2014

 

 

World Bank Group and OECD

Innovation Policy Platform (IPP) er samstarfsverkefni World Bank og OECD og er birt á vefsíðu verkefnisins. Þar er að finna þekkingu, mælikvarða og upplýsingar um aðferðir, hönnun, innfærlsu og mat á nýsköpunarstefnu. Hé er hægt að læra hverngi nýsköpunarkerfið vinnur, bera kennsl á góðar aðferðir og gera tölfræðilega greininug og samanburð auk þess að nýta efnið til stefnumótunar í nýsköpun. 

Innovation Policy Platform

STI Outlook 2016 Ísland, upplýsingar á vefsíðu

 

Bloomberg LP 

These are the wrold+s Most Innovative Economics

 

 

 


Samfélagslegar áskoranir

 

Á síðustu mánuðum hefur borið á umræðu og aðgerðum, í Evrópu og á Norðurlöndunum, varðandi miklar áskoranir gagnvart samfélögum heimsins. Meðal þeirra eru:

  • Heilbrigðismál, öldrun, lýðfræðilegar breytingar og velferð
  • Fæðuöryggi, sjálfbær landbúnaður og lífrænu efnahagskerfi
  • Trygg, hrein og skilvirk orka
  • Snjallir, grænir og samþættir flutningar
  • Loftslagsbreytingar og skilvirk nýting gæða, þar með talin hráefni
  • Öryggi og nýsköpun í samheldnu samfélagi

Þó að hér sé um að ræða umfangsmikil vandamál er hægt að bregðast við þeim og jafnvel skapa þar með ákveðin tækifæri, jákvæð fyrir mörg lönd. En ekkert land, jafnvel meðal þeirra stærstu, er þess umkomið að mæta þessum áskorunum eitt og sér. Því þurfa lönd að sameinast gegn þessum breytingum, áður en þær verða öllum ofviða. Einkennandi fyrir stórar áskoranir er að þær steðja að mjög mörgum löndum, þær eru umfangsmiklar og lausnir þeirra kalla á samstarf landa og svæða um rannsóknir og nýsköpun.

Það hafa dunið á mjög erfiðar efnahagslegar þrengingar á síðustu árum, sem ekki sér fyrir endann á. Efnahags­málin hafa mikil áhrif á allar þær áskoranir sem nefndar hafa verið. En ljóst er að kostnaður við að mæta þessum áskorunum mun vera umtalsverðaur. Áskoranir þessar kalla einnig á umfangsmikið samstarf á sviði rannsókna og nýsköpunar. Svo umfangsmikið að samfélög heimsins verða að sameinast um að finna á þeim lausnir. En það eru einmitt lausnirnar sem hafa í för með sér ákveðin tækifæri. Á þessu er tekið í stórum áætlunum um rannsóknir og nýsköpun, sem hópar landa hafa, eða eru að koma sér saman um, að framkvæma. Evrópusambandið hefur hinar stóru samfélagslegu áskoranir í brennidepli við hönnun á nýrri rammaáætlun um rannsóknir og nýsköpun sem tekur gildi eftir þrjú ár. Fram til þessa er tekið á áskorunum með margvíslegum hætti.

Norðurlöndin eru að vinna að svipuðum málum svo sem með stórri rannsóknaráætlun um loftslagsbreytingar. Einnig hafa heilbrigðismálin verið þar ofarlega á baugi ásamt viðfangsefnum svo sem varða nýsköpun og velferð.  Norrænn samstarfshópur á vegum NordForsk, Rannsóknarráðs Norðurlanda, hefur skilgreint eðli hinna stóru árskoranna þannig: 1) Viðbrögð við hinum stóru áskonunum með rannsóknum og nýsköpun er leið til að framleiða þekkingu með möguleika á að snúa við stórum og aðsteðjandi vandamálum við og gera þau að möguleikum. 2) Ekkert land getur tekist á við áskoranirnar eitt og sér. 3) Það er breið samstaða í Evrópu til að bregðast við áskornunum með rannsóknum og nýsköpun og 4) þessháttar frumkvæði gerir Evrópu að áhugaverðum samstarfsaðila á alþjóðavísu á sviði rannsókna og nýsköpunar til að koma á viðvarandi þróun og ferli á hnattvísu.

OECD löndin hafa látið málið til sín taka. Meðal verkefna OECD á sviðinu er s.k. „Ný nálgun og stjórnkerfi fjölþjóða samvinnu á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar til að takast á við hinar stóru áskoranir".  Rökstuðningur OECD er sá  að mannkynið stendur frammi fyrir fjölda alvarlegra hnattrænna áskorana, svo sem á sviði  loftslagsbreytinga, öryggis matvæla og orku og á sviði heilbrigðismála. Aðeins er hægt að taka á þessum viðfangsefnum í hnattrænu samstarfi þar sem bæði uppbygging, eðli og áhrif þessara áskorana eru hnattrænar. Vísindi, tækni og nýsköpun hafa stóru hlutverki að gegna í viðbrögðum við hinar stóru áskoranir. Samræming og regluverk alþjóðastarfs á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar er mjög mismunandi og þarf að samræma, en það er hlutverk verkefnis OECD sem nefnt var. Markmið þessa samstarfs OECD ríkjanna er að koma á leiðbeiningum og dreifa þekkingu og upplýsingum um hvernig best er að taka á málum.

Spurning er hvort allar áskoranir séu stórar áskoranir. Hugtakið á uppruna sinn í  hinni s.k. Lundar yfirlýsingur frá því í júlí 2009 þegar Svíar voru í forsæti Evrópusambandsins. Þar kom fram að áskoranirnar eru samfélagslegar í eðli sínu þó þær geti átt uppruna sinn í náttúrinni, viðskiptalífinu eða hinu félagslega kerfi. Spurning er líka gagnvart hverjum eru þessar áskoranir. Eru þær gagnvart heiminum öllum eða e.t.v. vissum heimsálfum eða jafnvel smærri heildum.

Í Lundaryfirlýsingunni, frá sérfræðingahópi Evrópska rannsóknasvæðisins, undir stjórn Prófessors Luke Georghiou, kemur fram að rannsóknir og þróun í Evrópu verði að hafa hinar stóru áskoranir í brennidepli og að grípa verði til nýrra aðferða til að sporna við þeim. Þetta kallar á nýjan sáttmála meðal landa í Evrópu og stofnana þeirra sem byggir á samstarfi og trausti. Það þarf að bera kennsl á og bergðast við hinum stóru áskorunum með því að virkja bæði opinbera geirann og einkageirann í samstarfi. Síðan er hvatt til þátttöku í samstarfi við að sporna við hinum stóru áskorunum.

Ljóst er að rannsóknir og þróun í heiminum eru að taka meira og meira mið af hinum stóru áskorunum. Stór hagkerfi eins og Evrópusambandið eru að þróa áætlanir til að takast á við hinar stóru áskoranir. Hin s.k. Sameiginlega átaksáætlunin (Joint Programming) og Tæknilega samstarfsstefnan (Technology Platform) eru góð dæmi um það en þar eiga Íslendingar aðgang. Íslendingar geta tekið þátt í hinu hnattræna samstarfi t.d. í gegnum ríkjahópa sem þeir tilheyra. Þetta getur verið á vettvangi Norðurlanda, EES landa, OECD eða annað sem við á. Þá þurfa íslendingar að skilgreia hlutverk sitt og aðkomu. Bent er á að mikilvægt sé að takast á við verkefni eins og Framtíðarsýn eða sviðsmyndir til að undirbúa slíkt starf. Ísland hefur raunar tekið þátt í Norrænu samstarfi um að spyrna við hinum stóru áskorunum. Þetta með þátttöku í Topprannsókna frumkvæði Norrænu ráðherranefndarinnar  (Toppforsknings initiative). Þetta er Norrænt samstarf sem nær yfir allt hið Norræna samstarfsnet.

Íslendingar hafa ekki tekið skipulega á málum sem varða hinar stóru áskoranir á sama hátt og margar aðrar þjóðir eru að gera. Nokkur lönd hafa þegar sett á stofn aðgerðir gegn þessum áskorunum inn í tengslum við rannsókna- og nýsköpunarstefnu sína og hafa skipulagt aðgerðir til að sporna við þeim. Sem fyrr segir eru þessar áskoranir um leið ávísun á vissa möguleika í atvinnulífi þjóða. Sem dæmi má nefna að loftslagsbreytingar eru að valda minnkun á ísmagni í norðurhöfum og því opnun siglingarleiða. Jafnframt hefur lífríki í sjónum tekið breytingum við hlýnun loftslags. Þeir þættir sem falla innan skilgreiningar á hinum stóru áskornunum eru raunar meðal viðfangsefna margra landa á ýmsum sviðum. Víða er unnið að grænum hagvexti og grænni nýsköpun, heilbrigðismálum, félagsmálum og fjölda annarra viðfangsefna þó ekki sé endilega tekið á hinum stóru áskorunum í heild.

Íslendingar geta skilgreint verkefni um framsýni og sviðsmyndir til að auka skilning sinn á þeim afleiðingum sem hinar stóru áskoranir geta haft. Þá getur hið opinbera tekið þessa þætti til greina við stefnumótun á sviðum rannsókna og nýsöpunar, félagsmála, efnahagsmála, heilbrigðismála, umhverfismála og almennt á þeim vettvangi sem passar hverju viðfangsefni hvað best. Mjög góð leið er þó að taka þátt í rannsókna- og nýsköpunarstarfi þjóða á Norðurlöndum og í Evrópu.

 

Viðauki til upplýsingar:

 

Heilbrigðismál, öldrun, lýðfræðilegar breytingar og velferð

Hin mikla áskorun í þessum flokki er að bæta  heilbrigði á líftíma fólks og velmegun almennt. 
Lýðfræðileg vandamál eru svo sem öldrun, búferlaflutningar, fátækt, úflokun og ýmiss heilbrigðisvandamál. Einnig er að skilja afgerandi viðfangsefni heilbrigðismála, bæta heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma.  Önnur markmið eru að bæta forvarnir, eftirlit og skilning á sjúkdómum en einnig sjúkdómsgreiningu og meðferð sjúkra og að upplýsingar um heilbrigðismál komi að sem bestu gagni. Þá má nefna tæki, tól og aðferðir við meðhöndlun, að gera öldruðum kleift að sjá um sig sjálfa sem lengst og fleira.

Fæðuöryggi, sjálfbær landbúnaður og lífrænu efnahagskerfi

Áskorunin hér er að koma á sjálfbæru framboði á öruggum og hágæða matvælum og öðrum lífrænum afurðum gegnum skilvirka framleiðslu. Þá skal stefnt að því að breyta afurðum að lág-kolefna afurðum sem unnin eru á lífrænan hátt.

Markmið eru meðal annarra að bæta framleiðsluaðferðir og að fást við loftslagsbreytingar þar sem gætt er hugtaka svo sem sjálfbærni og þol. Matvæli skulu vera örugg og heilsusamleg fæða fyrir alla. Fiskveiðar skulu vera umhverfisvænar og sjálfbærar og fiskeldi verði samkeppnishæft. Áherslur skal leggja á nýsköpun í tengslum við afurðir úr hafinu.

Trygg, hrein og skilvirk orka

Áskorunin hér er að tryggja umbreytingu að áreiðanlegum, sjálfærum og samkeppnishæfum orkukerfum. Leitast skal við að draga úr orkuskorti auka orkuþörf og huga að loftslagsbreytingum.

Grænt hagkerfi með endurnýjanlegum orkugjöfum bæði af hagrænum og umhverfisástæðum og skilvís notkun á orku.

Markmiður að auka stórlega tækni og þjónustu fyrir snjalla og skilvirka orkunotkun. Hvetja til að stunda snjallan rekstur borga og samfélaga. Taka nýja orkugjafa í notkun, svo sem vind og sólarorku og vinna að samkeppnishæfum og umhverfisvænni tækni til að draga úr kolefnisnotkun. Lífræn orka er áhugaverður valkostur ef hún er samkeppnishæf og sjáfær.

Snjallir, grænir og samþættir flutningar

Áskorunin er að koma á flutningakerfi sem er skilvirkt og umhverfisvænt en um leið öruggt og til hagsbóta fyrir einstaklinga, hagkerfið og samfélagið.

Meðal markmiða er að gera flugvélar, bíla og skip kleyft að ganga á hreinum orkugjöfum og bæta þar með umhverfisáhrif núverandi flutninga. Þróa snjallar lausnir í tækjum, búnaði og innviðum og bæta flutninga í dreifbýli. Draga verulega úr umferðarhnútum og bæta hreyfanleika fólks og afurða. Koma þarf á nýrri stjórnun fyrir flutninga og draga úr slysum í umferðinni. Huga þarf að næstu kynslóð af flutningatækjum og markaður fyrir þau skal komið á.

Loftslagsbreytingar og skilvirk nýting gæða, þar með talin hráefni

Hér má sjá áskoranir sem að uppná skilvirkni og hagkerfi óháð loftslagsbreytingum  sem mætir þörf á vaxandi fjölda íbúa í heiminum. Aðgerðir ættu að auka samkeppnishæfni og bæta velmegun íbúanna á meðan umhverfisáhrifum er haldið í lágmarki.

Með þessu má uppná markmiðum svo sem að bæta skilning á loftslagsbreytingum og koma á góðum spá aðferðum fyrir breytingar á loftslagi. Þá þarf að styðja við stefnu um flutninga fólks á milli svæða.  Bæta skilning á vistkerfinu og samskiptum þess við félagleg kerfi og hlutverk efnahagslífs í velferðarmálum. Þá þarf að bæta skilning á aðföngum að hráefni og tala fyrir sjálfbæru framboði og notkun á hráefnum og finna valkosti við notkun þeirra. Þá þarf að styrkja græna nýsköpun og tækni, ferla og þjónustu til að auka markaðsþátt þeirra. Vinna þar fyrir um stefnu í nýsköpunarmálum og huga að breytingum á samfélaginu í tengslum við það. Leggja áherslu á að koma á grænum hagkerfum .

Öryggi og nýsköpun í samheldnu samfélagi

Meðal áskorana er að koma í veg fyrir útilokun og koma á nýskapandi og öruggum samfélögum í tengslum við ófyrirséðar en neikvæðar breytingar af ýmsu tagi.

Hér er átt við að hvetja til snjallra lausn um sjálfæran vöxt samfélaga. Mikilvægt er að í samfélögum séu ekki hópar sem hvergi eiga heima og eru utanvið samfélag fólks. Bæta þarf samstarf um rannsóknir og nýsköpun meðal þjóða. Þá þarf að styrkja við ný form af nýsköpun þar með talin félagsleg nýsköpun og sköpunarvilja. Samfélagið þarf að virkja í tengslum við rannsóknir og nýsköpun og koma þarf á virkum samskiputm milli þjóða, jafnvel fjarlægra.  Takast á við glæpi og hryðjuverk og gera landamæri örugg. Þá þarf að bregðast við margvíslegum kreppum og ógnunum

Önnur flokkun er:

(Northern Climate and Environment)
(Sustainable Energy)
(Dialogue of Cultures)
(A Healthy Everyday Life for All)
(Knowledge and Know-how in the Media Society)
(Ageing Population and Individuals).

Umræða var um hinar miklu samfélagslegu áskoranir á Nýsköpunarþingi 1 nóvember 2011.

Umfjöllin Rannís 
Umfjöllun Nýsköpunarmiðstöðvar
Umfjöllun mbl.is 
Umfjöllun visir.is
Umfjöllun ruv.is
Umfjöllun iðnaðarráðuneytis
Umfjöllun iðnaðarráðuneytis um samfélagsáskoranir

 

 


Innihald ræðu sem var flutt á framboðsfundi í Flataskóla í Garðabæ 4. Febrúar 2010

Það er ánægjulegt að sjá svo mikið af fólki hér í kvöld, en það segir mér að áhugi á prófkjörinu sé mikill. Við höfum séð dræma þátttöku í prófkjörum síðustu daga bæði í Reykjavík og Hafnarfirði þar sem þátttakan var um þriðjungur. Við skulum vona að það verði ekki raunin hjá okkur.

Það skiptir miklu máli fyrir íbúa bæjarins að hafa áhrif á hvaða einstaklingar sjái um stjórnun bæjarmála á næsta kjörtímabili. Í prófkjörinu nú eru 12 einstaklingar 7 karlar og 5 konur og eftir að hafa kynnt mér áhugamál og áherslur meðframbjóðenda minna  og málflutning þeirra hér í kvöld er það nokkuð ljóst að valið getur bara tekist vel.

Frambjóðendur hafa greinilega notað stutta kosningabaráttu vel og lagt metnað í kynningarmál. Við sjáum þó greinilega að kostnaði við prófkjörsbaráttuna hefur verið stillt í hóf, enda tímanna tákn að fara varlega með fé.

Ástæðan fyrir því að ég bíð mig fram í þessu prófkjöri er einlægur vilji til að  takast á við þær breytingar sem við stöndum frammi fyrir í dag. Efnahagsmálin varða okkur öll hafa tekið mjög miklum breytingum þannig að mikið og samstillt átak allra þarf að koma til. Þau mál sem eru til úrlausnar kalla á þátttöku allra, ekki bara örfárra manna og kvenna eins og landstjórnin er að reyna. Það er líka mikilvægt að fólk tali sama yfir flokkslínurnar eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt ítrekað á síðust dögum. En það þurfa auðvitað allir að vera á sama máli.

Ég hef í tvígang gert grein fyrir því hjá OECD hvað á okkur hefur dunið og tekið svo þátt í umræðum þar á bæ um hvernig atvinnulífið geti tekið sem best á við sífellt erfiðara rekstrarumhverfi með því að auka áherslu á rannsóknir og nýsköpun. En OECD hefur unnið mikið að málefnum efnahagsörðuleika í hruninu meðal aðildarlanda sinna.

Fyrst og fremst þurfum við að huga að fólkinu hvernig því gengur og  bregðast við því sem á bjátar. Garðabær þarf síðan að huga að atvinnuuppbyggingu sem tekur mið af skipulagi og umhverfi bæjarins. Eðlilegt er að vinna að uppbyggingu á og aðkomu fyrirtækja að einskonar nýsköpunarþorpi hér í bænum. Í Svíþjóð eru nokkur slík þorp til dæmis í Íslendingabænum Lundi í suður Svíþjóð þar sem háskólar og þekkingarfyrirtæki reka nýsköpunarþorpið Ideon.

Slík atvinnuþróun kallar á aðkomu sveitarfélagsins við að koma á hentugu umhverfi þar sem þörfum einstakra fyrirtækja og stofnana er þjónað. Með þessu móti er hægt að koma á öflugri atvinnustarfsemi sem er í góðri sátt við íbúa í bænum. Þar með má koma á sjálfbærri íbúaþróun og stöðugleika við góð skilyrði.

Þessháttar atvinnuþróun er  svo sem ekki alveg ný á nálinni. Þegar kraginn kringum Kaupmannahöfn var í uppbyggingu var hugað sérstaklega að sérstöðu bæjanna í þessum kraga. Þessir kragabæir, hvor sem þeir hétu Tostrup eða Lyngby og fleiri bæir eru raunar kallaðir Fingur Kaupmanahafnar hafa mjög sterka atvinnuþróunarstefnu sem miðar að því að fyrirtæki, skólar og íbúar séu í góðu jafnvægi og stuðli að iðandi mannlífi. Hér getum við lært eitt og annað.

Önnur áhugamál sem ég hef kynnt í þessari prófkjörsbaráttu eru skilvirk stjórnsýsla, ákvarðanataka bæjarbúa í mikilvægum málum og öryggi bæjarbúa.

Með skilvirkri stjórnsýslu á ég við að bærinn vinni opið að málefnum íbúana og hafi að leiðarljósi sparnað, markmið og vandvirkni. Garðabær er í fremstu röð hvað varðar góðan rekstur. Það þarf að leggja áherslu á að gera enn betur. Ekki má þó hvika frá þeirri grunnþjónustu sem bærinn veitir hvort sem um er að ræða unga eða aldna bæjarbúa. Það má geta þess að vefur bæjarins er umtalaður sem góð upplýsingaveita.

Ákvarðanataka bæjarbúa í mikilvægum málum, er svo sem snarlíkt því sem nokkrir aðrir frambjóðendur hafa í kvöld kallað „Íbúa lýðræði". Ég er svolítið var um mig hvað varðar það hugtak, en hugmyndin að baki því er góð. En á því sviði er Garðabær einnig í fremstu röð með því að vinna nú að stefnumótun á því sviði. Það er ekki stefnan sem ég hef áhyggjur af heldur framkvæmd hennar. Það vill stundum bregða við að skekkja læðist inn í þær skoðanir sem koma frá íbúum ef ekki er vandað sérstaklega til mála. Hér hef ég bæði áhuga og reynslu til að koma að málum.

Öryggi bæjarbúa er málefni sem mér er sérstaklega hugleikið. Hvort sem um er að ræða umferðarmál, löggæslumál, heilbrigðismál eða hvað það nú er sem getur leikið okkur grátt. Hér þurfa bæjarbúar og yfirvöld í bænum að vinna saman að því að gera bæinn þann öruggasta sem til er. Gott samstarf getur leyst mörg vandamál.


Þorvaldur Finnbjörnsson sækist eftir 4. sæti í prófkjörinu 6. febrúar

Þorvaldur Finnbjörnsson (f. 1952) flutti fyrst í Garðabæ árið 1965 ásamt systkinum og foreldrum þeim Finnbirni Þorvaldssyni og Theódóru Steffensen. Að loknu háskólanámi í Svíþjóð flutti hann aftur í Garðabæ og hefur búið þar síðan. Þorvaldur er giftur Önnu Árnadóttur  og eiga þau 4 börn og 6 barnabörn.

Þorvaldur vinnur hjá RANNÍS sem sviðstjóri Greiningarsviðs. Þar hefur hann unnið að málefnum rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Hann hefur setið í stjórn ýmissa verkefna og sjóða sem styðja við rannsóknir og nýsköpunarstarf. Þá hefur hann tekið þátt í samstarfi á norrænum og evrópskum vettvangi um atvinnuþróun.

Þorvaldur býður sig fram til setu í bæjarstjórn í fyrsta sinn. Hann hefur brennandi áhuga á málefnum sem varða íbúa bæjarins og bæjarfélagsins og þá sérstaklega atvinnuþróun. Einnig  eru skilvirk stjórnsýsla, þátttaka íbúa í ákvarðanatöku og öryggismál íbúa sveitarfélaga sérstök áhugamál.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband